Fara í efni

Hafnarmál 2022

Málsnúmer 202202113

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 120. fundur - 01.03.2022

Til kynningar og umræðu.
Umræður um uppbyggingu í og við hafnir Norðurþings.

Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 125. fundur - 03.05.2022

Til kynningar. Dýpkun Kópaskershafnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir viðhaldsdýpkun í Kópaskershöfn frá landi og felur hafnastjóra að hefja framkvæmdir.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 2. fundur - 27.07.2022

Ýmis mál hafna Norðurþings
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings ætlar að hitta fyrir hagsmunaaðila sem nýta sér hafnaraðstöðu Norðurþings.
Nú þegar hefur Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings haldið fund með forsvarsmönnum PCC.
Tilefni fundarins var að hefja formlegar umræður um hafnaraðstöðu við Húsavíkurhöfn gagnvart núverandi rekstri og framtíðarplönum fyrirtækisins.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 4. fundur - 28.09.2022

Ýmis hafnamál, til umræðu.
Farið var yfir ýmis framkvæmda- og uppbyggingarverkefni á höfnum Norðurþings.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 5. fundur - 20.10.2022

Ýmis hafnarmál.
Viðræður við forsvarsmenn GPG Seafood ehf.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings þakkar forsvarsmönnum GPG Seafood ehf fyrir komuna.
Farið var yfir framtíðarsýn og þarfir fyrirtækisins á höfnum Norðurþings.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 6. fundur - 03.11.2022

Ýmis hafnamál.
Hafnarstjóri kynnti fyrir hafnastjórn framvindu mála tengdum hafnabótum við Húsavíkurhöfn.
Siglingasvið Vegagerðarinnar ætla að hefja heildstæða hönnun á hafnasvæði Húsavíkur í byrjun árs 2023 sem m.a. miðar að því að auka viðleguöryggi innan hafnar.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 8. fundur - 25.01.2023

Ýmis hafnamál.

Fulltrúar Norðursiglingar mættu á fund.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings þakkar fulltrúum Norðursiglingar, Stefáni Jóni og Heimi, fyrir komuna. Fóru þeir yfir stöðu Norðursiglingar og framtíðarsýn fyrirtækisins.