Fara í efni

Slökkvilið Norðurþings

Málsnúmer 201501016

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 48. fundur - 07.01.2015

Grímur Kárason , slökkviliðsstjóri Norðurþings og Kristinn Jóhann Lund varaslökkviliðsstjóri komu á fundinn og gerðu nefndinni grein fyrir stöðu liðsins.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 49. fundur - 14.01.2015

Slökkviliðsstjóri og fulltrúar Slökkviliðs Norðurþings komu á fund nefndarinnar og kynntu áætlun um uppbyggingu slökkviliðsins á árunum 2015 til 2019. Jafnframt óskað eftir því að slökkviliðsmenn Slökkviliðs Norðurþings fái frían aðgang að sundlaugum í rekstri Norðurþings enda samkvæmt kjarasamningi slökkviliðsmanna.
Nefndin óskar eftir aukafjárveitingu að upphæð 20 milljónir í samræmi við fjárfestingarþörf Slökkviliðs Norðurþings. Áður hefur bæjarstjórn Norðurþings samþykkt brunavarnaráætlun fyrir sveitarfélagið.

Nefndin samþykkir að óska eftir því við Tómstunda- og æskulýðsnefnd að slökkviliðsmenn í Slökkviliði Norðurþings fái frían aðgang að sundlaugum í rekstri Norðurþings.

Bæjarráð Norðurþings - 130. fundur - 05.02.2015

Fyrir bæjarráði er erindi sem tekið var fyrir á 49. fundi framkvæmda- og hafnanefndar en þar kemu fram að nefndin óskar eftir aukafjárveitingu að upphæð 20 milljónir króna sem er í samræmi við fjárfestingaþörf Slökkviliðs Norðurþings. Áður hefur bæjarstjórn Norðurþings samþykkt brunavarnaráætlun fyrir sveitarfélagið.
Bæjarráð tekur undir nauðsyn þess að búnaður slökkviliðs Norðurþings uppfylli þau skilyrði að lögbundinni þjónustu geti verið sinnt af fagmennsku. Í fjárhagsáætlun ársins 2015 var aukið við fjármagn til málaflokksins, m.a. til að sinna megi eldvarnareftirliti betur. Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við ósk um 20 m.kr. aukafjárveitingu á þessum tíma en mun taka málið upp síðar á árinu, m.a. í samhengi við framgang markmiða um sölu eigna.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 39. fundur - 10.02.2015

Fyrir nefndinni liggur erindi frá Framkvæmda- og hafnarnefnd þar sem óskað er eftir því að slökkviliðsmenn í Slökkviliði Norðurþings fái frían aðgang að sundlaugum í rekstri Norðurþings.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir erindið og felur tómstunda-og æskulýðsfulltrúa að útfæra málið í samstarfi við slökkviliðsstjóra Norðurþings.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 52. fundur - 11.03.2015

Rætt um stöðu eldvarnaeftirlits innan slökkviliðsins.
Framkvæmda- og hafnarnefnd samþykkir að veita slökkviliðsstjóra Norðurþings í samráði við framkvæmda- og þjónustufulltrúa heimild til að auglýsa, og í framhaldi að ráða í stöðu eldvarnareftirlitsmanns fyrir sveitarfélagið Norðurþing á þeim forsendum sem áður hafa verið kynntar í nefndinni og einnig fulltrúum bæjarráðs, enda rúmast það innan fjárhagsáætlunar.

Nefndin felur slökkviliðsstjóra að útbúa auglýsingu um starfið þar sem fram kemur starfslýsing, hæfniskröfur o.þ.h. og tryggja að auglýsingin og ráðningin verði í samræmi við þær reglur sem sveitarfélaginu ber að uppfylla varðandi ráðningar.

Jafnframt felur nefndin framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kanna nýja staðsetningu á skrifstofu slökkviliðsstjóra og nýs eldvarnareftirlitsmanns, en núverandi húsnæði hefur verið selt og verður afhent 1. maí n.k.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 65. fundur - 25.11.2015

Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri mætti á fundinn og fór yfir stöðu liðsins og fjárhagsáætlun fyrir 2016.
Grímur Kárason kom og kynnti þarfir og áætlanir fyrir slökkviliðið.