Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

130. fundur 05. febrúar 2015 kl. 16:00 - 17:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra, fundargerðir 2014

Málsnúmer 201403030Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 168. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra sem haldinn var fimmtudaginn 18. desember 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Gullmolar ehf. eignarhaldsfélag, ósk um kaup á húsnæði

Málsnúmer 201501036Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi til afgreiðslu sem tekið var fyrir á 129. fundi bæjarráðs en þar kom fram að samþykkt var að gera samstarfssamning við Gullmola ehf. og var bæjarstjóra falið að ganga til samninga og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Fyrir bæjarráði liggja samningsdrög að kaupsamningi sem felur í sér eftifarandi:

Norðurþing kt., 640169-5599 samþykkir að selja eignina að Höfða 9 á Húsavík og Gullmolar ehf. kt. 540194-2119 samþykkir að kaupa. Samkvæmt Fasteignaskrá Íslands er um að ræða 458,2 fm húseign sem byggð er árið 1986 og 1988 úr forsteyptum einangruðum einingum.

Kaupverð eignarinnar er 26.000.000.- Tuttuguogsexmilljónir króna.
Húseignin staðgreiðist við undirritun kaupsamnings og samþykki bæjarstjórnar.

Í samningnum er kvöð um forkaupsrétt sveitarfélagsins sem verður þinglýst með samningnum en hún felur í sér að Norðurþing hefur 8 ára forkaupsrétt á verðtryggðu söluverði (NVT).

Afhending eignarinnar er 1 maí. 2015.

Samhliða kaupsamningi gera aðilar með sér sérstakan samstarfssamning um atvinnuuppbyggingu á Húsavík.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi sala eignarinnar að Höfða 9 verði samþykkt eins og samningsdrögin fela í sér. Jafnfram er bæjarstjóra, Kristjáni Þór Magnússyni veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Norðurþings að undirrita kaupsamning sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast sölu þessari.

3.Slökkvilið Norðurþings

Málsnúmer 201501016Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði er erindi sem tekið var fyrir á 49. fundi framkvæmda- og hafnanefndar en þar kemu fram að nefndin óskar eftir aukafjárveitingu að upphæð 20 milljónir króna sem er í samræmi við fjárfestingaþörf Slökkviliðs Norðurþings. Áður hefur bæjarstjórn Norðurþings samþykkt brunavarnaráætlun fyrir sveitarfélagið.
Bæjarráð tekur undir nauðsyn þess að búnaður slökkviliðs Norðurþings uppfylli þau skilyrði að lögbundinni þjónustu geti verið sinnt af fagmennsku. Í fjárhagsáætlun ársins 2015 var aukið við fjármagn til málaflokksins, m.a. til að sinna megi eldvarnareftirliti betur. Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við ósk um 20 m.kr. aukafjárveitingu á þessum tíma en mun taka málið upp síðar á árinu, m.a. í samhengi við framgang markmiða um sölu eigna.

4.Endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri

Málsnúmer 201501071Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá LSS um endurgreiðsluhlutfall á greiddum lífeyri lífeyrisþega í fyrrum lífeyrissjóði starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar þar sem lagt er til að endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri í réttindasafni Lífeyrissjóði starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar í B - deild LSS haldist óbreytt fyrir árið 2015.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga verði samþykkt.

5.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Olgu Gísladóttur f.h. Stóranúps ehf.

Málsnúmer 201501072Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Sýslumanninum á Húsavík vegna leyfisveitingar til handa Olgu Gísladóttur f.h. Stóranúps ehf. til sölu gistingar í Lundi.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið að því tilskyldu að aðrir sem um leyfið fjalla geri slíkt hið sama.

Fundi slitið - kl. 17:00.