Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

225. fundur 10. nóvember 2021 kl. 13:00 - 14:55 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Starfsmenn
  • Benedikt Þór Jakobsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Benedikt Þór Jakobsson Rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur
Dagskrá

1.Málefni Stekkjarholts í Reykjahverfi

Málsnúmer 202107038Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að ræða málefni Stekkjarholts í Reykjahverfi.
Örlygur Hnefill Örlygsson og Valgerður Gunnarsdóttir mættu á fundinn og komu sínum sjónarmiðum á framfæri við stjórn.

Rekstrarstjóra er falið að afla gagna í samræmi við umræður stjórnar á fundinum.

2.Gjaldskrá Orkuveitu Húsavíkur ohf 2022

Málsnúmer 202110114Vakta málsnúmer

Óskað er afstöðu stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. til breytinga á gjaldskrá félagsins fyrir árið 2022.


https://www.oh.is/static/files/Verdskra/gjaldskra-orkuveitu-husavikur.pdf
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir gjaldskrárhækkun upp á 2,4% á milli ára.

3.Fjárhagsáætlun Orkuveitu Húsavíkur 2022

Málsnúmer 202109072Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur liggur fjárhagsáætlun fyrir árið 2022
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir fyrirliggandi fjárhagsáætlun. Hún gerir ráð fyrir jákvæðri afkomu að upphæð um 70 m.kr., á starfsárinu 2022.

4.Framkvæmdaáætlun Orkuveitu Húsavíkur 2022

Málsnúmer 202110105Vakta málsnúmer

Á 224. fundi stjórnar var eftirfarandi bókað: Farið var yfir framkvæmdarlista næsta árs, er lúta að vatnsveitu, fráveitu og hitaveitu. Skilgreining forgangsröðun verkefna á næsta fundi.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir ráðstöfunarfé til framkvæmda að upphæð 162,5 m.kr. sem skiptist á milli kjarnastrfsemi orkuveitunnar sem er hitaveita, vatnsveita og fráveita.

Fundi slitið - kl. 14:55.