Gjaldskrár

Gjaldskrá leikskóla

Prenta gjaldskrá

Samþykkt í Fjölskylduráði Norðurþings þann 14. október 2019 og staðfest af sveitarstjórn Norðurþings þann 4. desember 2019.

Gjaldskrá tekur gildi 1.janúar 2020

Vistun mánaðargjöld
Almennt gjald
Einstæðir
1 klst.
3.507 kr.
2.520 kr.
4 klst.
14.028 kr.
10.080 kr.
5 klst.
17.535 kr.
12.600 kr.
6 klst.
21.042 kr.
15.120 kr.
7 klst.
24.549 kr.
17.640 kr.
8 klst.
28.056 kr.
20.160 kr.
8 1/2 klst.
31.563 kr.
22.680 kr.
Morgunverður á Grænuvöllum
2.455 kr.
Hádegisverður á Grænuvöllum
5.846 kr.
Síðdegishressing á Grænuvöllum
2.455 kr.
Mjólkurgjald í Lundi og á Raufarhöfn
640 kr.
Gjald ef barn er sótt eftir umsaminn tíma
kr. 1000.-
Systkinaafsláttur með 2. barni
50%
Systkinaafsláttur með 3. barni
100%
Námsmenn sem stunda fullt lánshæft nám samkvæmt reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna fá 20% afslátt af vistunargjöldum samkvæmt nánari reglum þar um. Umsóknum skal skila til Fræðslufulltrúa fyrir upphaf námsannar.

Gjaldskrá hunda- og kattahalds í Norðurþingi

Prenta gjaldskrá

Hunda- og kattaeigendur í Norðurþingi, skulu greiða leyfisgjald skv. 6. gr., 9. gr., 15. gr., 16. gr, lið c og 26. gr. í samþykktar um hunda- og kattahald í Norðurþingi, sem staðfest var af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu 31. janúar 2019 samþykkt nr. 160/2019

Innifalið í leyfisgjaldi er eingögnu sá kostnaður sem bæjarfélagið verður fyrir vegna umfjöllunar, umsýslu, auglýsinga, skráningar, trygginga, eftirliti og aflesara. Allur annar kostnaður sem tilfellur vegna hunds eða kattar, skal greiða af leyfishafa.
Um vexti af vangreiddum gjöldum samkvæmt gjaldskrá þessari gilda almennar reglur. Um innheimtu gjalda fer samkvæmt ákvæðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Gjöld samkvæmt gjaldskránni má innheimta með fjárnámi.

Eigendur hunda og katta eru ábyrgir fyrir öllum kostnaði sem hlýst af brotum gegn samþykkt um hunda- og kattahald á Norðurþingi, þ.m.t. óheimilli lausagöngu, handsömun, vörslu og skilum dýranna eða aflífun skv. 9. gr., 16. gr. og 17. gr. sömu samþykktar.

Samþykkt í Skipulags- og framkvæmdaráði Norðurþings þann 22. október 2019 og staðfest  sveitarstjórn Norðurþings þann 5. des. 2019, á grundvelli 25. 59. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, og öðlast þegar gildi.

Við staðfestingu gjaldskrá þessarar falla úr gildi eldri gjaldskrár vegna hunda og kattahalds í sveitarfélaginu.

Samþykkt um hunda- og kattahald í Norðurþingi

Í árgjaldi fyrir hunda og kattahaldi er innifalið:

  • Katta/hundamerki,
  • Umsýsla
  • Ábyrgðatrygging frá VÍS https://www.vis.is/media/1718/aa10_abyrgdatrygging_einstaklinga.pdf )
  • Árleg hreinsun hjá dýralækni. Ath það er ábyrgð eigenda að fara með dýrið í hreinsun.  Dýralæknir rukkar sveitarfélagið svo um kostnað (fer þó eftir dýralæknum – dýraeigandi skilar þá reikningi frá dýralækni til Norðurþings.)

 

                                                                                                                                                                                                                                                                     

Árlegt gjald
Árgjald fyrir hundahald
15.349 kr.
Árgjald fyrir kattahald
3.835 kr.
Gjald vegna afhendingar handsamaðs hunds eða kattar
1. skipti (á almanksári)
5.000 kr.
2. skiptið (á almanaksári)
10.000 kr.
Óskráður köttur eða hundur
15.000 kr.
Ef til aflífunar hunds eða kattar kemur, skal eigandi dýrs að auki greiða útlagðan aflífunarkostnað.

Gjaldskrá Íþróttahöll Húsavíkur

Prenta gjaldskrá

                 

Samþykkt í Fjölskylduráði Norðurþings þann 14. október 2019 og staðfest af sveitarstjórn Norðurþings þann 4. desember 2019                

Íþróttahöll Húsavíkur
1/1 salur pr. klst
7.200 kr.
2/3 salur pr. klst.
4.800 kr.
1/3 salur pr. klst.
3.550 kr.
Litli salur pr. klst.
3.550 kr.
Leigugjald - heill sólarhringur
155.800 kr.
Leiga á sal utan hefðbundis opnunartíma ( morguntímar )
1/1 salur pr. klst
12.200 kr.
2/3 salur pr. klst.
9.800 kr.
1/3 salur pr. klst.
8.700 kr.
Litli salur pr. klst.
8.700 kr.

Gjaldskrá íþróttamannvirkja Raufarhöfn/Lundur/Kópasker

Prenta gjaldskrá

    

Samþykkt í Fjölskylduráði Norðurþings þann 14. október 2019 og staðfest af sveitarstjórn Norðurþings þann 4. desember 2019

Salur til útleigu
íþróttahús Kópaskeri / Lundur
1/1 salur
4.850 kr.
Stakt skipti einstaklingur
600 kr.
Hópatími/salur (1 klst)
4.220 kr.
Íþróttamiðstöð Raufarhafnar
Árskort
5.000 kr. (að auki 1.000 fyrir lykilkort*)
Árskort fyrir eldri borgara og öryrkja
Frítt (1.000 kr fyrir lykilkort*)
Börn yngri en 16 ára**
Frítt
* Lykilkortið kostar 1000 kr. sem fæst endurgreitt þegar kortinu er skilað.
** Börn yngri en 16 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum

Gjaldskrá Sundlauga Norðurþings

Prenta gjaldskrá

 

Samþykkt í Fjölskylduráði Norðurþings þann 14. október 2019 og staðfest af sveitarstjórn Norðurþings þann 4. desember 2019

FULLORÐNIR
Stakir miðar
800 kr.
Afsláttarmiðar 10 stk.
5.100 kr.
Afsláttarmiðar 30 stk.
12.800 kr.
Árskort
33.800 kr.
Fjölskyldukort
22.000 kr.
ELDRI BORGARAR ( 67 ÁRA OG ELDRI)
Stakir miðar
360 kr.
Afsláttarmiðar 10 stk.
2.150 kr
Árskort
16.400 kr.
Fjölskyldukort
8.200 kr.
Frítt fyrir 75% öryrkja
0 kr.
BÖRN 6-17 ÁRA
Stakur miði
350 kr.
Afsláttarmiðar 10 stk
2.100 kr.
Frístundakort 1. barn
3000 kr.
Frístundakort 2. barn
2.050 kr.
Frístundakort 3. barn
0 kr.
SUNDFÖT/HANDKLÆÐI
Sundföt
770 kr.
Handklæði
770 kr.
Handklæði / sundföt
1.600 kr.
*Sé þess krafist í afgreiðslu gætu gestir þurft að framvísa viðeigandi skírteinum

Gjaldskrá Þjónustan heim

Prenta gjaldskrá

 

1.gr.
Fyrir félagslega heimaþjónustu í Norðurþingi skal greiða gjald fyrir hverja unna vinnustund sem nemur launaflokki 126 samkvæmt samningum Starfsmannafélags Húsavíkur, að viðbættu orlofi, álagi og launatengdum gjöldum, samtals: 2. 766. kr.


2.gr.
Varðandi gjaldskyldu fyrir félagslega heimaþjónustu gilda eftirfarandi viðmiðunartekjur:

a) Undanþegnir gjaldskyldu skulu þeir sem ekki hafa aðrar tekjur en ellilífeyrir/örorkulífeyri, tekjutryggingu,heimilisuppbót og tekjutryggingarauka frá almannatryggingum. Svo og þeir sem hafa samtals tekjur innan framangreindra marka eða 248.105 kr.
b) Viðmiðunartekjur fyrir hjón eða sambýlisfólk með sameiginlegan fjárhag eru þær sömu og tilgreindar eru í 1. lið, margfaldaðar með 1,5 eða 372.157 kr.
c) Tekið skal tillit til fjölda barna til 18 ára aldurs.
d) Þjónustuþegar með tekjur sem eru allt að 50 % hærri en viðmiðunartekjur skulu greiða gjald sem nemur 1/3 af tímakaupi starfsmanns
e) Þjónustuþegar með tekjur sem eru yfir 50 % hærri en viðmiðunartekjur skulu greiða gjald sem nemur hálfu tímakaupi starfsmanns.
f) Þjónustuþegar með tekjur yfir 75 % hærri en viðmiðunartekjur, skulu greiða fullt tímakaup starfsmanns.
g) Lífeyrisþegar greiða aldrei hærra gjald fyrir félagslega heimaþjónustu en sem nemur 75 % af tekjum umfram það sem þeir fá frá Tryggingastofnun Ríkisins.
h) Viðmiðunartekjur sem nefndar eru í þessari málsgrein, hækka til jafns við hækkun bóta Tryggingastofnunar ríkisins.
i) Ekki skal telja sérstaka uppbót lífeyristrygginga vegna læknis- og lyfjakostnaðar og umönnunar- eða bensínstyrk almannatrygginga til tekna.
 

3.gr.
Heimilt er að gefa eftir hluta greiðslu fyrir veitta félagslega heimaþjónustu eða fella greiðslu alveg niður. Skal þá farið eftir reglum um fjárhagsaðstoð.


