Fara í efni

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings

2. fundur 27. júlí 2022 kl. 16:00 - 19:00 Fundarsalur hafna Norðurgarði 5
Nefndarmenn
  • Eiður Pétursson formaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri
Dagskrá

1.Samgönguáætlun 2023-2027

Málsnúmer 202206106Vakta málsnúmer

Endurnýjun umsóknar hafnasjóðs um verkefni á samgönguáætlun 2023-2027
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings fór yfir endurnýjun umsókna hafnasjóðs um verkefni á samgönguáætlun 2022-2027.
Í ljósi mikilla breytinga á hafnarstarfsemi á Húsavík, þeim aðstæðum sem geta skapast í höfninni og mögulegum verkefnum sem eru til skoðunnar er nauðsynlegt að ráðast í heildstæða hönnun á hafnarsvæðum og greina hvað þarf að gera til að auka viðleguöryggi og skapa viðunandi aðstæður til að nýta sem best þá fjárfestingu sem er til staðar. Greina hvað þarf að gera til að sinna þeim verkefnum sem þegar er til staðar og þegar og ef önnur verkefni verða að veruleika.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings óskar eftir samþykki sveitastjórnar Norðurþings að farið verði í heildstæða hönnun á hafnaraðstöðu á Húsavík.

2.Hafnarmál 2022

Málsnúmer 202202113Vakta málsnúmer

Ýmis mál hafna Norðurþings
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings ætlar að hitta fyrir hagsmunaaðila sem nýta sér hafnaraðstöðu Norðurþings.
Nú þegar hefur Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings haldið fund með forsvarsmönnum PCC.
Tilefni fundarins var að hefja formlegar umræður um hafnaraðstöðu við Húsavíkurhöfn gagnvart núverandi rekstri og framtíðarplönum fyrirtækisins.

Fundi slitið - kl. 19:00.