Fara í efni

Lokun verslunar Húsasmiðjunnar á Húsavík

Málsnúmer 202110118

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 377. fundur - 04.11.2021

Borist hefur tilkynning frá forstjóra Húsasmiðjunnar um að verslunin muni hætta starfsemi á Húsavík um næstu áramót. Húsasmiðjan hefur því sagt upp leigusamningi vegna Vallholtsvegar 10.

Einnig liggur fyrir erindi frá Ásmundi Skeggjasyni varðandi notkunarmöguleika Vallholtsvegar 8.
Byggðarráð harmar að það sé niðurstaða eigenda Húsasmiðjunnar að hverfa frá Húsavík með tiheyrandi skerðingu á þjónustu við íbúa á svæðinu.
Byggðarráð vísar erindi Ásmundar til fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar.

Fjölskylduráð - 104. fundur - 08.11.2021

Húsasmiðjan lokar verslun sinni við Vallholtsveg 8. Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Ásmundi Skeggjasyni varðandi notkunarmöguleika Vallholtsvegar 8.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 112. fundur - 16.11.2021

Byggðarráð harmar að það sé niðurstaða eigenda Húsasmiðjunnar að hverfa frá Húsavík með tiheyrandi skerðingu á þjónustu við íbúa á svæðinu.
Byggðarráð vísar erindi Ásmundar til fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur sig ekki hafa not fyrir eignina að svo stöddu.