4.gr.
Tekið er tillit til fjölda barna á heimili þjónustuþega, 18 ára og yngri og skal draga meðlags upphæð frá Tryggingastofnun ríkisins kr. 34.362. kr. frá heildartekjum þjónustuþega fyrir hvert barn, áður en reiknað er út í hvaða gjaldflokki heimilið lendir.

Samþykkt í Fjölskylduráði Norðurþings þann 23. september 2019 og staðfest af sveitarstjórn Norðurþings þann 4. desember 2019.

 

Fullt gjald fyrir hverja unna vinnustund er 2.766 kr. klst.
Tekjumörk þjónustuþega sem búa einir
Allt að 248.105 kr. pr. mán
0 kr/klst.
Á bilinu 248.105 - 364.551 kr. pr. mán.
922 kr/klst.
Á bilinu 367.551 - 427.734 kr. pr. mán.
1.383 kr/klst.
Yfir 427.734 kr pr. mán
2.766 kr/klst.
Tekjumörk þjónustuþega - hjóna
Allt að 372.158 kr.pr mán.
0 kr/klst.
Á bilinu 372.158 - 556.377 kr. pr. mán.
922 kr/klst.
Á bilinu 556.377 - 643.883 kr. pr. mán.
1.383 kr/klst.
Yfir 643.883 kr. pr. mán.
2.766 kr/klst.
Tekjumörk örorku/endurhæfingarlífeyrisþega er 248.105 kr. pr. mán

Gjaldskrá skólamötuneyta

Prenta gjaldskrá

 

Samþykkt í Skipulags- og framkvæmdaráði Norðurþings þann 8. október 2019 og staðfest af sveitarstjórn Norðurþings þann 4. desember 2019.

Borgarhólsskóli
499 kr.
Í Borgarhólsskóla fá nemendur morgunverð, ávaxtastund og hádegisverð.
Grunnskóli Raufarhafnar
450 kr.
Í Grunnskóla Raufarhafnar fá nemendur morgun- og hádegisverð.
Öxarfjarðarskóli
Nemendur grunnskóla
636 kr.
Nemendur leikskóla
498 kr.
Í Öxarfjarðarskóla fá nemendur morgun- og hádegisverð og síðdegishressingu.
Fæðisgjöld í Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla eru reiknuð út frá hráefniskostnaði hverju sinni.

Gjaldskrá Tónlistarskóla Húsavíkur

Prenta gjaldskrá

 

Samþykkt í Fjölskylduráði Norðurþings þann 14. október 2019 og staðfest af sveitarstjórn Norðurþings þann 4. desember 2019.

Einkatímar - fullt gjald:
60 mín
48.265 kr.
50 mín
44.817 kr.
40 mín
36.774 kr.
30 mín
31.027 kr.
20 mín
25.282 kr.
Einkatímar (fjölskylduafsláttur 25%):
60 mín
36.199 kr.
50 mín
33.613 kr
40 mín
27.580 kr
30 mín
18.961 kr.
Tveir eða fleiri (fullt gjald):
60 mín
28.730 kr.
50 mín
25.856 kr.
40 mín
22.984 kr.
30 mín
20.685 kr.
20 mín
17.238 kr.
Tveir eða fleiri (fjölskylduafsláttur 25%):
60 mín
21.547 kr.
50 mín
19.392 kr.
40 mín
17.238 kr.
30 mín
15.513 kr.
20 mín
12.929 kr.
Einkatímar 21. árs og eldri ( fullt gjald):
60 mín
63.167 kr.
50 mín
51.138 kr.
40 mín
48.265 kr.
30 mín
41.370 kr.
20 mín
36.774 kr.
Einkatímar 21 árs og eldri (fjölskylduafsláttur 25%):
60 mín
47.375 kr.
50 mín
38.354 kr.
40 mín
36.199 kr.
30 mín
31.028 kr.
20 mín
27.580 kr.
Tveir eða fleiri 21 árs og eldri (fullt gjald):
60 mín
28.011 kr.
50 mín
25.426 kr.
40 mín
22.408 kr.
30 mín
19.824 kr.
20 mín
16.807 kr.
Tveir eða fleiri 21 árs og eldri (fjölskylduafsláttur afsláttur 25%):
60 mín
28.011 kr.
50 mín
25.426 kr.
40 mín
22.408 kr.
30 mín
19.824 kr.
20 mín
16.807 kr.
Undirleikur:
60 mín
72.972 kr.
50 mín
63.779 kr.
40 mín
54.471 kr.
30 mín
48.839 kr.
20 mín
35.624 kr.
Annað:
Kór
13.215 kr.
Marimba
8.446 kr.
Hljóðfæraleiga
6.665 kr.

Gjaldskrá - rotþrær

Prenta gjaldskrá

1. gr.
Sveitarstjórn Norðurþings er heimilt að innheimta árlega gjöld vegna hreinsunar rotþróa á vegum sveitarfélagsins samkvæmt gjaldskrá sem sett er samkvæmt 5. mgr. 25. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, með síðari breytingum, að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar. Fyrir hverja fasteign innan marka Norðurþings með eigin fráveitu, eða fráveitu sem ekki er tengd holræsakerfi í eigu Norðurþings, skal greiða árlegt þjónustugjald, sbr. 4.gr. samþykktar um hreinsun og losun rotþróa á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra. Greiða skal sérstakt gjald fyrir hverja rotþró, ef fleiri en ein rotþró er á sömu fasteign. Undanþegnir frá gjaldskyldu eru aðilar sem framvísa samningi um tæmingu rotþróa við þjónustuaðila með gilt starfsleyfi heilbrigðiseftirlits, sbr. 3. gr. samþykktar um hreinsun og losun rotþróa á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra. Ef fleiri en ein húseign er tengd rotþró skal þjónustugjaldi deilt með jöfnum hætti á fasteignir, nema ef sýnt er fram á aðra eignar- eða notkunarskiptingu á þrónni.


2.gr.
Árlegt gjald fer eftir stærð rotþróa og er eftirfarandi miðað við tveggja ára losun:
0-4000 lítrar 12.012 kr.
4001-6000 lítrar 15.913 kr.
6000 lítrar og yfir - Innheimt 1.793 kr. fyrir hvern rúm. umfram 6000 lítra

Séu rotþrær losaðar árlega skal innheimt sem hér segir:
0-4000 lítrar 24.022 kr.
4001-6000 lítrar 31.895 kr.
6000 lítrar og yfir - Innheimt 3.586 kr. fyrir hvern rúm. umfram 6000 lítra

Endurkomugjald (þ.e. ef þró er ekki tilbúin) 50% álag miðað við stærð þróar. Fjárhæð árgjalds miðast við að tæming og skoðun rotþróar eigi
sér stað annað hvert ár. Komi fram beiðni um eða ef nauðsynlegt er að tæma rotþró sérstaklega, skal greiða samkvæmt reikningi verktaka.
Fjárhæð árgjalds miðast við að hreinsibíll þurfi ekki að nota lengri barka en 50 metra. Ef leggja þarf lengri barka en 50 metra þá leggjast við kr. 8.727,-
Gjalddagi og innheimta þjónustugjalds skv. 2. gr. fer fram með sama hætti og á sama tíma og álagning fasteignaskatts. Gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari er heimilt að innheimta með fjárnámi í fasteign sem rotþró tengist án tillits til eignendaskipta. Njóta gjöldin lögveðréttar í lóð og mannvirkjum næstu tvö ár eftir gjalddaga, með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði.

3. gr.
Gjaldskrá þessi er samin á grundvelli samþykktar um hreinsun og losun rotþróa á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra að
undanskildum Húsavíkurbæ frá 1. september, nr. 671/2003. Gjaldskráin er samin og samþykkt af sveitarstjórn Norðurþings og staðfest á fundi hennar þann 16. 04. 2019 til að öðlast þegar gildi.

Gjaldskrá meðhöndlun og förgun sorps

Prenta gjaldskrá


1gr.

Árlegt þjónustugjald vegna meðhöndlunar og förgunar úrgangs í Norðurþingi til þess að standa undir kostnaði við sorphirðu, er sem hér segir:


A. Á hverja íbúð í þéttbýli og á lögbýli, eða íbúðarhúss utan þéttbýlis greiði húseigandi þjónustugjald:
a) Söfnunargjald kr. 34.030
b) Förgunargjald kr. 7.077
c) Annar kostnaður kr. 6.162
d) Samtals: kr. 47.269


B. Frístundahús

Á hvert frístundahús (sumarbústaðir o.þ.h.) greiðist þjónustugjald sem nemur 50% af fullu sorphirðugjaldi. Hálft gjald nemur kr. 23.634.
Sumarhúsaeigendur fá klippikort og aðgang að gámasvæðum.


2. gr.

A. Rúmmál íláta og tíðni losana Húsavík
Grá tunna 240 ltr. Losun á 14 daga fresti (tvær vikur)
Brún tunna 40 ltr. Losun á 14 daga fresti (tvær vikur)
Græn tunna 240 ltr. Losun á 14 daga fresti (tvær vikur)
B. Reykjahverfi
Grá tunna 660 ltr. Losun á 28 daga fresti (fjórar vikur)
Brún tunna 120 ltr. Losun á 14 daga fresti (tvær vikur)
Græn tunna 660 ltr. Losun á 28 daga fresti (Fjórar vikur)
C. Kópasker og Raufarhöfn
Eigin tunnur Ruslapokar Losun á 14 daga fresti
Græn tunna 240 ltr. Losun á 28 daga fresti (fjórar vikur)
Blá tunna 240 ltr. Losun á 28 daga fresti (fjórar vikur)
D. Öxarfjörður, Melrakkaslétta
Aðgangur að Gámasvæðum
Græn tunna 240 ltr. Losun á 28 daga fresti (fjórar vikur)
Blá tunna 240 ltr. Losun á 28 daga fresti (fjórar vikur)

E. Greiðendur geta óskað eftir stækkun íláta með með því að greiða viðbótargjald
a. Grátt ílát Húsavík 660 ltr. Ársgjald kr. 10.000 Skiptigjald kr. 0
b. Grátt ílát Húsavík 1.100 ltr. Ársgjald kr. 23.000 Skiptigjald kr. 0
c. Brúnt ílát Húsavík 120 ltr. Ársgjald kr. 0 Skiptigjald kr. 1.500
d. Grænt ílát Húsavík 660 ltr. Ársgjald kr. 0 Skiptigjald kr. 1.500
e. Grænt ílát húsavík 1.100 ltr. Ársgjald kr. 0 Skiptigjald kr. 1.500


3. gr.

