Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Ósk um umsögn vegna rekstrarleyfi veitinga fyrir Gunnubúð Raufarhöfn
Málsnúmer 202501089Vakta málsnúmer
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar um rekstrarleyfi til sölu veitinga (flokkur II - C) fyrir Gunnubúð að Aðalbraut 35 á Raufarhöfn. Forsvarsmaður rekstrarleyfis yrði Reynir Þorsteinsson.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn varðandi veitingu rekstrarleyfisins fyrir hönd Norðurþings.
2.Ósk um frest vegna skila á teikningum fyrir Hraunholt 9
Málsnúmer 202501086Vakta málsnúmer
Sveinn Veigar Hreinsson óskar eftir fresti til að skila inn teikningum af húsi á lóðina að Hraunholti 9. Sveinn Veigar fékk úthlutað lóðinni Hraunholt 11-13 í júní 2024, en nafni lóðarinnar var breytt í Hraunholt 9 með deiliskipulagsbreytingu.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að veita lóðarhafa frest til loka apríl n.k. til að skila inn fullnægjandi teikningum af húsi á lóðina.
3.Hultin ehf.sækir um stöðuleyfi fyrir tvo gáma á Röndinni, Kópaskeri
Málsnúmer 202501124Vakta málsnúmer
Hultin ehf óskar stöðuleyfis fyrir tveimur 12 m gámum sem komið verði fyrir með 12 m millibili á Röndinni á Kópaskeri. Þak yrði byggt yfir gámana til að skapa skýlt svæði. Meðfylgjandi erindi er rissmynd af fyrirkomulagi og óskaðri staðsetningu. Heildarhæð þaks er 5,47 m.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á stöðuleyfi fyrir gámunum tveimur og þaki á milli þeirra til loka febrúar 2026. Nánari staðsetning verði ákvörðuð á staðnum í samráði við sviðsstjóra.
4.Ósk um stofnun lóðar fyrir íbúðarhúsið á Litlu-Reykjum
Málsnúmer 202501122Vakta málsnúmer
Hákon Jensson, f.h. Þráins Ómars Sigtryggsonar landeiganda, óskar samþykki fyrir stofnun lóðar utan um íbúðarhúsið að Litlu-Reykjum. Lóðin fái heitið Litlu-Reykir 2. Meðfylgjandi erindi er tillaga að merkjalýsingu unnin af Hákoni Jenssyni merkjalýsanda. Lóðin er hnitsett á uppdrætti, 9.769,0 m².
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðarstofnunin verði samþykkt og að lóðin fái heitið Litlu-Reykir 2.
5.Tillögur að flokkun tíu vindorkuverkefna, mál nr.72025
Málsnúmer 202501128Vakta málsnúmer
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 7/2025; Tillögur að flokkun tíu vindorkuverkefna.
Verkefnastjórn rammaáætlunar leggur til að allir tíu vindorkukostirnir sem eru til umfjöllunar í máli 7/2025, þ.m.t. Hnotasteinn á Hólaheiði, verði settir í biðflokk.
Umsagnarfrestur er til og með 24.04.2025.
Verkefnastjórn rammaáætlunar leggur til að allir tíu vindorkukostirnir sem eru til umfjöllunar í máli 7/2025, þ.m.t. Hnotasteinn á Hólaheiði, verði settir í biðflokk.
Umsagnarfrestur er til og með 24.04.2025.
Lagt fram til kynningar.
6.Borgarhólsskóli - Morgunverður nemenda.
Málsnúmer 202411073Vakta málsnúmer
Á 208. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð ákveður að frá og með skólaárinu 2025 - 2026 verði morgunmatur í Borgarhólsskóla sem hluti af stundaskrá nemenda. Ráðið beinir því til skipulags- og framkvæmdaráðs að fyrirhuguðum úrbótum er varðar hljóðvist og ábendingum er varða hitastig í sal skólans verði lokið fyrir upphaf skólaárs 2025.
Fjölskylduráð ákveður að frá og með skólaárinu 2025 - 2026 verði morgunmatur í Borgarhólsskóla sem hluti af stundaskrá nemenda. Ráðið beinir því til skipulags- og framkvæmdaráðs að fyrirhuguðum úrbótum er varðar hljóðvist og ábendingum er varða hitastig í sal skólans verði lokið fyrir upphaf skólaárs 2025.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að kostnaðarmeta framkvæmdir við bætta hljóðvist og kyndingu í matsal skólans og mögulega áfangaskiptingu framkvæmda.
7.Umhverfisátak Norðurþings 2025
Málsnúmer 202501068Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að útfæra tillögu sveitarstjórnar um umhverfisátak í sveitarfélaginu árið 2025 en málinu var frestað á síðasta fundi ráðsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundi. Ráðið heldur umfjöllun sinni áfram á næstu fundum.
8.Erindi Ungmennaráðs SSNE um umferðaröryggi í Norðurþingi
Málsnúmer 202501100Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá ungmennum á Raufarhöfn sem tóku þátt í Ungmennaþingi SSNE í október 2024. Í erindinu er þess óskað að sveitarstjórn taki til formlegrar afgreiðslu óskir þeirra til bætts umferðaröryggis í okkar sveitarfélagi.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar ungmennum á Raufarhöfn fyrir erindið og greinagóðar tillögur er varða bætt umferðaröryggi á Raufarhöfn. Tillögurnar eru vel unnar og verða hafðar til hliðsjónar við skipulagsvinnu og framkvæmdir í sveitarfélaginu á næstu árum.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að taka hugmyndir um gangbrautir á þjóðveginum gegnum Raufarhöfn til umræðu við umferðaröryggisdeild Vegagerðarinnar á næsta samráðsfundi.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að taka hugmyndir um gangbrautir á þjóðveginum gegnum Raufarhöfn til umræðu við umferðaröryggisdeild Vegagerðarinnar á næsta samráðsfundi.
9.Útboð sorphirðu 2025
Málsnúmer 202412033Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja útboðsgögn vegna sorphirðu á Húsavík og í Reykjahverfi.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram og kynna fyrir ráðinu á næsta fundi.
Fundi slitið - kl. 14:30.
Birna Björnsdóttir sat fundinn í fjarfundi.