Skipulags- og umhverfisnefnd

10. fundur 09. desember 2016 kl. 14:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sif Jóhannesdóttir formaður
  • Röðull Reyr Kárason aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfull
Starfsmenn
  • Margrét Hólm Valsdóttir
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Íbúðir fyrir starfsmenn PCC í Holtahverfi - Framlengd beiðni

201611016

Bergur Elías Ágústsson og Anna Kristín Hjartardóttir kynntu hugmyndir PCC Seaview Residences á E-svæði Holtahverfis. Hugmyndir lúta að því að byggja 11 parhús af tveimur mismunandi gerðum og síðar fimm fjögurra íbúða hús.
Skipulags- og umhverfisnefnd fellst fyrir sitt leyti á fyrirhugaða uppbyggingu og felur skipulagsráðgjafa að vinna tillögu að deiliskipulagi sem heimilar hana. Nefndinni líst þó ekki á að tveimur syðstu lóðum verði breytt í parhúsalóðir og felur skipulagsráðgjafa að leita leiða til að koma parhúsum fyrir á öðrum lóðum.

Fundi slitið - kl. 16:00.