Gjöld fyrir meðhöndlun og urðun úrgangs samkvæmt 1. gr. skal innheimta með fasteignagjöldum. Gjöldin eru tryggð með lögveðrétti í
viðkomandi fasteign tvö ár eftir gjalddaga.


4. gr.

Gjald fyrir úrgang sem komið er með til söfnunarstöðvar:
Í sorpstöð er notast við klippikort sem veita aðgang að sorpstöð og ná yfir allan gjaldskyldan úrgang. Innifalið í þjónustugjaldi er klippikort sem veitir heimild til að losa allt að 400 kg ári, skipt niður í 20 losanir eða „klipp“.
Þjónustuaðili bíður upp á viðbótar klippikort í þeim tilfellum sem þau klippikort sem innifalin eru í þjónustugjaldi eru að fullu nýtt. Verð á
viðbótar klippikorti er skv. gjaldskrá þjónustuaðila. Fyrirtæki greiða fyrir þjónustu í samræmi við gjaldskrá þjónustuaðila.

5. gr.

Tekið er á móti úrgangi sem úrvinnslugjald er lagt á, án endurgjalds.
Ekki er lengur tekið gjaldfrjálst á móti dýrahræjum, en hægt er að framvísa klippikorti í þeim tilfellum eins og þegar um annan gjaldskyldan
úrgang er að ræða. Starfsmaður þjónustuaðila aðstoðar við að flokka úrgang að fenginni lýsingu úrgangshafa.
Losendur úrgangs eru ábyrgir fyrir greiðslu gjaldskylds úrgangs. Framvísun klippikorts er ígildi greiðslu.


6. gr.

Sveitarfélagið Norðurþing rekur urðunarstað á Kópaskeri þar sem heimilt er að urða úrgang sem á uppruna sinn á Kópaskeri, Raufarhöfn eða í dreifbýli í nágreni þeirra. Heimilt er að taka við úrgangi sem hefur verið meðhöndlaður og flokkast ekki undir spilliefni samkvæmt reglugerð nr. 184/2002 um skrá yfir spilliefni og annan úrgang.
Sveitarfélagið Norðurþing rekur urðunarstað í Laugardal við Húsavík þar sem heimilt er að urða úrgang sem hefur verið meðhöndlaður og telst til óvirks úrgangs sbr. tl. 2.1 í II. viðauka við reglugerð 738/2003 um urðun úrgangs.
Tekið er gjald fyrir mótöku sorps til urðunar sem ætlað er að standa undir rekstri urðunarstaða.

7. gr.

Gjald fyrir urðun úrgangs á Urðunarstöðum í rekstri Norðurþings:
Kópasker
Allir flokkar sem er heimilt að urða ……………….. 11,275 kr/kg (auk vsk ef við á).
Húsavík
Óvirkur úrgangur ……………………………………………. 11,275 kr/kg (auk vsk ef við á).


8. gr.

Framkvæmdanefnd Norðurþings er heimilt að gera sérstaka samninga um móttöku úrgangs og aðra þjónustuþætti þegar um er að ræða
afmarkaðri eða víðtækari þjónustu en gjaldskrá tekur til.


9. gr.

Verði vanskil á greiðslu gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari er hægt að innheimta gjöld með fjárnámi hjá gjaldanda án undangengins dóms,
sbr. 4. mgr. 23. gr. laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003, sbr. 1. gr. laga um aðför nr. 90/1989.


10. gr.

Gjaldskrá þessi er samþykkt af byggðaráði og staðfest í sveitastjórn Norðurþings þann 29.11.2017, með stoð í 13. gr. samþykktar um
meðhöndlun úrgangs í Norðurþingi, nr. 646/2017, sbr. 43. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, og 23. gr. laga um
meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003.
Gjaldskrá þessi tekur gildi 1. janúar 2020.

Gjaldskrá Slökkviliðs

Prenta gjaldskrá

 

I. KAFLI


Almennt.
1. gr.
Verkefni Slökkviliðs Norðurþings ákvarðast annars vegar af lögum um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum og reglugerðum settum samkvæmt þeim og hins vegar af skilgreiningu á þjónustustigi liðsins ákveðnu af sveitarstjórn Norðurþings.


2. gr.
Slökkvilið Norðurþings innheimtir ferða- og uppihaldskostnað í samræmi við reglur ferðakostnaðarnefndar fjármálaráðuneytisins.

 

3. gr.
Slökkviliðsstjóra er heimilt að fella niður gjald vegna starfsemi ef verkefni telst þjóna almanna-hagsmunum og/eða fellur að markmiðum og skilgreiningu á þjónustu liðsins.


II. KAFLI
Lögbundin verkefni.


4. gr.
Sé ákvæðum 2. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum beitt skal eigandi eða umráðamaður mannvirkis eða lóðar bera kostnað samkvæmt gjaldskrá af eftirliti með því að farið hafi verið að kröfum um úrbætur samkvæmt 3. mgr. 29. gr. sömu laga. Einnig er heimilt að taka gjald fyrir öryggis- og lokaúttektir samkvæmt 2. mgr. 12. gr. sömu laga.
Fast tímagjald fyrir hverja byrjaða klukkustund útseldrar vinnu hvers starfsmanns er 10.250., krónur.


5. gr.
Öryggisvaktir á mannvirki.

Allur kostnaður sem til kann að falla vegna öryggisvakta, skal greiddur af eiganda eða forráðamanni viðkomandi fasteignar. Slökkviliðsstjóri skal gefa viðkomandi aðilum hæfilegan frest til úrbóta og tilkynna honum það með sannanlegum hætti áður en gripið verður til frekari aðgerða.
Á það jafnframt við um tilfallandi vaktir vegna tímabundinna viðburða þar sem fullum eldvörnum verður ekki við komið eða á meðan unnið er að úrbótum á þeim. Innheimt er að lágmarki 41.000 kr., fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 10.250 kr., fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr., sbr. 2.tl. 2. mgr. 29. gr. og 30. gr. laga um brunavarnir.

 

6. gr.
Lokun mannvirkis.
Innheimt skal fyrir alla vinnu og akstur sem fellur til vegna lokunar mannvirkis eftir að eiganda eða forráðamanni hefur verið tilkynnt ákvörðun slökkviliðsstjóra um að loka skuli viðkomandi mannvirki. Innheimt er 10.250 kr., fyrir hverja byrjaða klukkustund fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Þegar um útkall er að ræða utan tilskilins daglegs vinnutíma starfsmanns eru innheimtar 41.000 kr., auk 10.250 kr., fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. og 31. gr. laga um brunavarnir.

7. gr.
Dagsektir.
Ef ekki er brugðist við kröfu slökkviliðsstjóra um úrbætur, innan þess frests sem gefinn hefur verið, er slökkviliðsstjóra heimilt að leggja á dagsektir, enda hafi verið varað við álagningu þeirra þegar frestur var gefinn. Dagsektir renna til viðkomandi sveitarsjóðs og skal hámark þeirra vera 500.000 kr. á dag. Dagsektir má innheimta með fjárnámi. Innheimt er 10.250 kr., fyrir hverja byrjaða klukkustund fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. og 31. gr. laga um brunavarnir.

8. gr.
Öryggis- og lokaúttektir.
Innheimt er fyrir alla vinnu sem fellur til vegna öryggis- og lokaúttektar, að lágmarki 20.500 kr., vegna hverrar úttektar. Fyrir stærri úttektir skulu að auki innheimtar 10.250 kr., fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram tvo tíma fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 12. gr. laga um brunavarnir.

9. gr.
Eftirlit og eftirfylgni kröfugerðar.
Fyrir fyrstu skoðun og gerð kröfugerðar skal ekkert innheimt.Við aðra skoðun og eftirfylgni kröfugerðar skal tekið fast gjald, 10.250 kr., fyrir hverja byrjaða klukkustund hafi kröfugerð verið uppfyllt. Hafi kröfugerð ekki verið uppfyllt skal innheimta að auki 41.000 kr., Þegar um útkall er að ræða utan tilskilins daglegs vinnutíma starfsmanns eru innheimtar 41.000 kr., auk 10.250 kr., fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir.

10. gr.
Eftirfylgni útkalla vegna brunaviðvörunarkerfa.
Sé slökkvilið kallað út vegna boða frá sjálfvirku brunaviðvörunarkerfi án þess að eldur sé laus skal innheimt fyrir kostnaði af eftirliti með því að gerðar séu nauðsynlegar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir endurtekin falsboð. Innheimt er fast gjald fyrir eina klukkustund, 10.250 kr., fyrir eftirlitið á daglegum vinnutíma., Þegar um útkall er að ræða utan tilskilins daglegs vinnutíma starfsmanns eru innheimtar 41.000 kr., Leiði það hins vegar til frekara eftirlits, vegna ítrekaðra falsboðana eða alvarlegra ágalla á brunavörnum, fellur það undir eftirlit og eftirfylgni kröfugerðar sbr. 9. gr. þessarar gjaldskrár og er þá innheimt samkvæmt því. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir.

11. gr.
Umsagnir.
Umsagnir slökkviliðsstjóra til einkaaðila eða annarra stjórnvalda eru ekki fyrirskrifaðar í lögum
um brunavarnir. Umsagnir til annarra stjórnvalda eru þó eftir atvikum áskildar í lögum um aðra
málaflokka og reglugerðum settum samkvæmt þeim.
Innheimt er fast gjald, 10.250 kr., fyrir hverja umsögn. Þegar um útkall er að ræða utan tilskilins daglegs vinnutímastarfsmanns eru innheimtar 41.000 kr., auk 10.250 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.

