Fara í efni

Óskað er eftir samþykki fyrir afmörkun lóðar umhverfis veiðihúsið Daumaland í óskiptu landi Hóls, Höfða og Vogs

Málsnúmer 201805103

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 2. fundur - 03.07.2018

Nanna Steina Höskuldsdóttir, f.h. landeigenda, óskar eftir samþykki fyrir afmörkun lóðar undir Veiðihúsinu Draumalandi. Lóðin hefur landnúmerið 154.171. Lóðin verði 4.800 m² að flatarmáli eins og nánar er sýnt á hnitsettum uppdrætti. Ennfremur er þess óskað að lóðin verði skráð sem íbúðarhúsalóð og fái heitið Höfði 2.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að afmörkun lóðarinnar verði samþykkt. Ennfremur leggur ráðið til að lóðin verði skráð sem íbúðarhúsalóð og fái heitið Höfði 2.

Byggðarráð Norðurþings - 256. fundur - 05.07.2018

Eftirfarandi var bókað á 2. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að afmörkun lóðarinnar verði samþykkt. Ennfremur leggur ráðið til að lóðin verði skráð sem íbúðarhúsalóð og fái heitið Höfði 2.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.