Fara í efni

Framkvæmdanefnd

10. fundur 16. nóvember 2016 kl. 16:00 - 19:25 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Trausti Aðalsteinsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Arnar Guðmundsson aðalmaður
  • Árni Sigurbjarnarson varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Hólm Valsdóttir Ritari
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufullt
Fundargerð ritaði: Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
Dagskrá
Gunnar Hrafn Gunnarsson, nýr framkvæmda- og þjónustufulltrúi boðinn velkominn til starfa en hann situr sinn fyrsta fund.

Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri sat fundinn.

Smári J. Lúðvíksson, garðyrkjustjóri, sat fundinn undir lið 2 og 3.

1.Framkvæmdaáætlun 2017

Málsnúmer 201606070Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur tillaga að framkvæmdaáætlun fyrir árið 2017.
Framkvæmdaáætlun fyrir árið 2017 er samþykkt.
Helstu áherslur áætlunarinnar liggja í gatnagerð á Höfða, Reykjaheiðarvegi, Suðurfjöru og Holtahverfi Húsavík.Nýr vegur er áætlaður að tjald- og íþróttasvæði á Húsavík sem og undirbúningur framkvæmda á Öskjureit. Á áætlun er nýtt athafnasvæði barna og unglinga ásamt rennibraut í sundlaug Húsavíkur. Farið verður í aðgerðir til bætts aðgengis gangandi vegfarenda í sveitarfélaginu og uppbyggingu almenningssalerna á Húsavík.

Hjálmar Bogi er ekki samþykkur áætluninni.

2.Almennt um sorpmál 2016

Málsnúmer 201601086Vakta málsnúmer

Undanfarnar vikur hafa starfsmenn framkvæmdasviðs unnið að bættri umgjörð sorpmála í sveitarfélaginu í samstarfi við starfsmenn Íslenska gámafélagsins. Mikilvægt er að gera bragarbót á flokkun sorps.
Smári J. Lúðvíksson kynnti fyrir fundinum vinnu undanfarinna missera að tillögum til bættrar umgjarðar sorpmála í sveitarfélaginu. Fundað verður með aðilum frá Íslenska gámafélaginu á næstu dögum með það að markmiði að bæta flokkun sorps á heimilum sem og að bæta verkferla við losun sorps í sorphirðustöð á Húsavík.

3.Sorpsamþykkt Norðurþings 2016

Málsnúmer 201601076Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja breytingar á drögum að sorpsamþykkt sveitarfélagsins.
Farið var yfir breytingatillögur og framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að ganga frá samþykktinni fyrir næsta fund.

4.Félaginn bar í Félagsheimilinu Hnitbjörgum Raufarhöfn: Úttekt heilbrigðisfulltrúa

Málsnúmer 201611009Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur niðurstaða úttektar heilbrigðisfulltrúa Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra á salernisaðstöðu í félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að gera kostnaðaráætlun og í beinu framhaldi að láta framkvæma lagfæringar á salernisaðstöðunni.

5.Viðhaldsósk umsjónarmanns félagsheimilisins Hnitbjörg

Málsnúmer 201609249Vakta málsnúmer

Erindi frá umsjónarmanni félagsheimilisins Hnitbjarga liggur fyrir nefndinni þar sem sveitarfélagið er hvatt til að ráðast í tímabært viðhald á fasteigninni.
Nefndin vísar í fyrri ákvörðun vegna málsins.
Ráðist verður í nauðsynlegt viðhald svo sem brunavarnir.

6.Samþykkt um breytingu á samþykkt um gatnagerðargjald nr. 810/2016

Málsnúmer 201611028Vakta málsnúmer

Eftir yfirferð innanríkisráðuneytisins á áður samþykktri samþykkt um gatnagerðargjöld í Norðurþingi liggur fyrir nefndinni breytingartillaga á 7. gr. samþykktarinnar.
Breytingartillagan er samþykkt. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að auglýsa umrædda samþykkt á viðeigandi stöðum.

7.Framkvæmdasvið - staða haust 2016

Málsnúmer 201610061Vakta málsnúmer

Framkvæmdafulltrúi fer yfir stöðu verkefna á sviðinu.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fór yfir helstu verkefni sem unnið er að á sviðinu þessi misserin.

8.Gatnagerðargjöld að Lyngholti 3

Málsnúmer 201611070Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur beiðni frá eigendum lóðar við Lyngholt 3 um 50% niðurfellingu á gatnagerðargjöldum til samræmis við ákvörðun sem samþykkt var á síðasta fundi sveitastjórnar um afslátt af gatnagerðargjöldum.
Í ljósi þess að framkvæmdir við lóð nr. 3 við Lyngholt eru nýhafnar, fellst framkvæmdanefnd á rökstuðning eigenda lóðarinnar fyrir niðurfellingu á 50% gatnagerðargjalda, að því gefnu að húsið verði fokhelt fyrir lok árs 2017 í samræmi við ákvörðun sveitastjórnar.
Erindið er því samþykkt.

9.Garðvík og Höfðavélar: Ósk um athafnasvæði undir efnislager

Málsnúmer 201610247Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur beiðni frá Garðvík og Höfðavélum um nýtingu svæðis neðan við Kringlumýri 2 undir athafnasvæði til að geyma efnislager; hellusand, lagnasand, mold og grús. Svæðið er að hluta til nýtt af félögunum tveimur í dag en nú er farið fram á að aðgengi annara en Norðurþings að svæðinu verði heft og það vaktað.
Framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga frá samningi um leigu lóðar.

Fundi slitið - kl. 19:25.