III. KAFLI

Önnur verkefni og þjónusta.
12. gr.
Slökkviliðið sinnir einnig verkefnum sem eru ekki skilgreind sem verkefni liðsins samkvæmt lögum. Þau verkefni verða þó að falla að tilgangi slökkviliðsins sem er að vinna að velferð íbúa í sveitarfélaginu séu þau ekki falin öðrum til úrlausnar í lögum né framkvæmd í samkeppni við aðra aðila. Því ber að taka gjald fyrir veitta þjónustu.
Fast tímagjald samkvæmt 4. gr. fyrir hverja byrjaða klukkustund útseldrar vinnu hvers starfsmanns er 10.250., krónur fyrir lögbundin verkefni. Að teknu tilliti til samkeppnissjónarmiða, þjálfunar, virkjunartíma og þess að þjónustan er aðgengileg allan sólarhringinn, allt árið er fast tímagjald fyrir hverja byrjaða klukkustund útseldrar vinnu hvers starfsmanns innheimt með 35% álagi. Fast tímagjald fyrir vinnu sem ekki er skilgreind sem verkefni liðsins samkvæmt lögum er því 13.325 kr., nema annað sé sérstaklega tekið fram. Þar sem um sérstakan viðbúnað er að ræða, sbr. 12.-14. gr., er að lágmarki innheimt fyrir fjóra starfsmenn í tvær klukkustundir, eða 106.600 kr.

13. gr.
Viðbúnaður vegna eldsvoða og mengunaróhappa.
Í 2. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum kemur fram að lögin gilda um eldvarnir og slökkvistörf vegna eldsvoða og viðbúnað við mengunaróhöppum á landi nema kveðið sé á um annað í lögunum. Lögin gilda enn fremur um björgun á fastklemmdu fólki úr mannvirkjum og farartækjum með sérhæfðum björgunarbúnaði. Slökkvistörf og viðbúnaður við mengunar-óhöppum á sjó og í lofti falla ekki undir lögin. Lögin ná því til starfsemi slökkviliða á landi, þ.m.t. slökkvistarfa í jarðgöngum, í skipum sem liggja í höfn og loftförum sem eru á jörðu niðri. Lögin taka ekki til eldvarna í skipum með haffærisskírteini, loftförum, almennum vinnuvélum, bifreiðum eða öðrum vélknúnum ökutækjum. Er það mat slökkviliðsstjóra hverju sinni hvenær sinna skal beiðnum um verkefni fyrir utan gildissvið laganna.
Ef óskað er eftir því að slökkviliðið sinni verkefni sem fellur utan gildissviðs laganna skal lágmarksgjaldtaka vera fyrir fjóra starfsmenn í tvær klukkustundir ef ekki liggja fyrir samningar um annað. Innheimta skal því að lágmarki 106.600 kr., auk 13.325 kr., fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram tvær fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.

14. gr.
Viðbúnaður vegna upphreinsunar.
Upphreinsun sem fellur ekki undir skilgreiningu 3. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 á mengunaróhappi er sinnt af slökkviliði þótt ekki sé mælt fyrir um það í lögum um brunavarnir, meðan ekki eru aðrir þar til hæfir aðilar tiltækir til að sinna verkefninu. Er það mat slökkviliðsstjóra hverju sinni hvenær sinna skal beiðnum um verkefni fyrir utan gildissvið laganna.
Ef óskað er eftir því að slökkviliðið sinni verkefni sem fellur utan gildissviðs laganna skal lágmarksgjaldtaka vera fyrir fjóra starfsmenn í tvær klukkustundir ef ekki liggja fyrir samningar um annað. Innheimta skal því að lágmarki 106.600 kr., auk 13.325 kr., fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram tvær fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.

15. gr.
Viðbúnaður vegna verðmætabjörgunar og vatnsleka.
Verðmætabjörgun sem ekki er tilgreind í brunavarnalögum, t.d. vegna vatnsleka, er sinnt af slökkviliði þótt ekki sé mælt fyrir um það í lögum um brunavarnir, meðan ekki eru aðrir þar til hæfir aðilar tiltækir til að sinna verkefninu. Er það mat slökkviliðsstjóra hverju sinni hvenær sinna skal beiðnum um verkefni fyrir utan gildissvið laganna.
Ef óskað er eftir því að slökkviliðið sinni verkefni sem fellur utan gildissviðs laganna skal lágmarksgjaldtaka vera fyrir fjóra starfsmenn í tvær klukkustundir ef ekki liggja fyrir samningar um annað. Innheimta skal því að lágmarki 106.600 kr., auk 13.325 kr., fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram tvær fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.

16. gr.
Ráðgjafarþjónusta.
Falli ráðgjafarvinna undir ákvæði stjórnsýslulaga um upplýsinga- og leiðbeiningaskyldu skal sú vinna undanþegin gjaldi. Ef ráðgjafarvinnan er fyrir utan ákvæði d-liðar 1. mgr. 12. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum, um leiðbeiningar til fyrirtækja og stofnana eftir atvikum um hvaðeina er varðar brunavarnir og eldsvoða vegna viðkomandi starfsemi, er þjónustan gjaldskyld. Skal slökkviliðsstjóri upplýsa eiganda eða forráðamenn viðkomandi fasteignar um gjaldtöku, komi til hennar, áður en eiginleg vinna fer fram og gera jafnframt grein fyrir hvert gjaldið er.
Innheimtar eru 13.325 kr., fyrir hverja byrjaða klukkustund fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.

17. gr.
Tækjaleiga.
Tækjaleiga er ekki fyrirskrifuð í lögum um brunavarnir. Þó er eðlilegt að leigja tæki sem eru þess eðlis að ekki er hægt að leigja þau hjá öðrum aðilum eða ef aðstæður kalla á skjóta notkun sem aðrir aðilar geta ekki boðið.
Verðlagning er ákveðin þannig að hún sé ávallt í það minnsta 35% hærri en leiga á svipuðum eða sambærilegum tækjum sem aðrir geta útvegað til að tryggja samkeppnissjónarmið. Oftast er um að ræða dælu- eða körfubíla, t.d. vegna einhverrar uppákomu sem kallar á slíkan búnað. Verðlagningu á tækjum skal endurskoða við hverja breytingu á gjaldskrá þessari.
Tæki slökkviliðs Norðurþings skulu aðeins notuð af starfsmönnum slökkviliðsins. Innheimt er að lágmarki 53.300 kr., fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 13.325 kr., fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma, auk tækjaleigu.

18. gr.
Fylgd vegna sprengiefnaflutninga.
Sprengiefnafylgd er ekki áskilin í lögum um brunavarnir heldur er kveðið á um slíka fylgd í lögreglusamþykktum og veitir lögreglustjóri ekki heimild til flutnings nema í fylgd slökkviliðs. Innheimt er að lágmarki 53.300 kr., fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 13.325 kr., fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma.

19. gr.
Annað.
Innheimt skal gjald fyrir aðra vinnu sem ekki er tilgreind hér og ekki er mælt fyrir um í lögum eða er í samræmi við skilgreint hlutverk liðsins. Innheimt er fyrir tæki samkvæmt 16. gr. og að lágmarki 53.300 kr. fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 13.325 kr. fyrir hverja byrjaða klukku-stund umfram fjóra tíma.
Getur þetta átt við um þjónustu vegna sérstakra verkefna eins og kvikmyndatöku, móttöku erlendra þjóðhöfðingja eða sendimanna, menningarviðburða o.fl. þess háttar.

IV. KAFLI

Innheimta.
20. gr.
Slökkvilið Norðurþings annast innheimtu gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari eða innheimtufyrirtæki sem verkefnið er falið samkvæmt samningi þar að lútandi. Um innheimtu gjalda skal fara eftir viðteknum venjum í innheimtu opinberra stofnana. Gjalddagi gjalda samkvæmt gjaldskránni er útgáfudagur reiknings og eindagi er 30 dögum síðar. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga.
Gjöldum sem til eru komin vegna öryggis- og lokaúttekta, sem og aðgerða til að knýja fram úrbætur samkvæmt lögum, sbr. 5. gr. til og með 10. gr., fylgir lögveð í viðkomandi fasteign eða lóð, sbr. 3. mgr. 12. gr. og 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum.

V. KAFLI

Gildistaka og lagastoð.
21. gr.
Gjaldskrá þessi, sem sett er með heimild í lögum nr. 75/2000 með síðari breytingum og reglu-gerðum settum samkvæmt þeim, er samin af slökkviliðsstjóra og samþykkt af sveitarstjórn Norðurþings með heimild í 1. mgr. 92. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 með síðari breytingum. Gjaldskráin er einnig samþykkt af byggðarráði Norðurþings. Gjaldskráin öðlast gildi við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
F.h Slökkviliðs Norðurþings 1. janúar 2020,

Gjaldskrá hafna Norðurþings

Prenta gjaldskrá

 


Gildissvið


1. gr.
Gjaldskrá þessi gildir fyrir hafnir Norðurþings, þ.e. Húsavíkurhöfn,
Raufarhafnarhöfn og Kópaskershöfn og er sett skv. heimild í 17. gr. hafnalaga
nr. 61/2003, sbr. bráðabirgðaákvæði nr. 1.


2. gr.
Við ákvörðun hafnagjalda samkvæmt stærð skipa skal miða við
brúttótonnatölu skipa samkvæmt alþjóðlegu mælibréfi, sem gefið er út eftir
ákvæðum alþjóðasamþykktarinnar um mælingu skipa frá 1969.


3. gr.
Af öllum skipum skal greiða tilheyrandi gjöld til hafnarsjóðs ef þau koma inn
fyrir takmörk hafnarinnar og njóta þjónustu þeirra.


