Sveitarstjórn Norðurþings

59. fundur 21. júní 2016 kl. 16:15 - 18:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Erna Björnsdóttir Forseti
 • Olga Gísladóttir aðalmaður
 • Örlygur Hnefill Örlygsson aðalmaður
 • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
 • Soffía Helgadóttir aðalmaður
 • Anna Ragnarsdóttir 1. varamaður
 • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
 • Óli Halldórsson aðalmaður
 • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
 • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
 • Margrét Hólm Valsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2014-2018

201406045

Fyrir sveitastjórn liggur til afgreiðslu tillaga um kosningu og skipan í eftirfarandi nefndir og ráð.

1. Kosning forseta sveitastjórnar
2. Kosning 1. varaforseta sveitarstjórnar
3. Kosning 2. varaforseta sveitarstjórnar
4. Skipan fulltrúa í byggðarráð til 1. árs
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Erna Björnsdóttir verði forseti sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Gunnlaugur Stefánsson verði fyrsti varaforseti sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Sif Jóhannesdóttir verði annar varaforseti sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar skipi byggðarráð til júní 2017.

Óli Halldórsson aðalmaður og formaður og til vara verði Sif Jóhannesdóttir.
Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður og til vara verði Soffía Helgadóttir.
Olga Gísladóttir varaformaður og til vara verði Örlygur Hnefill Örlygsson.
Jónas Einarsson áheyrnarfulltrúi og til vara verði Kjartan Páll Þórarinsson.

Samþykkt samhljóða

2.Samþykkt kjörskrár vegna forsetakosninga

201606075

Þegar boðað hefur verið til almennra alþingiskosninga skulu sveitarstjórnir gera kjörskrár á grundvelli kjörskrárstofna sem Þjóðskrá Íslands lætur þeim í té.
Þegar sveitarstjórn hefur lokið yfirferð sinni um kjörskrárstofninn og samningu kjörskrár er þar með lokið, skal hún undirrituð af oddvita sveitastjórnar eða framkvæmdastjórna sveitarfélags, sbr. 2. mgr. 24. grein kosningalaga og lögð fram. Nægilegt er að staðfest endurrit sé lagt fram, sbr. 3. mgr. 26. gr. laganna.
Sveitarstjórn felur byggðaráði/sveitarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er byggðaráði/sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga 25. júní nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

3.Beiðni um afhendingu á jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun

201510072

Á 4. fundi félagsmálanefndar var eftirfarandi bókað:

"Félagsmálastjóri fór yfir jafnréttisáætlun sveitarfélagsins varðandi kynjahlutfall í nefndum og ráðum eftir ráðgjöf frá Jafnréttisstofu. Til að tryggja jafnan hlut kynja í nefndum setur nefndin inn eftirfarandi málsgreinar í Jafnréttisáætlun Norðurþings: Við skipan í nefndir, ráð og stjórnir með þremur fulltrúum skal meirihluti skipa fulltrúa af báðum kynjum. Við skipan í nefndir, ráð og stjórnir með fimm fulltrúum skulu bæði meirihluti og minnihluti tilnefna fulltrúa af báðum kynjum. Við skipan í nefndir, ráð og stjórnir með sjö fulltrúum skal meirihluti tilnefna tvo af hvoru kyni og minnihluti tilnefna fulltrúa af báðum kynjum. Fyrirkomulagið um skipan í nefndir, ráð og stjórnir tekur þegar gildi og skal viðhaft þegar breytingar eiga sér stað í nefndum, stjórnum og ráðum eða þegar skipað er í nýjar nefndir, stjórnir og ráð. Félagsmálanefnd samþykkir Jafnréttisáætlun Norðurþings og vísar henni til sveitarstjórnar."
Til máls tóku: Sif,Gunnlaugur og Óli.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi jafnréttisáætlun Norðurþings.

4.Landsnet sækir um lóð undir spennuvirki merkta C á deiliskipulagi fyrir Bakka

201605112

Á 4. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
"Lóðin að Tröllabakka 6 er skv. deiliskipulagi ætluð undir spennivirki Landsnets. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur því til við sveitarstjórn að Landsneti verði úthlutað lóðinni."
Tillagan er samþykkt samhljóða.

5.Jón Helgi Vigfússon óskar eftir því að stofna lóð út úr landi Laxamýrar 2

201606058

Á 4. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
"Skv. ákvæðum aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 er heimilt að reisa allt að fimm litla gistiskála á lögbýli. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur því til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt."
Tillagan er samþykkt samhljóða.

6.Trésmiðjan Rein ehf sækir um lóðina Víðimóar 7

201606035

Á 4. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Trésmiðjunni Rein verði veitt afnot af lóðinni til loka september 2017."
Gunnlaugur Stefánsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðs.

Til máls tók: Sif.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

7.Linda Birgisdóttir og Baldur Kristinsson sækja um stækkun á lóð sinni að Höfðavegi 26

201606050

Á 4. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lóðarstækkunin verði samþykkt."
Tiilagan er samþykkt samhljóða.

8.Starfsmannastefna Norðurþings

201606030

Fyrir sveitarstjórn liggur starfsmannastefna Norðurþings til umfjöllunar og staðfestingar.
Til máls tók: Kristján.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi starfsmannastefnu Norðurþings.


