Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

151. fundur 26. apríl 2016 kl. 15:00 - 15:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Pétur Vopni Sigurðsson framkv.- og þjónustufullt
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
  • Ingibjörg Árnadóttir
  • Erna Björnsdóttir varamaður
  • Soffía Helgadóttir varamaður
  • Gunnlaugur Stefánsson
  • Sif Jóhannesdóttir
  • Kjartan Páll Þórarinsson
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Árnadóttir
Dagskrá
Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2016

1.OH Ársreikningur 2015

Málsnúmer 201604148Vakta málsnúmer

Gunnlaugur Aðalbjarnarson fór yfir ársreikn Orkuveitu Húsavíkur ohf. fyrir árið 2015. Áritun endurskoðanda er fyrirvaralaus. Rekstrarreikningur: Rekstrartekjur Orkuveitu Húsavíkur vegna ársins 2015 námu 321,8 m.kr. Rekstrarhagnaður var 90,9 m.kr. en afskriftir námu 81,7 m.kr. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 96,9 m.kr. Hagnaður ársins eftir skatta nam 164,5 m.kr. Efnahagur: Í árslok 2015 voru eignir félagsins bókfærðar á 2.593,5 m.kr. og var eiginfjárhlutfall 66% Sjóðstreymi: Handbært fé frá rekstri var 162,3 m.kr. Fjárfestingarhreyfingar voru 639 m.kr. Hækkun á handbæru fé var 826,5 m.kr. og var handbært fé í árslok 1.031 m.kr.

Athugasemd kom frá Gunnlaugi Stefánssyni þar sem ársskýrsla félagsins hefur ekki verið gerð eins og á liðnum árum.
Ársreikningur var borinn upp og samþykktur.

2.OH Ráðstöfun hagnaðar

Málsnúmer 201604149Vakta málsnúmer

Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði arður kr. 100.000.000.- til eiganda.
Tillagan var borin upp og samþykkt.

3.OH Kjör stjórnar

Málsnúmer 201604150Vakta málsnúmer

Gunnlaugur Aðalbjarnarson lagði fram tillögu að stjórn og varamönnum stjónar.
Aðalmenn: Erna Björnsdóttir, Óli Halldórsson og Jónas Einarsson
Varamenn: Sigurgeir Höskuldsson, Soffía Helgadóttir og Guðmundur Halldórsson.
Tillagan var borin upp og samþykkt.

4.OH Kjör endurskoðanda

Málsnúmer 201604151Vakta málsnúmer

Aðalfundur leggur til að endurskoðandi félagsins verði Deloitte.
Tillagan var borin upp og samþykkt.

5.OH Laun stjórnar

Málsnúmer 201604152Vakta málsnúmer

Gunnlaugur Aðalbjarnarson lagði fram tillögu um að laun stjórnar verði áfram til samræmis við nefndarlaun Norðurþings.
Tillagan var borin upp og samþykkt.

6.OH Önnur mál

Málsnúmer 201604153Vakta málsnúmer

Kristján Þór Magnússon tók til máls um málefni slökkviveitna á Bakka.

7.OH Skýrsla stjórnar

Málsnúmer 201604147Vakta málsnúmer

Stjórnarformaður Orkuveitu Húsavíkur ohf. Erna Björnsdóttir setti fundinn og tilnefndi starfsmenn fundar. Ingibjörg Árnadóttir ritar fundinn og Gunnlaugur Aðalbjarnarson stjórnar fundi. Gunnlaugur tók til máls og fór yfir dagskrá fundar. Erna flutti stutt ávarp í upphafi fundar. Pétur Vopni Sigurðsson fór síðan yfir helstu verkefni Orkuveitu Húsavíkur ohf. á liðnu ári.

Fundi slitið - kl. 15:50.