Fara í efni

Breyting deiliskipulags miðhafnarsvæðis

Málsnúmer 202311118

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 176. fundur - 05.12.2023

Fyrir liggja óskir um tvær breytingar á fyrirliggjandi deiliskipulagi Miðhafnarsvæðis á Húsavík. Annarsvegar liggur fyrir ósk frá Hvalasafninu að Hafnarstétt 1 um að endurskilgreindur verði byggingarréttur norðan til á lóðinni og hinsvegar hefur skipulags- og framkvæmdaráð tekið vel í að breyta byggingarrétti austan við húsið að Naustagarði 2.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja undirbúning að breytingu deiliskipulagsins.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 18. fundur - 15.12.2023

Fyrir hafnastjórn liggur bókun frá 176. fundi Skipulags- og framkvæmdaráðs til kynningar, sem snýr að tveimur breytingum á fyrirliggjandi deiliskipulagi Miðhafnarsvæðis á Húsavík.
Stjórn Hafnasjóðs tekur jákvætt í fyrirliggjandi breytingar. Stjórnin felur hafnastjóra að koma ábendingum varðandi breytingar á flotbryggjum til skipulagsfulltrúa.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 178. fundur - 09.01.2024

Nú liggur fyrir tillaga skipulagsráðgjafa að breytingum deiliskipulags Miðhafnarsvæðis Húsavíkur til samræmis við óskir Skipulags- og framkvæmdaráðs og stjórnar Hafnarsjóðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að komið hafi verið til móts við óskir stjórnar Hafnarsjóðs og skipulags- og framkvæmdaráðs með fullnægjandi hætti við gerð breytingartillögunnar. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan með fyrrgreindum breytingum verði kynnt samkvæmt ákvæðum skipulagslaga.

Sveitarstjórn Norðurþings - 141. fundur - 18.01.2024

Á 178. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð telur að komið hafi verið til móts við óskir stjórnar Hafnarsjóðs og skipulags- og framkvæmdaráðs með fullnægjandi hætti við gerð breytingartillögunnar. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan með fyrrgreindum breytingum verði kynnt samkvæmt ákvæðum skipulagslaga.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 183. fundur - 12.03.2024

Nú er lokið kynningu á tillögu að breytingu deiliskipulags Miðhafnarsvæðis Húsavíkur. Umsagnir/athugasemdir bárust frá: Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Minjastofnun, Vegagerðinni, Skipulagsstofnun og Magna lögmönnum f.h. Gentle Giants Hvalaferða ehf.
Aðeins umsögn Gentle Giants hvalaferða ehf. felur í sér athugasemdir við skipulagstillöguna.
Gentle Giants hvalaferðir ehf. gera athugasemdir við að staða Helguskúrs sé sýnd óbreytt á skipulagsuppdrætti og leggja til að Helguskúr verði felldur út af skipulagsuppdrætti.
Gentle Giants Hvalaferðir ehf. gera einnig athugasemdir við lengingu flotbyggju og leggja fram uppdrátt af afstöðu lengdrar flotbryggju. Óskað er upplýsinga um hvort áhrif lengingar bryggjunnar hafi verið skoðuð með fullnægjandi hætti. Ef svo er ekki er þess óskað að sveitarfélagið rannsaki hvort öryggisskilyrði fyrir inn- og útsiglingar verði ásættanleg eftir lengingu flotbryggjunnar. Ef niðurstaða sveitarfélagsins er sú að lenging nefndar flotbryggju muni ekki hafa teljandi áhrif á öryggisskilyrði er þess óskað að tillögunni verði breytt þannig að einnig verði heimild til lengingar næstu flotbryggju norðan þeirra sem lengd er skv. uppdrætti.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar athugasemd Gentle Giants hvalaferða ehf. um flotbryggju til umfjöllunar í stjórn Hafnasjóðs og að umsögn fenginni tekur ráðið málið fyrir að nýju.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 21. fundur - 25.03.2024

Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 12. mars vísaði ráðið athugasemd Gentle Giants-Hvalaferða ehf. um lengingu flotbryggju til umfjöllunar í stjórn Hafnasjóðs.