Skipagjöld


4. gr.
Lestargjöld:
Af öllum skipum skal greiða lestagjaldá mælieiningu skips skv. 2. gr. við hverja
komu til hafnar en þó ekki oftar en tvisvar í mánuði og einu sinni í hverjum
mánuði liggi skip við bryggju tillengri tíma.
Undanþegin greiðslu lestagjalds eru herskip, varðskip og skip sem eru gerð út
til vísindalegra rannsókna, svo og skip sem leita hafnar vegna sjóskaða eða til
að láta í land sjúka menn eða látna,svo fremi þau nýti ekki aðra þjónustu.
Lestargjald.......................16,9 kr.


Bryggjugjöld:
Af öllum skipum sem leggjast við bryggju eða hafnarbakka skal greiða
bryggjugjöld á mælieiningu skv. 2. gr. fyrir hverja byrjaða 24 tíma sem skipið
liggur bundið.
Heimilt er að taka lesta-og bryggjugjald af fiskiskipum og minni bátum undir
100 BT.sem mánaðargjaldá mælieiningu, en þó aldrei lægra en uppgefið
lágmarksverð á mánuði samkv. eftirfarandi flokkun.
Bryggjugjöld pr. BT fyrir skip minni en 10.000 BT........................ 9 kr.
Bryggjugjöld pr. BT fyrir skip stærri en 10.000 BT...................... 12 kr.
Mánaðargjöld per BT............................................................... 114 kr.
Lágmarksgjöld báta 20 BT og stærri pr. mánuð...............12.602 kr.
Lágmarksgjöld báta undir 20 BT pr. mánuð........................7.643 kr.
Bátar í vetrar uppistöðu á hafnarsvæðum pr. mánuð..... 5.438 kr.
Bátar í uppist. lengur en 6 mánuði á hafnarsvæðum pr. mánuð...21.751 kr.
Bátavagnar og kerrur á hafnarsvæðum pr. mánuð.................5.438 kr.
Heimilt er að leggja allt að fimmföld bryggjugjöld á skip og báta sem liggja
um lengri tíma við bryggju og hafa verið án haffærisskírteinis í a.m.k. 3 mánuði.
Heimilt er að leggja þreföld bryggjugjöld á skip og báta sem eru í langtíma
viðlegu vegna annarrar starfsemi en útgerðar þ.e.a.s. bátar og skip sem ekki
skila afla-eða farþegagjaldi til hafnarinnar.
Bryggjugjöld af erlendum skútum og skemmtibátum , innifalið er vatn og
rafmagn.
Gjald fyrir hvern byrjaðan dag.................................4.100 kr.


Vörugjöld
5. gr.
Vörugjald skal greiða af öllum vörum sem fluttar eru af skipsfjöl á land eða
úr landi á skipsfjöl, eða úr einu skipi í annað, innan marka hafnarinnar, þó
með þeim undantekningum er síðar getur. Farmflytjandi skal skila farmskrá og
öðrum nauðsynlegum gögnum, eins fljótt og auðið er, til viðkomandi hafna
Norðurþings, vegna álagningar vörugjalda.


6. gr.
Fyrir vörur sem samkvæmt farmskrá skips eru ákveðnar til annarrar hafnar,
innlendrar eða erlendrar, en eru látnar á land um stundarsakir, skal aðeins
greitt vörugjald þegar vörurnar eru fluttar í land. Undanþegnar þessu gjaldi
eru vörur sem látnar eru á land um stundarsakir vegna skemmda á skipi.


7. gr.
Af vörum fluttum með reglulegum strandsiglingum er veittur 40% afsláttur
af vörugjöldum í hverjum verðflokki. Af vörum sem fara eiga til útlanda en
umskipað er í innlendri höfn skal greiða fullt vörugjald í fyrstu lestunarhöfn. Af
vörum sem koma frá útlöndum og fara eiga áfram til útlanda er heimilt að
innheimta fullt vörugjald þegar að vörurnar eru fluttar í land.
Í samræmi lög nr. 52/2013 um heimild til samninga um kísilver í landi Bakka í
Norðurþingi og fjárfestingarsamning ríkisins við PCC SE og PCC BakkiSilicon hf.
gilda sérákvæði um afslátt félagsins PCC BakkiSilicon hf. Samkvæmt samningi
hafnasjóðs og PCC BakkiSilicon hf. frá 30. júlí 2013 skal félaginu veittur 40%
afsláttur af vörugjöldum vegna inn- og útflutnings, hvort sem flutningurinn fer
fram með reglubundnum strandsiglingum eða með beinum inn- og útflutningi.


8. gr.
Um vörugjald af flutningi ferjuskipa skal semja við ferjueiganda sem innheimtir
gjaldið ásamt flutningsgjaldi og stendur skil á því til hafnarinnar. Farþegar,
bifreiðar þeirra, farangur og vöruflutningar með ferjum og flóabátum sem
njóta styrks samkvæmt vegalögum eru undanþegnir vörugjaldi. Heimilt er þó
að taka vörugjöld af vöru í vörugjaldsflokkum 1, 2 og 3. flokk a) lið sbr. 12.gr.

9. gr.
Þessar vörur eru algjörlega undanþegnar vörugjaldi:
- Umbúðir sem endursendar eru.
- Kol, olía, vistir og aðrar nauðsynjar skipa til eigin notkunar.
- Almennar póstsendingar og farangur ferðamanna.
- Úrgangur sem fluttur er til eyðingar.


10. gr.
Vörugjald skal reikna eftir þyngd með umbúðum eða verðmæti, af hverri
sendingu sérstaklega. Fara skal eftir farmskrá skipa við útreikning vörugjalds.
Skipstjóra eða afgreiðslumanni skips er skylt að láta gjaldkera hafnarinnar í
té afrit af farmskrá áður en lestun eða losun hefst. Þyki hafnarstjóra ástæða
til getur hann hvenær sem er látið ákveða vörumagnið á þann hátt sem
hann telur hentugast. Reynist vörumagnið vera meira en upp er gefið greiðir
farmeigandi kostnaðinn. Séu fleiri en ein vörutegund í sendingu, ósundurliðað
eða farmlýsing óskýr skal reikna vörugjaldið eftir þeirri tegund sem hæst gjald
skal greiða af.


11. gr.
Vörur skal flokka til eftir því sem vörugjaldskrá tiltekur og gjaldið greiðist eins og
þar segir.
Vörugjaldskrá.
1. fl.:
Heilfarmar af lausu efni, sem losað er eða lestað með færiböndum, dælingu
eða mokstursvélum svo sem kol, laust korn, salt, sandur, möl, kvarts, málmgrýti
og önnur steinefni, vikur, kísilgúr, þörungamjöl, sement, áburður, súrál, koks,
gifs, sementsgjall, og úrgangur sem fluttur er til endurvinnslu.
Gjald fyrir hvert byrjað tonn:.......................................373 kr.
Farmar af lausu efni losað eða lestað beint af hafnarstétt
Gjald fyrir hvert byrjað tonn:.......................................746 kr.
2. fl.:
Heilfarmar af vökva sem dælt er í land eða um boðr í skip s.s. bensín og
brennsluolíur. Lýsi. fiskimjöl, fiskifóður ásamt inn- og útfluttar sjávarafurðir.
Gjald fyrir hvert byrjað tonn:......................................470 kr.
3. fl.:
a) Þungavarningur svo sem sekkjavörur, óunnir málmar og timbur, stálbitar,
steypustyrktarjárn, brotajárn, byggingarefni ýmiskonar, rör, gifsplötur,
rafmagnsstrengir, málmklæðningar og einangrun. Útgerðarvörur, smurolíur,
landbúnaðarafurðir, hráefni til iðnaðar og byggingaframkvæmda. Pökkuð
og niðursoðin matvæli, óáfengar drykkjarvörur og ávextir. Steinull, sauðskinn,
plaströr, gler og umbúðir.
b) Vörur sem ekki verða flokkaðar annars staðar eftir þyngd. Vörugjald greiðist
ekki af bifreiðum ferðamanna, enda ferðast eigendur með sama skipi.
Gjald fyrir hvert byrjað tonn:.........................................697 kr.
4. fl.:
a) Aðrar vörur sem ekki eru tilgreindar í 1. – 3. fl. s.s. vélar og varahlutir,
vinnuvélar, tæki og tækjabúnaður hvers konar. Skrifstofu- og aðstöðugámar.
Heimilistæki og skrifstofuvélar, bifreiðar, bifhjól, reiðhjól, hjólbarðar, bátar,
flugvélar, hreyflar, aflvélar, mótorar, mælitæki Húsbúnaður, búslóð, húsgögn,
vefnaðarvara, fatnaður og gúmmí. Útvarps- og sjónvarpstæki, hljóðfæri, úr,
klukkur, myndavélar, sjónaukar, glysvarningur ýmiskonar, vín, tóbak, sælgæti,
snyrtivörur og lyf.
b) Vörur sem ekki verða flokkaðar annars staðar eftir þyngd.
Gjald fyrir hvert byrjað tonn:...........................................1.864 kr.
5. fl.: Aflagjald 1,60%:
1,60% af heildaraflaverðmæti sjávarafla sem lagður á land eða í skip á
hafnarsvæðinu til vinnslu eða brottflutnings, þ.m.t. fiskur og seiði úr eldiskvíum.
Gjaldið reiknast af heildarverðmæti aflans.
- Gjald af frystum afla frystitogara og eldisfiski reiknast af helmingi
heildarverðmætis.
- Gjald af saltfiski reiknast miðað við tvöfalda þyngd.
- Gjald af gámafiski reiknast af áætluðu heildarverði.
Seljanda aflans ber að afhenda hafnarstjóra skýrslu um seldan afla um leið
og sala hefur átt sér stað, t.d. afrit af aflaskýrslu til Fiskistofu. Aflagjaldið fellur í
gjalddaga um leið og afla er landað. Seljanda ber að standa skil á aflagjaldi
og er ábyrgur fyrir því til hafnarsjóðs. Standa ber skil á greiðslu aflagjalds eigi
sjaldnar en mánaðarlega. Við sölu aflans til skyldra aðila skal vera skv. 3.
mgr. 9. Gr. laga nr. 13/1998 um verðlagsstofuskiptaverðs og úrskurðarnefnd
sjómanna og útvegsmanna skal að lágmarki miðað við skiptaverð
verðlagsstofu skiptaverðs.
Um aflagjald af grásleppuhrognum gildir sama regla og með landaðan bolfisk
og skal útgerðarmaður eða verkandi skila til hafnaryfirvalda skýrslum um
heildar verðmæti hrognanna.Verði þeim ekki skilað munu hafnaryfirvöld ná í
þær tölur inn á vefsíðu Fiskistofu sem vigtarmenn hafa aðgang að.
Af vörum fluttum með reglubundnum strandflutningum er veittur 40% afsláttur
af vörugjöldum í hverjum verðflokki. Lágmarksgjald í öllum flokkum er kr. 2.500,-
á hvert tonn.


