Fara í efni

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings

22. fundur 10. september 2013 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason formaður
  • Birna Björnsdóttir aðalmaður
  • Hafsteinn H Gunnarsson varaformaður
  • Sigríður Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Hrólfur Þórhallsson varamaður
  • Jóhann Rúnar Pálsson æskulýðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jóhann Rúnar Pálsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Kynning þátttakenda Norðurþings á ráðstefnunni Nordic Youth Meeting, Rússlandi.

Málsnúmer 201309008Vakta málsnúmer

Sex ungmenni ásamt leiðtogum fóru til St. Pétursborgar á ráðstefnu á vegum Nordic Youth Meeting, samtaka er stuðla að samskiptum ungmenna milli landa. Ungmennin komu og kynntu hvað var gert á ráðstefnunni. Í kynningu þeirra kom fram mikil ánægja með ferðina og þau tengsl sem þar mynduðst. Þau hvetja til áframhaldandi þátttöku í ungmennasamskiptum milli landa. Einnig kom fram að þau hvetja til þess að haldin verði sambærileg ráðstefna á Húsavík.

2.Ungmennaráð Norðurþings

Málsnúmer 201201039Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur til við bæjarstjórn að Ungmennaráð verði endurvakið og vistað undir málaflokki 06. Nefndin leggur til að Ungmennaráð fái allt að eina milljón til ráðstöfunar í málaflokknum.Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur til að erindisbréf Ungmennaráðs verði tekið upp og samþykkt af Tómstunda- og æskulýðsnefnd.

3.Óli Halldórsson erindi varðandi opnunartíma sundlaugarinnar á Húsavík

Málsnúmer 201308052Vakta málsnúmer

Óli Halldórsson sendir inn erindi er varðar opnunartíma Sundlaugarinnar á Húsavík. Bréfritari lýsir yfir óánægju sinni með opnunartíma sundlaugarinnar. Bréfritari vill breyta opnunartíma í lauginni.Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar bréfritara fyrir erindið og felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að svara bréfritara til samræmis við afgreiðslu nefndarinnar á lið fjögur í fundargerðinni.

4.Opnunartími íþróttamannvirkja í Norðurþingi.

Málsnúmer 201103099Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd ákveður eftirfarandi: Sundlaug Húsavíkur virkir dagar 6:45-9:30 og 16:00-21:00. Helgaropnun frá 10:00-18:00. Sundlaugin á Raufarhöfn með tveggja tíma opnun fjóra daga vikunnar í samráði við tómstunda- og æskulýðsfulltrúa.

5.Leikvellir í sveitarfélaginu Norðurþingi.

Málsnúmer 201006081Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd fagnar ákvörðun Framkvæmda- og hafnarnefndar Norðurþings frá 10.07 2013 er varðar endurnýjun á leikvöllum í Norðurþingi.Jafnframt ákveður nefndin að merkja, kortleggja og auglýsa alla leikvelli á vegum sveitarfélagsins.

6.Starfsemi málaflokks 06 - æskulýðs- og tómstundamál.

Málsnúmer 201309009Vakta málsnúmer

Nefndin fór yfir málefni málaflokksins.Nefndin ákveður að styrkja nemendafélag Framhaldsskóla Húsavíkur með fríum aðgangi að sundlauginni á Húsavík gegn framvísun nemendaskírteina.

7.Kynning tómstunda- og æskulýðsfulltrúa

Málsnúmer 200909078Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir starfsemi málaflokksins.

Fundi slitið - kl. 16:00.