Fara í efni

Erindi varðandi sorpílát á Raufarhöfn og víðar

Málsnúmer 202111068

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 112. fundur - 16.11.2021

Hjörtur Skúlason sendir eftirfarandi erindi á Skipulags og framkvæmdanefnd.

"Ég fer hér fram á að Norðurþing útvegi heimilum ílát fyrir heimilissorp í öllu Norðurþingi.
Ílát eiga að vera innifalin í sorphirðugjaldi."

í rökstuðningi var m.a. vitnaði í 8.gr. í "Samþykt um meðhöndlun úrgangs í Norðurþingi".

"8. gr.
Sorpílát.
Norðurþing leggur heimilum í sveitarfélaginu til sorpílát undir venjulegan heimilisúrgang,
endurvinnsluefni og lífrænan úrgang. Húseigendur eða húsráðendur skulu nota þau ílát við geymslu
úrgangs sem framkvæmdanefnd ákveður hverju sinni í samræmi við lög og reglur þar að lútandi.
Húsráðendur skulu halda ílátum hreinum og í góðu ástandi.
Á stöðum þar sem aðstæður leyfa ekki að sorpílátum sé stillt upp við hvert heimili er heimilt að
setja upp sameiginleg sorpílát fyrir fleiri en eitt heimili. Skal þess þá gætt að aðgengi íbúa að ílátum
sé eins gott og við verður komið. Jafnframt er heimilt að verða við óskum húseigenda um sameiginleg sorpílát að fengnu samþykki allra hlutaðeigandi.
Í dreifbýli er framkvæmdanefnd heimilt, í samráði við heilbrigðisnefnd og skipulagsnefnd, að
setja upp gáma fyrir heimilisúrgang á stöðum þar sem aðgengi er gott í stað þess að sækja heimilisúrgang á hvert heimili.
Ekki er skylt að hirða úrgang sem ekki er í viðurkenndum sorpílátum."
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur vel í erindið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að leita til þjónustuaðila sorphirðu um að bæta við almennum tunnum í þéttbýli Kópaskers og Raufarhafnar í samræmi við 8.gr. Samþykktar um meðhöndlun úrgangs í Norðurþingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð stefnir á, í samræmi við ný lög, að hefja hirðingu lífræns úrgangs í þéttbýli Kópaskers og Raufarhafnar 2023.