Fara í efni

Ósk um viðræður vegna mögulegs fjölbýlishúss við Útgarð og afslátt af gatnagerðargjöldum

Málsnúmer 201710012

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 229. fundur - 09.10.2017

Borist hefur erindi frá Friðriki Sigurðssyni hjá Artic Edge Consulting ehf. fyrir hönd óstofnaðs félags heimamanna á Húsavík þar sem óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið um möguleg kaup sveitarfélagsins á íbúðum í fyrirhuguðu fjölbýlishúsi við Útgarð. Einnig er óskað eftir viðræðum um að umrædd lóð falli undir nýauglýst afsláttarkjör sveitarfélagsins af gatnagerðargjöldum.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið að því leyti að eiga viðræður við áhugasama aðila um möguleg kaup sveitarfélagsins á íbúðum í fyrirhuguðu fjölbýli við Útgarð verði sú uppbygging að veruleika. Framhald málsins veltur á afgreiðslu Leigufélagsins Hvamms á framsali byggingarréttarins. Ósk um afsláttarkjör á gatnagerðargjöldum er vísað til afgreiðslu í framkvæmdanefnd.


Soffía Helgadóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Á Húsavík gerir deiliskipulag m.a. í Grundargarði og við Ásgarðsveg ráð fyrir fjölbýlishúsum sem henta vel fyrir einkaaðila sem vilja byggja íbúðir á almennum markaði. Því er engin ástæða til að láta lóðir við Útgarð sem eru skipulagðar í tengslum við Dvalarheimili aldraðra, Hvamm, til einkareksturs.
Ef vilji er fyrir því að selja Leigufélag Hvamms við Útgarð eða hluta eignarinnar, og eftirláta lóðir til einkaaðila. Þá er einboðið að leggja það í hendur kjósenda í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor og leyfa þeim að eiga síðasta orðið hvort þetta svæði verði áfram í uppbyggingu opinberra aðila eða hvort einkaaðilar taki við uppbyggingu og rekstri á þessu svæði."

Framkvæmdanefnd - 22. fundur - 25.10.2017

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til erindis Arctic Edge Consulting ehf varðandi möguleg kaup Norðurþings á íbúðum í fyrirhuguðu fjölbýlishúsi við Útgarð.
Jafnframt er óskað eftir afslætti á gatnagerðargjöldum til jafns við áður auglýstan afslátt slíkra gjalda á völdum byggingasvæðum.
Framkvæmdanefnd samþykkir að stofna til viðræðna við félagið um möguleg kaup á völdum íbúðum í fyrirhuguðu 24 íbúða fjölbýlishúsi við Útgarð með fyrirvara um afsal Leigufélags Hvamms ehf á byggingarétti á umræddri byggingalóð.
Framkvæmdanefnd ítrekar það skipulagsákvæði að umrætt svæði er skilgreint fyrir íbúðarhúsnæði fyrir 60 ára og eldri.
Framkvæmdanefnd tekur jákvætt í að umrædd lóð falli undir áður auglýstan afslátt af gatnagerðargjöldum, með sömu skilmálum og þar kemur fram.