Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

160. fundur 14. mars 2017 kl. 09:00 - 10:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Ingibjörg Árnadóttir starfsmaður í stjórnsýslu
  • Erna Björnsdóttir formaður
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufullt
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Lánamál Orkuveitu Húsavíkur

Málsnúmer 201702147Vakta málsnúmer

Í ljósi ákvörðunar ríksstjórnarinnar um afnám gjaldeyrishafta og ákvörðunar OH frá því í endann febrúar sl. um að greiða upp erlent lán OH, liggur fyrir fundinum að fara yfir stöðu málsins. Á fundinn mættu Hlynur Hreinsson, ráðgjafi hjá Landsbankanum og Róbert Ragnarsson ráðgjafi Norðurþings. Einnig sátu fundinn Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri og Ingibjörg Árnadóttir af fjármálasviði Norðurþings.
Óskað var eftir heimild Seðlabanka Íslands til að greiða upp erlent lán OH, en sú heimild var ekki afgreidd fyrir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um afnám gjaldeyrisihafta. Í því ljósi er OH nú frjálst að greiða upp lánið óháð heimild Seðlabankans, fram til 7. apríl n.k. Fyrri ákvörðunar stjórnar OH um uppgreiðslu lánsins stendur.

Stjórnarformaður bar þó upp þá tillögu að fresta uppgreiðslunni til allt að 7. apríl.

Tillagan samþykkt með atkvæðum Ernu og Jónasar. Guðmundur sat hjá.

Fundi slitið - kl. 10:00.