Fara í efni

Skilti fyrir söfnin á Húsavík

Málsnúmer 202402084

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 182. fundur - 27.02.2024

Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga hefur sótt um leyfi fyrir uppsetningu á skiltum á Húsavík
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar að taka afstöðu til erindisins og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að óska eftir skýrari gögnum er varða staðsetningu og stærð skiltanna til samræmis við 3. gr. samþykktar um skilti í Norðurþingi.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 183. fundur - 12.03.2024

Sigríður Örvarsdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga óskar leyfis Norðurþings til að setja upp tvö skilti sem merkja Safnahúsið á Húsavík, Hvalasafnið á Húsavík og Könnunarsafnið og að auki eitt leiðbeinandi skilti við Verbúðarþak sem vísar veginn að Safnahúsi.
Skipulags- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við að sett verði upp skilti á þaki Hafnarstéttar 19 að fengnu samþykki lóðarhafa. Ráðið samþykkir ekki aðrar hugmyndir að skiltum né að taka þátt í kostnaði við uppsetningu skiltis.