Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Ytri hafnarmörk - fyrirspurn til aðildarhafna
202203041
Á 442. stjórnarfundi Hafnasambands Íslands, sem var haldinn 18. febrúar sl., var fjallað um
áform um breytingar á hafnalögum nr. 61/2003. Breytingin sem um ræðir hljóðar svo:
„Hafnarsvæði nær til ystu marka varanlegra hafnarmannvirkja sem eru óaðskiljanlegur hluti hafnarinnar, eða til þeirra marka sem helgast af náttúrulegum landfræðilegum þáttum er skýla vogum og víkum eða svipuðum skýldum svæðum. Við afmörkun hafnarsvæða skal jafnframt
horft til lóðspunkta og annarra svæða sem tengjast starfsemi hafnar.“
Mikilvægt er fyrir stjórn hafnasambandsins að hafa þessar upplýsingar til að sjá
heildarstöðuna því aðstæður geta verið og eru ólíkar og ekki vit í því að taka þessa umræðu
við ráðuneyti og þing fyrr en þessi gögn liggja fyrir frá aðildarhöfnum.
Stjórn hafnasambandsins óskar því eftir að aðildarhafnir farir yfir og skoði hvaða áhrif eftirfarandi breyting á skilgreiningu hafnarsvæðis hafi á viðkomandi hafnasjóð.
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja til kynningar svör hafnarstjóra við fyrirspurnum stjórnar Hafnarsambands Íslands.
áform um breytingar á hafnalögum nr. 61/2003. Breytingin sem um ræðir hljóðar svo:
„Hafnarsvæði nær til ystu marka varanlegra hafnarmannvirkja sem eru óaðskiljanlegur hluti hafnarinnar, eða til þeirra marka sem helgast af náttúrulegum landfræðilegum þáttum er skýla vogum og víkum eða svipuðum skýldum svæðum. Við afmörkun hafnarsvæða skal jafnframt
horft til lóðspunkta og annarra svæða sem tengjast starfsemi hafnar.“
Mikilvægt er fyrir stjórn hafnasambandsins að hafa þessar upplýsingar til að sjá
heildarstöðuna því aðstæður geta verið og eru ólíkar og ekki vit í því að taka þessa umræðu
við ráðuneyti og þing fyrr en þessi gögn liggja fyrir frá aðildarhöfnum.
Stjórn hafnasambandsins óskar því eftir að aðildarhafnir farir yfir og skoði hvaða áhrif eftirfarandi breyting á skilgreiningu hafnarsvæðis hafi á viðkomandi hafnasjóð.
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja til kynningar svör hafnarstjóra við fyrirspurnum stjórnar Hafnarsambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.
2.Endurbygging og lenging Þvergarðs
202203017
Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggja gögn til kynningar um fyrirhugaðar framkvæmdir við Þvergarð ásamt uppdrætti af dýpkun Húsavíkurhafnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur hafnarstjóra að óska eftir dýpkun til samræmis við meðfylgjandi teikningu. Einnig felur ráðið hafnarstjóra að halda áfram að vinna að dýpkun í höfninni á Kópaskeri.
3.Framkvæmdaáætlun og þriggja ára áætlun framkvæmdasvið 2022
202111048
Lögð er fram uppfærð framkvæmdaáætlun fyrir árið 2022.
Lagt fram til kynningar.
4.Gatnagerð að nýjum golfskála
201810006
Til kynningar eru teikningar af hönnun á veg sem tengir saman Langholt og
Golfskálaveg.
Golfskálaveg.
Skipulags-og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að bjóða þann hluta verksins út sem samkomulag um uppbyggingu nýrrar golf- og frístundaaðstöðu kveður á um.
5.Framtíðarsýn og umræður um uppbyggingu innviða á fræðslu- og tómstundasviði Norðurþings
202109098
Stjórnendur á fjölskyldusviði ásamt fulltrúum fjölskylduráðs hafa unnið að samantekt á hverskonar húsnæði þarf að byggja undir frístunda- og tómstundastarf á Húsavík. Málið er til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráði sem þarf að aðstoða við greiningu á því hvar starfseminni og uppbyggingu húsnæðisins verði best fyrir komið.
Lagt fram til kynningar.
6.Valkostagreining fyrir mögulega úthlutun lóðar til Íslandsþara ehf
202203032
Til kynningar og umræðu er lagt fram vinnuskjal sviðsstjóra um álitamál er snúa að mögulegri uppbyggingu Íslandsþara ehf á stórþaravinnslu á Húsavík.
Lagt fram til kynningar.
7.Búðarvöllur
202203012
Umræður um framtíð og framhald á yfirborðsfrágangi á Búðarvelli.
Skipulags-og framkvæmdaráð felur framkvæmda-og þjónustufulltrúa að halda áfram með þá vinnu með Minjastofnun sem hafin var um fornleifarannsóknir á Búðarvelli.
Heiðar Hrafn, Hjálmar Bogi og Kristján Friðrik óska bókað:
Best væri að malbika Búðarvöll sem fyrst til að loka sárinu hvað sem liggur þar undir.
Heiðar Hrafn, Hjálmar Bogi og Kristján Friðrik óska bókað:
Best væri að malbika Búðarvöll sem fyrst til að loka sárinu hvað sem liggur þar undir.
8.Skútustaðahreppur óskar eftir umsögn vegna breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps
202202117
Skútustaðahreppur kynnir skipulags- og matslýsingu fyrir fyrirhugaðrar breytingar aðalskipulags Skútustaðahrepps 2011-2023 vegna efnistökusvæðis í landi Garðs. Fyrir liggur skipulags- og matslýsing fyrir skipulagsbreytingunni dags. 11. febrúar 2022.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulags- og matslýsingu.
9.Erindi til sveitarstjórnarmanna vegna funda um stefnumótun 2022
202202110
Byggðarráð vísar erindinu til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Lagt fram til kynningar.
10.Framkvæmdir árið 2022
202203040
Til umræðu eru fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu 2022
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 14:45.
Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri, sat fundinn undir lið 5.