Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings

5. fundur 20. október 2022 kl. 16:00 - 21:44 Norðurgarður 5
Nefndarmenn
  • Eiður Pétursson formaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri
Dagskrá

1.Gjaldskrá hafna Norðurþings 2023

202208119

Fyrir Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggur gjaldskrá hafnasjóðs fyrir árið 2023, til umræðu.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings fór yfir drög að gjaldskrá hafna Norðurþings fyrir 2023

2.Fjáhagsáætlun hafnasjóðs Norðurþings 2023

202210069

Fyrir Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggur fyrir drög að fjárhagsáætlun Hafnasjóðs fyrir árið 2023
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings fór yfir drög að fjárhagsáætlun hafnasjóðs fyrir árið 2023

3.Endurbygging og lenging Þvergarðs

202203017

Fyrir Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggja gögn varðandi fyrirhugaða lengingu á Þvergarði við suðurhöfn Húsavíkurhafnar.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings fór yfir fyrirhugaða framkvæmd við Þvergarð á Húsavík.

4.Hafnarmál 2022

202202113

Ýmis hafnarmál.
Viðræður við forsvarsmenn GPG Seafood ehf.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings þakkar forsvarsmönnum GPG Seafood ehf fyrir komuna.
Farið var yfir framtíðarsýn og þarfir fyrirtækisins á höfnum Norðurþings.

Fundi slitið - kl. 21:44.