Fara í efni

Framtíðarsýn í málefnum fatlaðra, tillögur frá formanni nefndarinnar

Málsnúmer 201410123

Vakta málsnúmer

Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 43. fundur - 05.11.2014

Nefndin telur mikilvægt að unnin verði greinargóð framtíðarsýn í búsetumálum fatlaðra. Félagsmálastjóra falið að undirbúa erindi þess efnis til bæjarráðs.

Bæjarráð Norðurþings - 122. fundur - 17.11.2014

Fyrir bæjarráð liggur erindi frá formanni félags- og barnaverndarnefndar er varðar framtíðarsýn í málefnum fatlaðra en þær felast í að gerð verði þarfagreining á málefnum fatlaðs fólks. Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að fyrir liggi skýr stefna í búsetumálum fatlaðs fólks og hvetur nefndina til að fara í þessa þarfagreiningu enda rúmist hún innan fjárhagsramma málaflokksins.