Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

153. fundur 18. apríl 2023 kl. 13:00 - 14:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Kolbrún Heiða Valbergsdóttir varaformaður
  • Stefán Haukur Grímsson varamaður
  • Reynir Ingi Reinhardsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Freyr Stefánsson varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
  • Sigurdís Sveinbjörnsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Sigurdís Sveinbjörnsdóttir aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá
Bergþór Bjarnason fjármálastjóri sat fundinn undir liðum 1-5.

Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn í fjarfundi.

1.Framkvæmdaáætlun 2023

Málsnúmer 202210015Vakta málsnúmer

Bergþór Bjarnason, Fjármálastjóri Norðurþings kemur á fund og fer yfir stöðu framkvæmdaáætlunar 2023.
Lagt fram til kynningar

2.Umsókn um styrk til húsafriðunarsjóðs, Kvíabekkur

Málsnúmer 202211149Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð bókaði eftirfarandi á 152. fundi sínum 4 apríl sl.

Skipulags- og framkvæmdaráð frestar málinu til næsta fundar ráðsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð um skipti á þakjárni og þakkanti á framhúsi Kvíabekks.

3.Dimmuborgir ehf sækir um lóð að Ásgarðsvegi 28

Málsnúmer 202304006Vakta málsnúmer

Dimmuborgir ehf. óska eftir úthlutun lóðarinnar að Ásgarðsvegi 28 til uppbyggingar sex íbúða raðhúss. Með erindi fylgja upplýsingar um byggingaráform.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar úthlutun lóðarinnar og felur sviðsstjóra að meta kostnað við að gera lóðina byggingarhæfa, í samráði við rekstrarstjóra Orkuveitu Húsavíkur.

4.Umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi að Stóragarði 20

Málsnúmer 202303075Vakta málsnúmer

Á 150. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 21. mars 2023 var til umfjöllunar umsókn um byggingarleyfi fyrir 5 hæða fjölbýlishúsi að Stóragarði 20.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestaði málinu og fól sveitarstjóra að eiga samtal við lóðarhafa vegna fyrirliggjandi byggingaráforma.

Fyrir fundinum nú liggur minnisblað sveitarstjóra og fjármálastjóra um lausnir til björgunar og brunavarna í byggingum yfir 3 hæðir. Tillaga að lausn felur í sér kaup á sérhæfðum björgunarbúnaði til mannbjörgunar af efri hæðum húsa.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar kaupum á björgunartæki vegna mannbjörgunar af svölum efri hæða til fjárhagsáætlunarvinnu komandi árs til samræmis við minnisblað. Ráðið heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform fyrir fyrirhugaðri byggingu að Stóragarði 20.

5.Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Garðarsbraut 11

Málsnúmer 202304036Vakta málsnúmer

Sóknarnefnd Húsavíkursóknar óskar byggingarleyfis fyrir viðbyggingu við Bjarnahús að Garðarsbraut 11. Fyrir liggja teikningar unnar af Bjarna Reykjalín arkitekt. Viðbygging felst í stigahúsi (kjallari, hæð og ris) með lyftu austan á húsið. Jafnframt er óskað samþykkis fyrir nýjum neyðarútgangi á norðurhlið kjallara.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna erindið lóðarhöfum að Garðarsbraut 13, Ketilsbraut 11, 13 og 15 áður en afstaða er tekin til erindisins. Umsækjandi þarf að framvísa umsögnum Minjastofnunar og Vinnueftirlits vegna fyrirhugaðra breytinga hússins.

Fundi slitið - kl. 14:30.