Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

222. fundur 15. júlí 2025 kl. 13:00 - 13:50 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Þorsteinn Snævar Benediktsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varamaður
    Aðalmaður: Ingibjörg Benediktsdóttir
  • Birkir Freyr Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Ósk um stöðuleyfi fyrir geymslugám innan lóðar Garðarsbrautar 45

Málsnúmer 202506075Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur umsókn um stöðuleyfi fyrir 15 fm gám innan lóðar að Garðarsbraut 45.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita stöðuleyfi fyrir gámnum til loka júlí 2026 að því gengnu að umsækjandi skili inn skriflegu samþykki lóðarhafa að Uppsalavegi 1, Uppsalavegi 2, Garðarsbraut 43 og Garðarsbraut 47.

2.Umsókn um byggingarleyfi fyrir yfirbyggingu á svölum að Mararbraut 7 eh, Húsavík.

Málsnúmer 202507026Vakta málsnúmer

Óskað er heimildar til að byggja yfir svalir að Mararbraut 7. Fyrir liggja teikningar af breytingunni, skriflegt samþykki meðeiganda í húsinu og skriflegt samþykki nágranna.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur grenndarkynningu fullnægjandi og heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarheimild fyrir framkvæmdinni.

3.Ósk um umsögn vegna skógræktar í landi Þverár, Reykjahverfi

Málsnúmer 202507028Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun óskar umsagnar Norðurþings vegna fyrirspurnar Yggdrasils um umhverfismatsskyldu skógræktar í landi Þverár í Reykjahverfi. Fyrir liggur greinargerð Yggdrasils Carbon með matsskyldufyrirspurn dags. 23. júní 2025.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings telur ekki tilefni til að framkvæmdin fari í umhverfismatsferli.

4.Umhverfisátak Norðurþings 2025

Málsnúmer 202501068Vakta málsnúmer

Skv. verklagsreglum fyrir umhverfisátak Norðurþings skal skipulags- og framkvæmdaráð velja verðlaunahafa á fundi sínum í júlí m.t.t. tilnefninga sem borist hafa. Ráðið fór yfir þær tilnefningar sem bárust.
Skipulags- og framkvæmdaráð hefur valið úr innsendum tillögum. Viðurkenningar verða veittar við setningu Mærudaga föstudagskvöldið 25. júlí nk.

5.Ályktun aðalfundar SUM - samtaka um áhrif umhverfis á heilsu 2025

Málsnúmer 202507005Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur ályktun frá SUM - samtökum um áhrif umhverfis á heilsu. Ályktuninni er beint að úrræðum vegna leigu félagslegs húsnæðis, þá sérstaklega þjónustu og leigu húsnæðis til hópa samfélagsins með fjölbreyttar þarfir.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:50.