Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

263. fundur 24. febrúar 2025 kl. 13:00 - 15:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Valdimar Halldórsson varaformaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson varamaður
Starfsmenn
  • Benedikt Þór Jakobsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Benedikt Þór Jakobsson Rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur
Dagskrá

1.Hlutafjáraukning Hrafnabjargavirkjunar hf.2025

Málsnúmer 202502008Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf. á 48,7% hlut í Hrafnabjargavirkjun hf. Ákvað stjórn Hrafnabjargavirkjunar hf. á fundi að innkalla nýtt hlutafé inn að upphæð 512.500kr. Hlutur Orkuveitu Húsavíkur ohf. er 250.000kr.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir fyrirliggjandi hlutafjáraukningu.

2.Umboð vegna aðalfunda aðildafélaga

Málsnúmer 202202085Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að veita stjórnarformanni og rekstrarstjóra að fara með umboð OH á aðalfundum í félögum sem OH á hlutdeild í.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. veitir stjórnarformanni og rekstrarstjóra umboð félagsins á aðalfundum í félögum sem Orkuveitan á hlutdeild í.

3.Erindi til Orkuveitu Húsavíkur ohf. vegna orkukaupa.

Málsnúmer 202412006Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggur ákvörðun um fyrirhugaða sölu á heitu vatni til Íslandsþara ehf. til þurrkunar á stórþara við suðurfjöru á Húsavík.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. frestar ákvörðun í málinu og felur rekstrarstjóra að eiga samtal við Íslandsþara um framhald verkefnisins um nýtingu á heitu vatni til þurrkunar í samræmi við þau gögn sem liggja fyrir.

4.Jarðhitaleit á landi Húsavíkur 2024

Málsnúmer 202311084Vakta málsnúmer

Árið 2024 voru boraðar nokkrar hitastigulsholur í landi Húsavíkur í von um að finna heitt vatn. fyrir stjórn liggur til kynningar greinagerð frá ÍSOR um holurnar sem boraðar voru árið 2024.
Drög af skýrslu lögð fram. Endanleg útgáfa mun verða birt fljótlega.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202502069Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur trúnaðarmál.
Niðurstaða rituð í trúnaðarbók.

6.Kynning rekstrarstjóra á stöðu mála

Málsnúmer 202208057Vakta málsnúmer

Rekstrarstjóri fer yfir helstu mál Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. þakkar góða yfirferð rekstrarstjóra.

Fundi slitið - kl. 15:45.