Fara í efni

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings

15. fundur 13. september 2023 kl. 16:00 - 17:35 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Birna Björnsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Eiður Pétursson
  • Kristján Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir
  • Bergþór Bjarnason
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir Hafnastjóri
Dagskrá
Birna Björnsdóttir sat fundinn í fjarfundi.
Katrín Sigurjónsdóttir vék af fundi kl 17:10.

1.Útboð á Dráttarbát fyrir Hafnasjóð Norðurþings

Málsnúmer 202309050Vakta málsnúmer

Fyrir hafnastjórn liggur að Siglingasvið Vegagerðarinnar er að vinna að útboði á Dráttarbát fyrir Hafnasjóð Norðurþings, gangi tímalína verkefnisins eftir ætti báturinn að komast í notkun fyrir mitt næsta ár.
Hafnastjórn fagnar því að málið sé komið í farveg hjá Siglingasviði Vegagerðarinnar.

2.Fyrirkomulag á rekstri Dráttarbáts á næstu mánuðum

Málsnúmer 202309052Vakta málsnúmer

Fyrir hafnastjórn liggur að Hafnasamlag Norðurlands taki við rekstri Dráttarbáts í höfnum Norðurþings þann 15. september, sem er líkt og verið hefur síðustu ár.
Hafnastjórn felur hafnastjóra að uppfæra samning við Hafnasamlag Norðurlands sem var í gildi síðasta vetur og gildir þá til 15. maí nk.

3.Tillaga um tímabundna lausn á starfi rekstrarstjóra hafna Norðurþings

Málsnúmer 202309053Vakta málsnúmer

Fyrir hafnastjórn liggur tillaga frá hafnastjóra um tímabundna ráðningu á verkefnastjóra fram á vorið, tillagan felur í sér ráðningu í 50% starf hjá höfnum Norðurþings til 1. júní nk.
Hafnastjórn felur hafnastjóra að ganga frá ráðningu í starfið, starfshlutfall verður 50% hjá höfnum Norðurþings og 50% hjá öðrum sviðum sveitarfélagsins.

4.Gjaldskrá hafna Norðurþings 2024

Málsnúmer 202309049Vakta málsnúmer

Fyrir hafnastjórn liggur að enduskoða gjaldskrá hafna Norðurþings vegna ársins 2024.
Hafnastjórn felur hafnastjóra að vinna að endurskoðun á gjaldskrá hafna Norðurþings samfara áætlunargerð nú á haustmánuðum.

5.Fjárhags og framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs Norðurþings 2024-2027

Málsnúmer 202309048Vakta málsnúmer

Fyrir hafnastjórn liggur að vinna að fjárhags og framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs Norðurþings fyrir árin 2024-2027.
Hafnastjórn felur hafnastjóra að fylgja málunum eftir í samræmi við umræður á fundinum.

6.Ýmis mál vegna rekstrar og fjárfestingar

Málsnúmer 202309051Vakta málsnúmer

Fyrir hafnstjórn liggja ýmis mál vegna rekstrar og fjárfestingar.
Hafnastjórn felur hafnastjóra að fylgja eftir þeim málum sem rædd voru á fundinum.

7.Tilmæli vegna samkeppnisaðstæðna á flutningamarkaði

Málsnúmer 202309014Vakta málsnúmer

Fyrir hafnastjórn liggja tilmæli frá samkeppniseftirlitinu ásamt áliti og frétt um málið.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundagerðir 2023 - Hafnasamband Íslands

Málsnúmer 202301072Vakta málsnúmer

Fyrir hafnastjórn liggur fundargerð 455. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 18. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:35.