Fara í efni

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings

21. fundur 12. júní 2013 kl. 10:00 - 13:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason formaður
  • Hafsteinn H Gunnarsson varaformaður
  • Ingólfur Freysson aðalmaður
  • Lilja Skarphéðinsdóttir 2. varamaður
  • Jóhann Rúnar Pálsson æskulýðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jóhann Rúnar Pálsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Kynning aðalstjórnar Völsungs

Málsnúmer 201306029Vakta málsnúmer



Formaður Í.F. Völsungs, Guðrún Kristinsdóttir og framkvæmdastjóri, Kjartan Páll Þórarinsson, mættu á fund Tómstunda- og æskulýðsnefndar og kynntu starfsemi félagsins.
Í máli forsvarsmanna félagsins kom fram að á árinu 2012 var stefnan sett á það að gera félagið að fyrirmyndafélagi ÍSÍ. Vinna er hafin við að útbúa nýtt skipurit og koma á fót íþrótta-, félags-, forvarna- og fjárhaldsstefnu innan félagsins.
Haustið 2014 á félagið að verða orðið fyrirmyndafélag ÍSÍ.
Ráðinn hefur verið bókari til félagsins með aðstöðu á skrifstofu Völsungs sem á að sjá um allt bókhald.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd

2.Uppbygging strandblakvallar á Húsavík

Málsnúmer 201306035Vakta málsnúmer

Blakdeild Völsungs óskar eftir því að sveitarfélagið úthluti deildinni lóð undir strandblakvelli á Húsavík. Tómstunda- og æskulýðsnefnd tekur jákvætt í erindið um úthlutun svæðis innan lóðar við Sundlaug Húsavíkur.

3.Icefitness-Kraftasmiðurinn ehf-Skólahreysti 2013/Umsókn um styrk

Málsnúmer 201304082Vakta málsnúmer




Icefitness-Kraftasmiðurinn ehf-Skólahreysti 2013 óskar eftir fjárhagslegum stuðningi til að standa straum af kostnaði vegna verkefnisins Skólahreysti.
Tómstunda- og æskulýðsnefd hafnar erindinu.

4.Frístundaheimili

Málsnúmer 201104111Vakta málsnúmer

Í frístundaheimilinu Túni veturinn 2012/2013 hefur verið rekið frístundastarf fyrir börn 6 - 9 ára til reynslu í eitt ár. Kom það starf í stað Skólasels er rekið var í Borgarhólsskóla. Fræðslu- og menningarnefnd lagði til við bæjarstjórn að sú starfsemi sem fram fór í Skólaseli yrði til reynslu í eitt ár sem frístundaheimili í rekstri Tómstunda- og æskulýðsnefndar.Ljóst er að leggja þarf meira fjármagn til frístundaheimilisins en gert var ráð fyrir í áætlunum ef óbreytt þjónusta á að vera veturinn 2013/2014Tómstunda- og æskulýðsnefnd vísar málinu til umræðu í bæjarstjórn.

5.Sumarstarf tómstunda- og æskulýðssviðs.

Málsnúmer 201204044Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir starfsemi tómstunda- og æskulýðssviðs yfir sumartímann.

6.Forvarnarmál

Málsnúmer 201009065Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti nokkrar forvarnarstefnur ýmissa sveitarfélaga.Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur til við Bæjarstjórn Norðurþings að Fjölskyldustefna Húsavíkurbæjar frá árinu 2003 verði endurskoðuð og lögð til grundvallar sem fjölskyldustefna Norðurþings.

7.Leikvellir í sveitarfélaginu Norðurþingi.

Málsnúmer 201006081Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd ítrekar bókanir sínar frá 14.02 2011 og 14.06 2012. Í þeim bókunum kemur fram að einn leikvöllur verði endurnýjaður ár hvert með vísan í ástandsskoðun leikvalla 2011.Tómstundar- og æskulýðsnefnd vísar málinu til Framkvæmdar- og hafnarnefndar vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2014.

8.Heilsustefna H-in 6

Málsnúmer 201306032Vakta málsnúmer

H-in 6 standa fyrir: Hamingja, hollusta, hreinlæti, hugrekki, hreyfing, hvíld.Tómstunda- og æskulýðsnefnd hvetur íbúa sveitarfélagsins til að nýta sér athafnir daglegs lífs sér til heilsubótar, s.s. skilja bílinn eftir heima og ganga/hjóla í vinnuna.

9.Kynning tómstunda- og æskulýðsfulltrúa

Málsnúmer 200909078Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir málefni sviðsins.

Fundi slitið - kl. 13:00.