Fara í efni

Deiliskipulag íbúðarsvæðis Í1 á Húsavík

Málsnúmer 202309044

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 167. fundur - 12.09.2023

Fyrir fundi liggur tillaga að skipulags- og matslýsingu fyrir íbúðarsvæði Í1 á Húsavík. Skipulagssvæði spannar Lyngbrekku og óbyggt svæði norðan Lyngbrekku.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna lagfæringar á skipulags- og matslýsingunni til samræmis við umræður á fundinum. M.a. vantar tímaáætlun á skipulagsferlið. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin með breytingum verði kynnt samkvæmt ákvæðum skipulagslaga.

Sveitarstjórn Norðurþings - 137. fundur - 28.09.2023

Á 167. fundi skipulags- og framkvæmdráðs, var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna lagfæringar á skipulags- og matslýsingunni til samræmis við umræður á fundinum. M.a. vantar tímaáætlun á skipulagsferlið. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin með breytingum verði kynnt samkvæmt ákvæðum skipulagslaga.
Til máls tók: Soffía.

Tillaga skipulags- og framkvæmdaráðs er samþykkt samhljóða.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 176. fundur - 05.12.2023

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar vegna deiliskipulags Íbúðarsvæðis Í1 á Húsavík. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Rarik, Vegagerðinni, Skipulagsstofnun og Slökkviliði Norðurþings.

Minjastofnun telur að vinna þurfi nýja fornleifaskráningu á skipulagssvæðinu í ljósi þess að fyrirliggjandi skráning uppfylli ekki staðla Minjastofnunar. Ennfremur telur Minjastofnun að útbúa þurfi skrá yfir fyrirliggjandi mannvirki innan skipulagssvæðisins, þar sem fram komi lóðarheiti, byggingarár og aðalhönnuður.

HNE gerir ekki athugasemd við skipulagslýsinguna en minnir engu að síður á að skipulagssvæðið liggur nærri Tjörnesbrotabelti.

Rarik gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna, en minnir á jarðstrengi sem liggja í gegn um fyrirhugað íbúðarsvæði.

Vegagerðin bendir á að drög að vegtengingum (utan skipulagssvæðis) kalla á færslu Norðausturvegar (85). Útfærsla, hönnun og staðsetning hringtorgs þarf að vera í samráði við Vegagerðina. Vegagerðin mælir gegn fimm arma hringtorgi eins og sýnd er á uppdrætti í greinargerð.

Skipulagsstofnun veltir því upp hvort tilefni sé til að skilgreina varúðarsvæði vegna jarðganga með takmörkunum á framkvæmdum. Stofnunin telur einnig að gera þurfi grein fyrir núverandi byggingum og setja fram viðeigandi skilmála ef við á.

Slökkvilið Norðurþings minnir á að fyrirhuguð íbúðarbyggð mun liggja nærri Tjörnesbrotabelti. Æskilegt sé að kanna hvort óþekktar jarðsprungur séu innan skipulagssvæðisins.




Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar framkomnar ábendingar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna tillögu að deiliskipulagi þar sem tekið verður tillit til þeirra sjónarmiða sem fram koma í umsögnum.