Fara í efni

Umræða um stöðu sorpmála

Málsnúmer 202004077

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 325. fundur - 30.04.2020

Á 102. fundi sveitarstjórnar þann 21. apríl sl. var eftirfarandi bókað varðandi útboð á sorphirðu 2020;

Undirritaður óskar eftir að eftirfarandi fyrirspurn verið bókuð.
Fram kemur að tilboð lægstbjóðanda felur í sér 66% hækkun sorphirðugjalda, jafnfram hefur verið greint frá því að kostnaðarmat felur í sér 50% hækkun á nefndum gjöldum og að tilboð lægst bjóðanda hafi verið 10% yfir kostnaðaráætlun. Óskað er eftir því að formaður Skipulags og framkvæmdaráðs geri grein fyrir eftirfarandi (þar sem um verulega fjármuni er að ræða fyrir heimilin á þeim mismun sem hér er að finna). Spurt er;
a) Hverjar eru helstu breytingarnar sem fela í sér 50% hækkun á kostnaðarmati?
b) Hver er skýringin á mismuninum þ.e. frá 50% til 66% og í hverju felst hann?
c) Hver verða sorphirðugjöld á heimili á Húsavík og Reykjahverfi í krónum og aurum gefið þau verði hækkuð um 66%?
Bergur Elías Ágústsson

Silja leggur til að spurningunum verði svarað á næsta fundi byggðarráðs.

Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Silja Jóhannesdóttir biður um vikufrest í viðbót til að leggja fram frekari greiningar og minnisblað varðandi hækkun á tilboðsskrá frá Eflu 2020 á núverandi gjöldum. Beiðnin byggist á því að umhverfisstjóri kemur til starfa aftur að loknu fæðingarorlofi 4. maí og hann getur aðstoðað við greiningu svo hún verði nægjanlega ítarleg.

Byggðarráð samþykkir beiðni Silju um vikufrest og tekur málið fyrir aftur að viku liðinni.

Byggðarráð Norðurþings - 326. fundur - 07.05.2020

Á 325. fundi byggðarráðs var bókað;
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Silja Jóhannesdóttir biður um vikufrest í viðbót til að leggja fram frekari greiningar og minnisblað varðandi hækkun á tilboðsskrá frá Eflu 2020 á núverandi gjöldum. Beiðnin byggist á því að umhverfisstjóri kemur til starfa aftur að loknu fæðingarorlofi 4. maí og hann getur aðstoðað við greiningu svo hún verði nægjanlega ítarleg.

Byggðarráð samþykkir beiðni Silju um vikufrest og tekur málið fyrir aftur að viku liðinni.
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð þakkar Gunnari Hrafni fyrir yfirferð á minnisblaði um sorpmál.

Spurningar sem Bergur Elías lagði fram:

a) Hverjar eru helstu breytingarnar sem fela í sér 50% hækkun á kostnaðarmati?
b) Hver er skýringin á mismuninum þ.e. frá 50% til 66% og í hverju felst hann?
c) Hver verða sorphirðugjöld á heimili á Húsavík og Reykjahverfi í krónum og aurum gefið þau verði hækkuð um 66%?


Spurt er um í lið a) hvað skýri um 50% hækkun á kostnaðarmati EFLU sem gert var í aðdraganda nýliðins útboðs frá andvirði þess samnings sem unnið hefur verið eftir frá útboðinu 2015.
Helstu skýringar sem hér koma til eru eftirfarandi. Hækkun launavísitölu frá 2015 til dagsins í dag nemur skv. Hagstofu Ísl. um 37% en hlutfall launa ÍG vegna sorphirðu er í áætlað í kringum 75%. Verðlagsbreytingar tímabilsins 2015-2020 nema skv. Hagstofu Ísl. 11,2%. Gjöld vegna móttöku endurvinnsluúrgangs hafa hækkað umtalsvert á undanförnum árum og hafa mótframlög úrvinnslusjóðs ekki náð á hanga í þeim hækkunum sem orðið hafa. Hækkun gjalda vegna móttöku á lífrænum úrgangi til moltugerðar nemur 15% á milli ára en ekki er hægt að merkja hækkun gjalda svo neinu nemi vegna móttöku sorps til urðunar á Sölvabakka.

Spurt er um í b) lið hvað skýri mismuninn í samanburði á hækkun samninganna frá 2015 og 2020, sem í meðförum hefur annarsvegar verið líst sem 50% eða 64%.
Eins og að ofan greinir er um 50% hækkun á andvirði nýliðins samnings Norðurþings við ÍGF frá 2015 og því kostnaðarmati sem EFLA lagði til grundvallar nýafstöðnu útboði. Sé hinsvegar horft til samanburðar andvirðis samningsins við ÍGF frá 2015 og tilboðsins sem barst frá sama fyrirtæki núna eftir útboðið 2020 er um að ræða 64% hækkun.

Hvað varðar lið c) má segja að miðað við forsendur sem nú liggja fyrir má gera ráð fyrir að stofn sorphirðugjalda í Norðurþingi þurfi að hækka sem nemur 44,7%. Því má áætla að ef sveitarstjórn tekur ákvörðun um að velta þeirri hækkun á íbúa, þyrftu sorphirðugjöld að vera kr. 68.418 pr. íbúðareiningu á árinu 2021 til þess að standa undir kostnaði vegna sorphirðu næsta árs.

Silja Jóhannesdóttir óskar bókað;
Ljóst er að þetta eru staðreyndir varðandi kostnað á sorphirðu. Hinsvegar er ekki búið að taka neina ákvörðun um hækkun á sorphirðugjöldum til íbúa og sveitarfélögum gert að horfa til lífskjarasamninga í allri ákvarðanatöku um gjaldhækkanir. Mín afstaða er sú að ekki er hægt að velta þessum hækkunum á íbúa að öllu leyti.

Bergur Elías Ágústsson óskar bókað;
Undirritaður vill benda á að þegar upp er staðið munu íbúar sem og fyrirtæki sveitarfélagsins þurfa að bera þann kostnað sem af sorphirðu hlýst.

Kolbrún Ada Gunnardóttir óskar bókað;
Ekki verður tekin ákvörðun um breytingu á gjaldskrá fyrir sorphirðu fyrr en við umræðu um fjárhagsáætlun 2021.
Helena Eydís Ingólfsdóttir tekur undir bókun Kolbrúnar Ödu.