Fara í efni

Fyrirspurn um fjárhagsleg viðbrögð Norðurþings vegna covid-19

Málsnúmer 202004001

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 323. fundur - 08.04.2020

Borist hefur erindi frá fiskeldinu Haukamýri ehf. þar sem þess er farið á leit að Norðurþing felli niður gjöld sem félagið greiðir til sveitarfélagsins meðan óvissuástand varir í kringum COVID-19.
Byggðarráð vísar til samþykktar sinnar um frestun þriggja gjaldadaga fasteignagjalda sem gildir fyrir einstaklinga og fyrirtæki í Norðurþingi. Bent er á umsóknargátt sem opnuð verður á heimasíðu Norðurþings á næstu dögum.
Erindi fyrirtækisins verður einnig tekið fyrir í stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 204. fundur - 08.04.2020

Skoða þarf mál þeirra viðskiptavina Orkuveitu Húsavíkur ohf. sem óska eftir því að komið verði til móts við þá fjárhagslega vegna þeirra efnahagslegu áhrifa sem COVID-19 faraldurinn hefur á starfsemi þeirra.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. vísar til samþykktar byggðaráðs um frestun þriggja gjalddaga fasteignagjalda sem gildir fyrir einstaklinga og fyrirtæki í Norðurþingi. Bent er á umsóknargátt sem opnuð verður á heimasíðu Norðurþings á næstu dögum. Orkuveita Húsavíkur ohf. leggur sig fram um að veita viðskiptavinum sínum sem besta þjónustu og því er mikilvægt að einstaklingar og fyrirtæki sem lenda í greiðsluerfiðleikum vegna lausafjárvandræða snúi sér sem fyrst til OH varðandi lausnir á þeim vandræðum.