Fara í efni

Reykjaheiðavegur - gatnagerð

Málsnúmer 201801196

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 25. fundur - 12.02.2018

Í ljósi óvissu um réttarstöðu sveitarfélagsins gagnvart mögulegum skaðabótakröfum sem fylgt gætu gatnaframkvæmdum við Reykjaheiðarveg, er lagt til að öllum áformum um slíkt verði frestað þar til niðurstaða liggur fyrir.
Framkvæmdanefnd samþykkir að framkvæmdum við uppbyggingu Reykjaheiðarvegar verði frestað þar til niðurstaða í skaðabótakröfu á hendur OH liggur fyrir.
Undirbúningi vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Reykjaheiðarveg verður þó haldið áfram.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 5. fundur - 16.08.2018

Lagt fram til kynningar.
Vegna áforma um yfirborðsfrágang Reykjaheiðarvegar hefur skipulags- og framkvæmdaráð kallað eftir kynningu á þeim hönnunargögnum sem unnin hafa verið og snúa að verkefninu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðstjórum að afla upplýsinga um stöðu lóðamála á svæðinu og leggja fyrir ráðið á næsta fundi. Einnig felur ráðið framkvæmda- og þjónustufulltrúa að útbúa hönnun á lýsingu á svæðinu.