Fara í efni

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings

21. fundur 25. mars 2024 kl. 18:00 - 19:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Eiður Pétursson formaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Benóný Valur Jakobsson varamaður
    Aðalmaður: Áki Hauksson
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir
  • Bergþór Bjarnason
  • Kristinn Jóhann Ásgrímsson
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Ársreikningur Hafnasjóðs Norðurþings 2023

Málsnúmer 202403084Vakta málsnúmer

Fyrir hafnastjórn liggja drög að ársreikningi Hafnasjóðs Norðurþings 2023.
Stjórn Hafnasjóðs vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

2.Breyting deiliskipulags miðhafnarsvæðis

Málsnúmer 202311118Vakta málsnúmer

Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 12. mars vísaði ráðið athugasemd Gentle Giants-Hvalaferða ehf. um lengingu flotbryggju til umfjöllunar í stjórn Hafnasjóðs.

Gentle Giants-Hvalaferðir ehf. gera athugasemdir við lengingu flotbyggju og leggja fram uppdrátt af afstöðu lengdrar flotbryggju. Óskað er upplýsinga um hvort áhrif lengingar bryggjunnar hafi verið skoðuð með fullnægjandi hætti. Ef svo er ekki er þess óskað að sveitarfélagið rannsaki hvort öryggisskilyrði fyrir inn- og útsiglingar verði ásættanleg eftir lengingu flotbryggjunnar. Ef niðurstaða sveitarfélagsins er sú að lenging nefndar flotbryggju muni ekki hafa teljandi áhrif á öryggisskilyrði er þess óskað að tillögunni verði breytt þannig að einnig verði heimild til lengingar næstu flotbryggju norðan þeirrar sem lengd er skv. uppdrætti.
Að mati stjórnar Hafnasjóðs er með lengingu flotbryggjunnar ekki þrengt um of að starfsemi hafnarinnar. Byggir mat stjórnar m.a. á samskiptum starfsmanna hafnarinnar við Siglingasvið Vegagerðarinnar en flotbryggja af þessari stærð á þessum stað hefur verið á samgönguáætlun í nokkur ár.

Stjórnin samþykkir að óska eftir því við skipulags- og framkvæmdaráð að fyrirliggjandi breytingartilögu að deiliskipulagi miðhafnarsvæðis verði breytt þannig að byggingarreitur aðliggjandi flotbryggju norðan við verði einnig lengdur um 15 metra.

Stjórnin ítrekar að þessar aðgerðir eru til að bæta aðstöðu ferðaþjónustunnar í Húsavíkurhöfn, bæði vegna hvalaskoðunar og komu farþega úr skemmtiferðaskipum.

3.Erindi vegna kaupa Norðurþings á flotbryggju

Málsnúmer 202403065Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf dagsett 14. mars 2024 frá MAGNA lögmönnum f.h. Gentle Giants-Hvalaferða ehf. er varðar kaup sveitarfélagsins á flotbryggju og beiðni um aðgang að gögnum.
Stjórn Hafnasjóðs felur hafnastjóra að svara erindinu.

4.Ýmis mál vegna rekstrar og fjárfestingar

Málsnúmer 202309051Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja ýmis mál vegna reksturs og fjárfestingar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.