Fara í efni

Gatnagerðargjöld að Lyngholti 3

Málsnúmer 201611070

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 196. fundur - 10.11.2016

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá lóðarhafa að Lyngholti 3 um afslátt af gatnagerðargjöldum til samræmis við verðandi lóðareigendur að Lyngholti 26 til 32 og Lyngholti 42 til 48.
Byggðarráð vísar erindinu til framkvæmdanefndar og leggur til að það verði samþykkt

Framkvæmdanefnd - 10. fundur - 16.11.2016

Fyrir nefndinni liggur beiðni frá eigendum lóðar við Lyngholt 3 um 50% niðurfellingu á gatnagerðargjöldum til samræmis við ákvörðun sem samþykkt var á síðasta fundi sveitastjórnar um afslátt af gatnagerðargjöldum.
Í ljósi þess að framkvæmdir við lóð nr. 3 við Lyngholt eru nýhafnar, fellst framkvæmdanefnd á rökstuðning eigenda lóðarinnar fyrir niðurfellingu á 50% gatnagerðargjalda, að því gefnu að húsið verði fokhelt fyrir lok árs 2017 í samræmi við ákvörðun sveitastjórnar.
Erindið er því samþykkt.

Sveitarstjórn Norðurþings - 62. fundur - 22.11.2016

Á 10.fundi framkvæmdanefndar lá fyrir beiðni frá eigendum lóðar við Lyngholt 3 um 50% niðurfellingu á gatnagerðargjöldum til samræmis við ákvörðun sem samþykkt var á síðasta fundi sveitastjórnar um afslátt af gatnagerðargjöldum. Eftirfrandi var bókun nefndarinnar:

"Í ljósi þess að framkvæmdir við lóð nr. 3 við Lyngholt eru nýhafnar, fellst framkvæmdanefnd á rökstuðning eigenda lóðarinnar fyrir niðurfellingu á 50% gatnagerðargjalda, að því gefnu að húsið verði fokhelt fyrir lok árs 2017 í samræmi við ákvörðun sveitastjórnar.
Erindið er því samþykkt."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu framkvæmdanefndar.

Framkvæmdanefnd - 22. fundur - 25.10.2017

Fyrir framkvæmdanefnd liggur erindi frá húsbyggjendum að Lyngholti 3 um aukið svigrúm varðandi tímamörk á fokheldi húsnæðis m.t.t. afsláttar gatnagerðargjalda.
Lóðin að Lyngholti 3 hefur þegar verið lengi í byggingu, en afslættinum var m.a. ætlað að tryggja góðan uppbyggingarhraða innan þegar byggðra hverfa. Hins vegar er vilji til þess að gefa meiri slaka en upphaflega var lagt upp með og í því samhengi að horfa til fokheldis og frágangs lóðar fyrir lok júní 2018.