Úrgangs- og förgunargjald

12. gr.
Samkvæmt lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33 frá 2004 og
reglugerð nr. 1200 frá 2014 ber skipstjóri ábyrgð á að úrgangi frá skipi
sé skilað til hafnar eða viðurkennds þjónustuaðila áður en látið er úr höfn.
Skipstjóri, eigandi skips eða þjónustuaðili skal undantekningalaust skila fyrir
komu skips til hafnar útfylltu eyðublaði til hafnarinnar um magn og tegund
þess úrgangs sem skilað skal á land. Misbrestur á því getur leitt til tilkynningar
til Umhverfisstofnunar. Skip sem óskar eftir að hafnir Norðurþings taki á móti
úrgangi skal tilkynna um það að lágmarki 48 klst fyrir komu til hafnar.
Annist höfn móttöku og förgun á úgangi frá skipi skal gjald greitt fyrir
þjónustuna fyrir hvern rúmmetra úrgangs. Fari kostnaður við förgun og eyðingu
umfram uppgefið gjald hafnarinnar greiðir viðkomandi aðili þann kostnað sem
til fellur við móttöku og förgun.
Öll skip sem falla undir grein 11 c. í lögum um varnir gegn mengun hafs og
stranda nr. 33 frá 2004 skulu greiða eftirfarandi vegna úrgangs:
a. Úrgangsgjald: Við komu skips til hafna skal skip greiða gjald á brt. Gjald
þetta skal standa undir eftirliti og umsýslu hafnar vegna móttöku á úrgangi.
Gjald á BT. skips samkvæmt lið a:..............................0,80 kr.
Lágmarksgjald samkvæmt lið a: .............................5.872 kr.
Hágmarksgjald samkvæmt lið a:...........................52.740 kr.
b. Úrgangsgjald: Gjald skv. staflið a. má lækka ef umhverfisstjórnun, hönnun,
búnaður og starfræksla skips er með þeim hætti að skipstjóri geti sýnt fram á
að minni úrgangur verði til um borð.
Gjald á BT. skips samkvæmt lið b :………………..........0,5 kr.
Lágmarksgjald samkvæmt lið b :……………………. 5.872 kr.
Hágmarksgjald samkvæmt lið b :………………......26.316 kr.
c) Úrgangsgjald: Skip og bátar sem koma oftar en fjórum sinnum til hafnar á
almanaksárinu greiða samkvæmt b. lið fyrir fimmtu komu og komur eftir það.
d) Úrgangsgjald: Skip og bátar sem eru undir 60 metra að lengd, eru ekki
hafnsöguskyld og hafa varanlega viðveru í höfnum Norðurþings skulu greiða
fast mánaðargjald vegna eftirlits og umsýslu hafnar vegna móttöku á sorpi
Fast gjald á mánuði samkvæmt lið d:.....................5.872 kr.
e) Förgunargjald: Við komu til hafnar skulu öll skip sem falla undir 11. grein laga
nr. 33 frá 2004 greiða förgunargjald óháð því hvort þau skila úrgangi í land.
Förgunargjaldið skal standa á undir eftirliti, umsýslu og förgun á úrgangi sem
skilað er á land:
Farþegaskip yfir 60 metrar á lengd skulu greiða 1,60 kr. á brt.
Önnur skip skulu greiða 2,20 kr. á brt.
Greiða skal samkvæmt h-lið fyrir sorp sem fer umfram ofangeinda viðmiðun.
Skip og bátar sem eru undir 60 metrar á lengd og hafa varanlega viðveru í
höfnum Norðurþings skulu háðir sérstöku samkomulagi sem m.a. taki á lögum
og reglum um skil á sorpi.
f) Förgunargjald: Skili skip sorpi til hafnarinnar eða leiti til viðurkennds aðila um
móttöku á úrgangi getur það fengið álagt förgunargjald skv. e-lið fellt niður
enda skili það áður kvittun móttökuaðilans ásamt réttum upplýsingum um
losað magn. Skilyrði endurgreiðslu kostnaðar er að kvittun móttökuaðila hafi
borist hafnaryfirvöldum. innan tveggja sólarhringa frá brottför skips hafi skip
leitað beint til viðurkenndrar móttökustöðvar.
g) Samkvæmt 11. grein laga nr. 1200 frá 2014 getur Umhverfisstofnun veitt
skipum í áætlunarsiglingum, sem hafa reglulega viðkomu í höfnum og
sýna fram á trygga afhendingu úrgangs og greiðslu gjalda í hverri höfn á
siglingaleiðinni undanþágu frá afhendingu úrgangs.Skipstjóri eða eigandi skips
sem fengið hefur undanþágu frá Umhverfisstofnun um afhendingu úrgangs
eða skilum á tilkynningum, skal framvísa gildri staðfestingu þess efnis.
h) Skip sem undanþegin eru gjaldskyldu skv. 1. tl. 2. mgr. 17. gr. og 11. grein
c-lið laga nr. 33 frá 2004 hafnalaga skulu greiða fyrir móttöku hafnar og förgun
á almennu sorpi. Lágmarksgjald hafnar fyrir móttöku á úrgangi er kr. 13.561,-
á hvern rúmmetra og lágmarksgjald einn rúmmetra. Annist höfnin móttöku á
spilliefnum eða sérstökum úrgangi sem hefur í för með sér kostnaðar umfram
förgun á almennu sorpi greiðir viðkomandi aðili þann kostnað sem til fellur.


Förgunargjald:
Gjald pr. BT. Farþegaskip…...................................1,60 kr.
Gjald pr. BT. Önnur skip.............. ...........................2,20 kr.
Hver einstök losun:
Gjald pr. m3 sorps, lágmarksgjald:.................. 13.561 kr.
Gjald miðast við einn m3
Sorpgjald báta og skipa sem hafa fasta viðlegu í höfn:
Bátar að 15 BT. Mánaðargjald:.......................2.206 kr.
Bátar 15-50 BT. Mánaðargjald:.......................4.411 kr.
Bátar yfir 50 BT. Mánaðargjald:.......................8.821 kr.
Ef skipstjóri eða útgerðaraðili óskar eftir gám eða körum til magnlosunar sorps
og losun fer fram á flokkunarstöð verður það gjaldfært samkvæmt reikningi
flokkunarstöðvar fyrir viðkomandi losun.


Vigtargjöld
13. gr.
Vigtargjald, hvert byrjað tonn:...............................................167 kr.
Lágmarksgjald fyrir einstaka vigtun að 10 tonnum: ..........1.596 kr.
Skráningargjald afla, hvert byrjað tonn:...............................113 kr.
Skráningargjald v. endurvigtunar, hver löndun:................1.630 kr.
Kranagjald hafnarkrana, hvert byrjað tonn:.........................205 kr.
Krangjald er innifalið í vigtargjaldi ef afli er undir 1.000 kg.
Vigtun ökutækja, vagna o.fl.:...............................................2.527 kr.
Á vigtun sem fram fer í samfelldri vinnulotu á tímabilinu kl. 17:00 – 08:00 á
virkum dögum bætist við yfirvinna vigtarmanns sem deilist niður á notendur.
Vigtun í yfirvinnu: .......................................................6.307 kr.
Útkallsvigtun: Ef vigtað er utan daglegs opnunartíma hafarvogar greiðir sá
er vigtað er fyrir útkall skv. gjaldskrá. Kostnaður útkalls deilist á viðskiptavini en
þó aldrei minna fjórðung úr klst á hvern viðskiptavin. Tvöfalt gjald er tekið á
stórhátíðardögum. Útkall reiknast að lágmarki 4 klst
Útkallsvigtun:..................................................................23.370 kr.


Vatnsgjöld
14. gr.
Vatnsgjald frá bryggju kalt vatn, hver m3:......................373 kr.
Vatnsgjald frá bryggju heitt vatn, hver m3:....................599 kr.
Lágmarksgjald kalt vatn. Miðað við 10 m3:….............3.730 kr.
Lágmarksgjald heitt vatn. Miðað við 10 m3:...............5.998 kr.
Bátar með fasta viðlegu, mánaðargjald, að 15 BT:............745 kr.
Bátar með fasta viðlegu, mánaðargjald, frá 15-50 BT:....1.490 kr.
Bátar með fasta viðlegu, mánaðargjald, yfir 50 BT:.........3.511 kr.
Tengigjald í yfirvinnu per klst:......................................... 6.307 kr.
Lágmarks útkall 4 klst.


Raforkusala
15. gr.
Raforkusala frá bryggju, hver KWh:.................................19,2 kr.
Tengigjald utan dagvinnutíma per klst:........................6.307 kr.
Lágmarks útkall 4 klst.
Lágmarksgjald miðast við 300 KWh:.............................6.078 kr.
Mælaleiga, mánaðargjald:...........................................7.175 kr.


Geymslugjöld
16.gr.
Geymsla á farmv. svæði, pr. m2 (mánaðargjald):............197 kr.
Geymsla frág. svæði, pr. m2 (mánaðargjald):..................137 kr.
Geymsla önnur svæði, pr. m2 (mánaðargjald)...................72 kr.