9.Kynning á breytingum á húsaleigu félagslegra íbúða hjá Norðurþingi

201604016

Á 4. fundi félagsmálanefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:
"Félagsmálastjóri fór yfir ramma varðandi sérstakar húsaleigubætur í Norðurþingi eftir hækkun húsaleigu í félagslegum leiguíbúðum Norðurþings fyrir árið 2016 og drög að reglum varðandi þær. Félagsmálanefnd samþykkir reglur um sérstakar húsaleigubætur hjá Norðurþingi og vísar þeim til sveitastjórnar."
Til máls tók: Örlygur.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi reglur um sérstakar húsaleigubætur hjá Norðurþingi.

10.Norðurþing 10 ára - afmælisár 2016

201606097

Árið 2016 eru 10 ár frá því sveitarfélagið Norðurþing varð til. Hinn 21. janúar 2006 fóru fram sameiningarkosningar innan Húsavíkurbær, Kelduneshrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnarhrepps. Sameiningin tók svo formlega gildi 11. júní sama ár.
Í tilefni af 10 ára afmæli Norðurþings leggur sveitarstjórn til að þessum áfanga verði fagnað á afmælisárinu. Skipuð verði þriggja manna undirbúningsnefnd vegna afmælishátíðar sem haldin verði í október nk. Sveitarstjóra er falið að skipa í nefndina og fylgja starfi hennar úr hlaði og upplýsa byggðarráð um stöðu undirbúnings hverju sinni.

Til máls tóku: Erna og Kristján.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

11.Umboð til byggðaráðs

201606101

Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga um að veita byggðarráði umboð til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarorlofi sveitarstjórnar. Umboðið gildir til 21. ágúst nk.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

12.Skýrsla sveitarstjóra

201605083

Til máls tók: Kristján.

13.Samþykkt um gatnagerðagjald 2016

201606087

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar samþykkt um gatnagerðargjöld sem samþykkt var á 5. fundi framkvæmdanefndar.
Til máls tóku: Örlygur og Kristján.

Sveitarstjórn staðfestir framlagða samþykkt um gatnagerðargjöld samhljóða.

14.Byggðarráð Norðurþings - 177

1605011

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 177. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 6 "Fjárhagsáætlun 2017": Óli.

Til máls tóku undir lið 4 "Bókun vegna uppgjörs í rekstri Leigufélagsins Hvamms": Gunnlaugur, Kristján og Óli.

Fundargerðin er lögð fram.15.Byggðarráð Norðurþings - 178

1606001

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 178. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 1 "Staða og framtíð slökkviliðs Norðurþings": Óli og Kristján,

Fundargerðin er lögð fram.

16.Félagsmálanefnd - 4

1606002

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 4. fundar félagsmálanefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

17.Byggðarráð Norðurþings - 179

1606005

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 179. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 6 "Ályktun frá aðalfundi Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra":Olga

Eftirfarandi bókun var lögð fram:

"Sveitarstjórn Norðurþings ítrekar fyrri bókanir varðandi Dettifossveg og skorar á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja fjármuni til þess að klára að byggja upp Dettifossveg (862) og setja þau áform inn á samgönguáætlun til næstu ára. Að klára að byggja upp þennan veg með bundnu slitlagi sem allra fyrst er afar stórt hagsmunamál allra á Norðurlandi. Framkvæmdin mun hafa gríðarlega mikil áhrif á dreifingu ferðamanna og samkeppnishæfni svæðisins, auk þess að bæta samgöngur og þar með lífsgæði fyrir íbúa."

Fundagerðin er lögð fram.

18.Skipulags- og umhverfisnefnd - 4

1606006

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 4. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 1 "Framandi og ágengar plöntur í landi Norðurþings":Sif, Soffía,Gunnlaugur og Óli.

Fundargerðin er lögð fram.

19.Framkvæmdanefnd - 5

1606008

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 5. fundar framkvæmdanefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 1 "Umferðarhraði á götum Húsavíkur": Óli og Kristján.

Til máls tók undir lið 12 "Aðgengismál - stofnanir og gönguleiðir í Norðurþingi": Óli.

Fundargerðin er lögð fram.

20.Byggðarráð Norðurþings - 180

1606009

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 180. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 4 "Tilnefning Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO":Óli, Soffía og Örlygur.

Eftirfarandi bókun var lögð fram

"Sveitarstjórn lýsir yfir stuðningi við tilnefningu Vatnajökulsþjóðsgarðs á heimsminjaskrá UNESCO. Sveitarstjórn leggur í því samhengi mikla áherslu á að nýtt verði þau tækifæri sem af þessu hljótast til að stuðla að bættu aðgengi ferðafólks og gesta að öllum þjóðgarðinum. Þannig verði Jökulsá á Fjöllum, Jökulsárgljúfur og Ásbyrgi skilgreind sem hluti þeirrar heildarmyndar sem óskað verði tilnefningar á heimsminjaskrá UNESCO. Jafnframt verði þess gætt að tilnefningunni fylgi viðunandi uppbygging innviða á svæðinu til að taka á móti auknum fjölda ferðafólks þ.m.t. Dettifossvegur (862)."

Fundargerðin er lögð fram.

21.Hafnanefnd - 4

1606007

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 4. fundargerð hafnanefndar Norðurþings.
Til máls tók undir lið 4 "Gjaldskrá hafna Norðurþings - Verklag við innheimtu farþegagjalda": Gunnlaugur, Jónas, Kristján og Óli.

Fundargerðin er lögð fram.

Fundi slitið - kl. 18:15.