Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

46. fundur 08. október 2019 kl. 14:00 - 16:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Nanna Steina Höskuldsdóttir varamaður
  • Egill Aðalgeir Bjarnason varamaður
  • Ásta Hermannsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Smári Jónas Lúðvíksson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Nanna Steina Höskuldsdóttir sat fundinn í fjarfundi.
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir lið 1.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir liðum 2-4.
Smári Jónas Lúðvíksson umhverfisstjóri sat fundinn undir liðum 5-6.
Kristjan Þór Magnusson sveitarstjóri sat fundinn undir lið 8.
Sesselja Árnadóttir hjá KPMG sat fundinn undir lið 8, í síma.

1.Fjárhagsáætlun hafnasjóðs 2020.

Málsnúmer 201909117Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.Breyting á aðalskipulagi vegna fiskeldis á Röndinni

Málsnúmer 201909029Vakta málsnúmer

Frumtillaga að aðalskipulagsbreytingu vegna fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni, Kópaskeri, var kynnt í Öxi á Kópaskeri 25. september s.l. Í kjölfar fundarins hefur nú verið útbúin tillaga að breytingu aðalskipulagsins. Skipulagsbreytingin felst í grófum dráttum í því að athafnasvæði A3 er breytt í iðnaðarsvæði I1. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að aðalskipulagsbreytingu.
Skipulags- og framkvæmdarráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu aðalskipulags verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

3.Samkomulag um fyrirkomulag skipulagsvinnu á Röndinni á Kópaskeri

Málsnúmer 201811029Vakta málsnúmer

Frumtillaga að deiliskipulagi vegna fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni, Kópaskeri, var kynnt í Öxi á Kópaskeri 25. september s.l. Í kjölfar fundarins hefur nú verið útbúin tillaga að deiliskipulaginu. Skipulagstillagan er sett fram á einum uppdrætti (A1, mkv. 1:1000) auk greinargerðar. Greinargerð skipulagstillögunnar innifelur einnig umhverfisskýrslu. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir einni lóð (34.375 m²) undir fiskeldi á skipulagreitnum. Á lóðinni er gert ráð fyrir fjórum byggingarreitum fyrir fiskeldisker, byggingarreitur fyrir þjónustuhús auk þess sem afmarkaðir eru byggingarreitir fyrir fóðursíló og seyrutanka.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að deiliskipulagi verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga, samhliða breytingu aðalskipulags sama svæðis.

4.Fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarmála 2020

Málsnúmer 201909127Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu sína að fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarmála fyrir árið 2020. Tillagan er til samræmis við framlagðan fjárhagsramma.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til byggðaráðs.

5.Rekstraráætlun 2020 - 11 Umhverfismál

Málsnúmer 201909125Vakta málsnúmer

Til yfirferðar og umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði liggja fyrir útgönguspár fyrir rekstrarárið 2019 vegna reksturs málaflokka 08-Hreinlætismál og 11-Umhverfismál. Einnig liggja fyrir áætlanir vegna reksturs sömu málaflokka fyrir rekstrarárið 2020.
Lagt fram til kynningar.

6.Gjaldskrá sorphirðu 2020

Málsnúmer 201910030Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja drög að gjaldskrá vegna sorphirðu fyrir árið 2020.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá sem felur í sér almenna hækkun á sorphirðugjaldi og gjaldi fyrir urðun á urðunarstöðum um 2,5%. Ráðið vísar gjaldskránni til samþykktar í sveitarstjórn.

7.Umræður um fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 201910049Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Fyrirspurn vegna skipulagsbreytinga á framkvæmdasviði

Málsnúmer 201910040Vakta málsnúmer

Fyrirspurn frá Hjálmari Boga Hafliðasyni vegna skipulagsbreytinga á framkvæmdasviði.
Undirritaður óskar eftir skriflegu svari vegna auglýsingar á nýju starfi sem varð til við sameiningu bæjarverkstjóra á Húsavík og umhverfisstjóra Norðurþings. Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 11. júní síðastliðinn var samþykkt að auglýsa starfið laust til umsóknar.
a)
Hvar er vinna við auglýsingarferlið?
b)
Hvaða áherslur liggja til grundvallar auglýsingunni?
c)
Liggur fyrir erindisbréf vegna þessa nýja starfs?

Óskað er eftir svari fyrir næsta fund ráðsins.
Hjálmar Bogi Hafliðason.

Skipulags- og framkvæmdaráð felur sveitarstjóra að svara erindinu og leggja fyrir ráðið að viku liðinni.

Fundi slitið - kl. 16:20.