Gentle Giants-Hvalaferðir ehf. gera athugasemdir við lengingu flotbyggju og leggja fram uppdrátt af afstöðu lengdrar flotbryggju. Óskað er upplýsinga um hvort áhrif lengingar bryggjunnar hafi verið skoðuð með fullnægjandi hætti. Ef svo er ekki er þess óskað að sveitarfélagið rannsaki hvort öryggisskilyrði fyrir inn- og útsiglingar verði ásættanleg eftir lengingu flotbryggjunnar. Ef niðurstaða sveitarfélagsins er sú að lenging nefndar flotbryggju muni ekki hafa teljandi áhrif á öryggisskilyrði er þess óskað að tillögunni verði breytt þannig að einnig verði heimild til lengingar næstu flotbryggju norðan þeirrar sem lengd er skv. uppdrætti.
Að mati stjórnar Hafnasjóðs er með lengingu flotbryggjunnar ekki þrengt um of að starfsemi hafnarinnar. Byggir mat stjórnar m.a. á samskiptum starfsmanna hafnarinnar við Siglingasvið Vegagerðarinnar en flotbryggja af þessari stærð á þessum stað hefur verið á samgönguáætlun í nokkur ár.

Stjórnin samþykkir að óska eftir því við skipulags- og framkvæmdaráð að fyrirliggjandi breytingartilögu að deiliskipulagi miðhafnarsvæðis verði breytt þannig að byggingarreitur aðliggjandi flotbryggju norðan við verði einnig lengdur um 15 metra.

Stjórnin ítrekar að þessar aðgerðir eru til að bæta aðstöðu ferðaþjónustunnar í Húsavíkurhöfn, bæði vegna hvalaskoðunar og komu farþega úr skemmtiferðaskipum.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 184. fundur - 26.03.2024

Á 183. fundi ráðsins voru bókaðar inn þær umsagnir sem bárust við tillögu að breytingu deiliskipulags Miðhafnarsvæðis á Húsavík. Ráðið taldi þá aðeins umsögn Gentle Giants hvalaferða ehf fela í sér athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu. Ráðið óskaði umsagnar stjórnar hafnarsjóðs um þá athugasemd sem snýr að lengingu einnar flotbryggjunnar. Á fundi sínum þann 25. mars s.l. fjallaði stjórn hafnarsjóðs um athugasemd Gentle Giants hvalaferða og bókaði:
"Að mati stjórnar Hafnarsjóðs er með lengingu flotbryggjunnar ekki þrengt um of að starfsemi hafnarinnar. Byggir mat stjórnar m.a. á samskiptum starfsmanna hafnarinnar við Siglingasvið Vegagerðarinnar en flotbryggja af þessari stærð á þessum stað hefur verið á samgönguáætlun í nokkur ár.
Stjórnin samþykkir að óska eftir því við skipulags- og framkvæmdaráð að fyrirliggjandi breytingartillögu að deiliskipulagi miðhafnarsvæðis verði breytt þannig að byggingarreitur aðliggjandi flotbryggju norðan við verði einnig lengdur um 15 metra.
Stjórnin ítrekar að þessar aðgerðir eru til að bæta aðstöðu ferðaþjónustunnar í Húsavíkurhöfn, bæði vegna hvalaskoðunar og komu farþega úr skemmtiferðaskipum."
Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki tilefni til að fallast á tillögu Gentle Giants um að fjarlægja Helguskúr af skipulagsuppdrættinum. Húsið stendur enn á þeim stað þar sem það er teiknað.

Með vísan til ofangreindrar umsagnar stjórnar Hafnarsjóðs fellst skipulags- og framkvæmdaráð á að gert verði ráð fyrir lengingu tveggja flotbryggja um allt að 15 m í deiliskipulagi og felur skipulagsráðgjafa að breyta uppdrættinum til þess.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu deiliskipulags miðhafnarsvæðis verði samþykkt með þeirri breytingu að skipulagið heimili einnig allt að 15 m lengingu næstu flotbryggju norðan þeirrar sem gert er ráð fyrir að lengist í kynntri tillögu.

Sveitarstjórn Norðurþings - 143. fundur - 04.04.2024

Á 184. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki tilefni til að fallast á tillögu Gentle Giants um að fjarlægja Helguskúr af skipulagsuppdrættinum. Húsið stendur enn á þeim stað þar sem það er teiknað. Með vísan til ofangreindrar umsagnar stjórnar Hafnarsjóðs fellst skipulags- og framkvæmdaráð á að gert verði ráð fyrir lengingu tveggja flotbryggja um allt að 15 m í deiliskipulagi og felur skipulagsráðgjafa að breyta uppdrættinum til þess. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu deiliskipulags miðhafnarsvæðis verði samþykkt með þeirri breytingu að skipulagið heimili einnig allt að 15 m lengingu næstu flotbryggju norðan þeirrar sem gert er ráð fyrir að lengist í kynntri tillögu.
Til máls tók: Eiður.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.