Gjald fyrir skammtímageymslu gáma á hafnarsvæðum:
Geymsla fyrir 20” gám pr. sólarhring:.................................…566 kr.
Geymsla fyrir 40” gám pr. sólarhring:..................................1.131 kr.
Innheimt er raforka af tengdum frystigámum samkvæmt mælingu.
Mánaðarleiga fyrir gáma á tilgreindum gámageymslusvæðum.
Geymsla fyrir 20” gám pr. mánuð:.......................................6.150 kr.
Geymsla fyrir 40” gám pr. mánuð:.................................12.300 kr.
Ekki er heimilt að geyma neitt fyrir utan eða ofan á gámum sem staðsettir eru
á gámageymslusvæðum á hafnarsvæði eða á vegum hafnaryfirvalda.
Ef dót eða drasl er staðsett fyrir utan gáma á geymslusvæðum mun það
verða fjarlægt og eða fargað á kostnað eiganda.
Heimilt er að innheimta gjald (sekt) fyrir uppsafnað dót eða drasl fyrir utan
gáma eða á hafnarsvæðum.
Gjald vegna ósamþykktrar geymslu á hafnarsvæði pr. sólarhringur:.......6.272 kr.
Gjald fyrir skammtímageymslu veiðarfæra og búnaðar á hafnarsvæðum.
Eftir fyrstu fimm dagana pr. sólarhring:.....................................6.272 kr.
Svæði fyrir söluhús án vatns og rafmagns frá júni til loka ágúst:
innifalið er stöðuleyfisgjald..............................................41.000 kr.


Flotbryggjugjöld
17.gr.
Flotbryggjugjöld á mánuði:
Bátar að 15 BT: ............................................................................9.776 kr.
Bátar 15 - 30 BT:..........................................................................30.092 kr.
Bátar yfir 30 BT:............................................................................54.156 kr.


Hafnsögugjöld
18 gr.
Samkvæmt 6. gr. í hafnarreglugerð fyrir hafnir Norðurþings er öllum skipum
lengri en 60m, að undanteknum innlendum fiskiskipum, skylt að taka
hafnsögumann við siglingu um hafnasvæði Norðurþings.
Fyrir leiðsögn til hafnar að bólvirki eða lægi skal greiða gjald fyrir hvert
brúttótonn. Fyrir leiðsögn frá höfn, bólvirki eða lægi greiðist sama gjald. Fyrir
leiðsögn um höfn greiðist hálft hafnsögugjald.
Hafnarstjóra er heimilt að veita skipstjóra skips sem skylt er að lúta hafnsögu
skv. Þessari grein, undanþágu frá hafnsögu sbr. Hafnarreglugerð nr. 287/2005
með síðari breytingum, við sérstakar aðstæður og ef viðkomandi skipstjórnandi
hefur gild hafnsöguréttindi. Veittur er 25% aflsláttur af hafnsögugjaldi.
Hafnsögugjald pr BT. fyrir hverja ferð:....................................9,6 kr.
Hafnsögugjald lágmark:....................................................88.223 kr.
Flutningur hafnsögumanns, fast gjald: 60.280 kr.


Móttaka skipa
19 gr.
Festargjald pr. mann í dagvinnu: ..................................14.947 kr.
Festargjald pr. mann í næturvinnu: ...............................23.698 kr.
Festargjald pr. mann á stórhátíðardögum greðist tvöfalt næturvinnugjald
Fjöldi manna við afgreðslu skipa fer eftir stærð skipa og aðstæðum og
er ákveðið af hafnaryfirvöldum.

Þjónusta dráttarbáta
20 gr.
Öllum olíuskipum, skipum sem ekki hafa bógskrúfu og skipum með hættulegan
farm er skylt að hafa dráttarbát til að tryggja öryggi við komur og brottfarir til
og frá höfnum Norðurþings, samkv. 6. gr. reglugerðar.
Hafnarstjóri eða starfsmenn hafna, í umboði hafnarstjóra, geta þó krafist
þess að skipstjórar allra skipa sem fara ætla um hafnarsæði Norðurþings noti
dráttarbát sér til aðstoðar og öryggis við komu eða brottför úr höfn, ef hann
telur ástæðu til. Skipstórar skipa geta óskað eftir aðstoð dráttarbáta telji þeir
sig þurfa slíka þjónustu af einhverjum ástæðum.
Tímagjald fyrir aðstoð dráttarbáta miðast við brúttóstærð skips:......11,1 kr.
Lágmarksgjald fyrir Seif á klst.:....................................................70.725 kr.
Lágmarksgjald fyrir Sleipni á klst.: ..............................................64.786 kr.
Hámarksgjald fyrir aðstoð dráttarbáts: ..................................298.700 kr.
Fylgi dráttarbátur skipi til öryggis í eða úr höfn, er tekið hálft gjald.
Þegar dráttarbátur flytur hafnsögumann og aðstoðar einnig skipið eða er til
öryggis, fellur gjald fyrir flutning hafnsögumanns niður.
Siglingatími Sleipnis til eða frá stað umfram ein klst.: .....71.000 kr.pr. klst.
Siglingatími Seifs til eða frá stað umfram ein klst.: ..........84.000 kr.pr. klst.


Hafnar- og siglingaverndargjald
21. gr.
Við komu skipa, sem falla undir ákvæði laga um siglingavernd nr. 50/2004, ber
að greiða eftirfarandi gjöld:
Farþegavernd pr. farþega farþegaskipa: ..............................120 kr.
Farmvernd, álag á vörugjöld: ......................................................20%
Öryggisgjald vegna hafnarverndar fyrir hverja komu: .............54.096 kr.
Öryggisgæsla pr. klst í dagvinnu: ..........................................6.215 kr.
Öryggisgæsla pr. klst í næturvinnu: .....................................11.513 kr.
Gjald miðast við einn öryggisvörð.


Farþegagjöld
22. gr.
Farþegagjald skal greiða af hverjum farþega ferðaþjónustubáta og
skemmtiferðaskipa.
Skipstjórar eða eigendur þeirra báta sem stunda farþegaflutninga við hafnir
Norðurþings skulu skila upplýsingum um farþegafjölda mánaðarlega á meðan
farþegaflutningum stendur. Skal upplýsingum skilað eigi síðar en 10. hvers
mánaðar fyrir næstliðinn mánuð.
Berast hafnaryfirvöldum ekki farþegatölur á tilsettum tíma munu hafnaryfirvöld
innheimta farþegagjöld samkvæmt áætluðum fjölda flutra farþega.
Farþegagjald: .......................................................................179 kr.


Önnur gjöld
23. gr.
Leiga á landgöngum fyrir hverja byrjaða 24 tíma:................ 30.000 kr.


III. KAFLI


Um innheimtu og greiðslu hafnargjalda
24. gr.
Hafnarstjóri sér um innheimtu allra hafnargjalda og skal greiða gjöldin á
skrifstofu hafnarinnar. Séu gjöldin ekki greidd á réttum gjalddögum er heimilt
að reikna hæstu lögleyfðu dráttarvexti á skuldina, skv. 6. gr. laga um vexti og
verðtryggingu nr. 28/2001
Skipstjóri, eigandi eða umráðamaður skips bera ábyrgð á greiðslu gjalda
þeirra sem greiða ber til hafnarinnar vegna skipsins. Öll gjöld samkvæmt
gjaldskrá þessari má taka fjárnámi. Skipagjöldin eru tryggð með lögveði í
skipinu og gengur það veð í tvö ár fyrir samningsveðskuldum sbr. ákvæði
21. gr. hafnalaga nr. 61/2003. Skipstjóra skylt að afhenda hafnarstjóra
þjóðernis- og skrásetningarskírteini skipsins, ef hafnarstjóri krefst þess, og hefur
hafnarsjóður haldsrétt yfir skírteinunum uns gjöld eru greidd. Töf og tjón sem
af þessu hlýst er einvörðungu á ábyrgð og kostnað greiðanda skipagjaldsins.
Að svo miklu leyti sem í gjaldskrá þessari eru ekki ákveðnir fastir gjalddagar á
gjöldum skal greiða þau áður en skip fer burt úr höfninni og enginn skipstjóri
getur vænst þess að fá afgreiðslu fyrir skip sitt hjá sýslumanni eða tollstjóra,
nema hann sanni með vottorði frá hafnarstjóra að hann hafi greitt öll gjöld sín
til hafnarinnar.


25. gr.
Vörugjald greiðir móttakandi af vörum sem koma til hafnarinnar og sendandi
af vörum sem fluttar eru úr höfninni. Ef margir eiga vörur sem fluttar eru með
sama skipi skal afgreiðslumaður skipsins standa hafnarsjóði skil á greiðslum. Ef
skip hefur ekki farm sinn skráðan ber skipstjóri ábyrgð á greiðslu vörugjaldsins.
Ef vörur eru fluttar úr einu skipi í annað greiðir sá vörugjaldið sem affermir.
Vörugjald af vörum sem koma til hafnarinnar fellur í gjalddaga þegar skipið
sem vörurnar flytur er komið í höfnina og vörugjald af vörum sem fluttar eru úr
höfninni fellur í gjalddaga þegar vörurnar eru komnar á skip.
Skipstjóra og afgreiðslumanni skips er óheimilt að afhenda vörurnar fyrr en
gjaldið er greitt.
Hafnarsjóður hefur haldsrétt í skráningar- og þjóðernisskírteinum skips til
tryggingar gjaldinu.
Aflagjald og vörugjald af útflutningi skal auk þess tryggt með veði í
útflutningsbirgðum þess aðila er skuldar gjöldin.


26. gr.
Á öll gjöld skv. verðskrá þessari er án virðisaukaskatts sbr. 3. tl. 3. gr. laga nr.
50/1988 um virðisaukaskatt. Skip í eigu erlendra aðila greiða ekki vsk.


