Fara í efni

Umsókn um byggingu bátaskýla á Harðbak, Melrakkasléttu

Málsnúmer 201805315

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 1. fundur - 26.06.2018

Eigendur Harðbaks I og Harðbaks II óska eftir leyfi til að reisa tvö bátaskýli við gamalt bátalægi suðvestur af gömlu íbúðarhúsum við Harðbak. Meðfylgjandi erindi er rissmynd af fyrirhugaðri staðsetningu bátaskýlanna. Ekki liggja fyrir fullbúnar teikningar af mannvirkjum en þær verða lagðar fram ef sveitarfélagið telur líkur á að unnt sé að veita byggingarleyfi á þessum stað.
Harðbakur er á svæði á náttúruminjaskrá auk þess sem fyrirhugð mannvirki standa nær vatnsbakka en skipulagsreglugerð (gr. 5.3.2.14) gerir ráð fyrir. Því telur skipulags- og framkvæmdaráð nauðsynlegt að afla umsagnar Umhverfisstofnunar og skipulagsstofnunar um staðsetningu mannvirkja áður erindi er svarað. Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla umsagna Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar. Umsækjendur þurfa þar fyrir utan að skila inn til skipulagsfulltrúa umsögn minjavarðar Norðurlands eystra um staðsetningu húsa áður en byggingarleyfi verði veitt.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 5. fundur - 16.08.2018

Erindið var áður til umfjöllunar á fundi ráðsins 26. júní s.l. og þá óskaði ráðið umsagna frá Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun. Þær umsagnir liggja nú fyrir. Umhverfisstofnun telur að fyrirhuguð bátaskýli muni ekki hafa neikvæð áhrif á verndargildis svæðis nr. 538 á náttúruminjaskrá og gerir því ekki athugasemdir við að uppbygging verði heimiluð.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir sjónarmið Umhverfisstofnunar um að fyrirhuguð uppbygging verði að teljast hluti eðlilegrar uppbyggingar á hlunnindajörð. Sjónræn áhrif bátaskýlanna verði óveruleg og þau munu ekki tálma för um vatnsbakka. Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar því byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir bátaskýlunum þegar lagðar hafa verið fram fullnægjandi teikningar af mannvirkjunum og jákvæð umsögn Minjastofnunar vegna staðsetningar.