27. gr.
Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari má taka fjárnámi. Skipagjöldin
eru tryggð með lögveði í skipinu og gengur það veð í tvö ár fyrir
samningsveðskuldum sbr. ákvæði 21. gr. hafnalaga nr. 61/2003.

Gjaldskrá tekur gildi 1.janúar 2020


IV. KAFLI

Gildistaka
Gjaldskrá þessi fyrir hafnir Norðurþings er samþykkt af hafnarstjórn Norðurþings
í október 2018, skv. hafnalögum nr. 61/2003 og 37. gr. reglugerðar um
hafnamál nr. 326/2004.
Gjaldskráin gildir frá 1. janúar 2020 og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem
hlut eiga að máli. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá hafna Norðurþings frá því í
janúar 2019.
Húsavík 15. október 2019
Hafnarstjóri Norðurþings
Þórir Örn Gunnarsson.

Gjaldskrá Frístundaheimilisins Tún

Prenta gjaldskrá

 

 Gjaldskrá þessi var samþykkt í Fjölskylduráði Norðurþings þann 18. nóvember 2019 og staðfest í sveitarstjórn 4. desember 2019.

Mánaðargjald
Fullt pláss
21.833 kr.
Hálft pláss (*allt að 3 dagar í viku)
12.551 kr.
Einstæðir - Fullt pláss
15.689 kr.
Einstæðir - Hálft pláss (*allt að 3 dagar í viku)
9.019 kr.
Systkinaafsláttur:
50% fyrir annað barn
10.916 kr. (miðað við fulla vistun)
100% fyrir þriðja barn
Innifalið í mánaðargjaldi er síðdegishressing

Álagning gjalda 2020

Prenta gjaldskrá

 

Samþykkt í Sveitarstjórn Norðurþings þann 4. desember 2019

Útsvar
14,52%
Fasteignaskattur:
A flokkur
0,500 %
B flokkur
1,32 %
C flokkur
1,60 %
Lóðaleiga 1
1,50 %
Lóðaleiga 2
2,50 %
Vatnsgjald:
A flokkur
0,100 %
B flokkur
0,450 %
C flokkur
0,450 %
Holræsagjald:
A flokkur
0,100 %
B flokkur
0,275 %
C flokkur
0,275 %
Sorphirðugjald:
Þjónustugjald A - heimili
47.270 kr.
Þjónustugjald B - Sumarhús
23.594 kr.

Gatnagerðargjöld

Prenta gjaldskrá

 

 

Nr. 260 1. mars 2019

SAMÞYKKT
um gatnagerðargjald, stofngjald holræsa, byggingarleyfisgjald, gjöld vegna skipulagsvinnu og afgreiðslu- og þjónustugjöld í Norðurþingi.
 
I. KAFLI
Almennt.
 
1. gr.
Almenn heimild.

Af öllum nýbyggingum og viðbyggingum í sveitarfélaginu Norðurþingi skal greiða byggingarleyfisgjald og afgreiðslu- og þjónustugjöld skv. samþykkt þessari í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Af öllum nýbyggingum og viðbyggingum í þéttbýli í sveitarfélaginu Norðurþingi skal greiða gatnagerðargjald samkvæmt samþykkt þessari, sbr. 12. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006. Einnig skal greiða vegna sömu framkvæmda tengigjald holræsa skv. lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Gjöld vegna framkvæmdaleyfa og skipulagsvinnu eru lögð á skv. heimild í 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fjárhæðir í samþykkt þessari taka breytingum 1. dag hvers mánaðar í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhússins (219.118 kr./m², byggingarvísitala 140,2 stig fyrir október 2018).

II. KAFLI
Gatnagerðargjald.
2. gr.
Ráðstöfun gatnagerðargjalds.
 

Gatnagerðargjaldi skal varið til gatnagerðar í sveitarfélaginu og viðhalds gatna og annarra gatnamannvirkja. Tengi- og heimæðargjöld aðveitna eru innheimt sérstaklega og ekki innifalin í gatnagerðargjaldi.

3. gr.
Gjaldstofn gatnagerðargjalds.

Gatnagerðargjald er tvíþætt. Annars vegar er það vegna nýrra bygginga og hins vegar vegna stækkunar á eldra húsnæði. Stofn til álagningar gatnagerðargjalds er fermetrafjöldi byggingar á tiltekinni lóð. Gjaldstofninn er ákveðinn á eftirfarandi hátt:

a. Þegar sveitarfélagið úthlutar eða selur lóð eða byggingarrétt á lóð er gatnagerðargjald lagt á í samræmi við fermetrafjölda þeirrar byggingar sem heimilt er að reisa á viðkomandi lóð samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Sama á við um aukinn byggingarrétt vegna stækkunar lóða.

b. Þegar gatnagerðargjald verður ekki lagt á skv. a-lið, eða ef byggingarleyfi er veitt fyrir stærri byggingu en álagning skv. a-lið var upphaflega miðuð við, er við útgáfu byggingarleyfis lagt á gatnagerðargjald í samræmi við fermetrafjölda þeirrar byggingar sem byggingarleyfi tekur til.

Við álagningu skv. b-lið 2. mgr. skal miða við stærð húss samkvæmt samþykktum uppdráttum og ÍST 50.

 

 

4. gr.
Útreikningur gatnagerðargjalds.

Af hverjum fermetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar pr. fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlis, eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands á grundvelli laga nr. 42/1987. Þessi byggingarkostnaður er í október 2018 219.118 kr./m². Allar fjárhæðir í þessari samþykkt taka breytingum 1. dag hvers mánaðar í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhússins. Samþykktin gildir jafnt fyrir leigulóðir og eignarlóðir þar sem sveitarfélagið stendur að gatnagerð. Gjöld upp talin í þessari grein hér að neðan gilda á Húsavík. Gatnagerðargjald vegna lóða og bygginga á Raufarhöfn, Kópaskeri og í Hrísateigi nema 60% af gatnagerðargjaldi á Húsavík.

Hundraðshluti byggingarkostnaðar ákvarðast eftir hústegund svo sem hér segir:

Einbýlishús með eða án bílgeymslu 9,0%

Parhús með eða án bílgeymslu 8,0%

Raðhús með eða án bílgeymslu 8,0%

Fjölbýlishús með eða án bílgeymslu 4,5%

Verslunar-, þjónustu-, iðnaðar- og annað húsnæði 5,5%

Hesthús og önnur gripahús í þéttbýli 4,0%

Þegar veitt er byggingarleyfi fyrir endurbyggingu, breytingu eða breyttri notkun húsnæðis þannig að hún færist í hærri gjaldflokk, sbr. 1. mgr., skal greiða gatnagerðargjald sem svarar til mismunar hærri og lægri gjaldflokksins. Lóðarhafi, eða byggingarleyfishafi þar sem það á við, á ekki rétt á endurgreiðslu ef bygging færist í lægri gjaldflokk við slíka breytingu.

 

5. gr.
Undanþágur frá greiðslu gatnagerðargjalds.

Undanþegnar greiðslu gatnagerðargjalds eru eftirtaldar byggingar:

a. Lagnakjallarar og aðrir gluggalausir kjallarar, sem aðeins er gengið í innan frá.

b. Óeinangruð smáhýsi, minni en 15 m.

c. Viðbyggingar innan íbúðarhúsalóða (einbýli, raðhús, parhús, fjölbýli) sem úthlutað var fyrir 1. febrúar 2006.

 

6. gr.
Heimild til lækkunar eða niðurfellingar gatnagerðargjalds.

Sveitarstjórn getur lækkað eða fellt niður gatnagerðargjald af einstökum lóðum í sveitarfélaginu við sérstakar aðstæður sbr. ákvæði 6. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006.

 

7. gr.
Eldri samningar og skilmálar um gatnagerðargjald.
Um samninga um gatnagerðargjald af tilteknum lóðum, sem lóðarhafar eða lóðareigendur hafa gert við sveitarfélagið Norðurþing fyrir gildistöku samþykktar þessarar, svo og skilmálar varðandi gatnagerðargjald, sem sveitarstjórn hefur sett fyrir sömu tímamörk og lóðarhafi og lóðareigandi hafa undirgengist, fer samkvæmt eftirfarandi ákvæðum:

a. Gatnagerðargjald vegna lóða sem úthlutað var fyrir 1. febrúar 2006: Ákvæði samþykktar um gatnagerðargjald í Húsavíkurkaupstað frá 21. maí 1997 gildir í öllu sveitarfélaginu um lóðir sem úthlutað var fyrir 1. febrúar 2006. Þó skal ekki greiða gatnagerðargjald af viðbyggingum við íbúðarhúsnæði, sbr. 5. gr.

b. Gatnagerðargjald vegna lóða sem úthlutað var eftir 1. febrúar 2006 en fyrir 1. mars 2007: Ákvæði samþykktar um gatnagerðargjald í Húsavíkurkaupstað frá 21. febrúar 2006 gildir í öllu sveitarfélaginu um lóðir sem úthlutað var milli 1. febrúar 2006 og 1. mars 2007.

 

8. gr.
Áfangaskipti framkvæmda.

Í þeim tilvikum þegar lóðarhafi hyggst byggja hús, annað en íbúðarhús, í áföngum, getur sveitarstjórn heimilað slíka áfangaskiptingu og þá skal gatnagerðargjald hverju sinni greiðast samkvæmt þeirri samþykkt sem í gildi er þegar byggingarleyfi hvers áfanga er útgefið. Umsækjandi skal taka það sérstaklega fram í lóðarumsókn að hann ætli að reisa fyrirhugað mannvirki í áföngum og hvenær hann hyggst hefja framkvæmdir við sérhvern byggingaráfanga. Verði heimiluð áfangaskipti falla áætluð gjöld í gjalddaga við upphaf hvers byggingaráfanga í samræmi við áform lóðarhafa við úthlutun lóðarinnar. 

 

III. KAFLI
Tengigjald fráveitu.
 
 
9. gr.
Stofngjald.
 Stofngjald holræsa fyrir einbýlishúsalóð er kr. 243.345. Fyrir aðrar lóðir greiðist, á hverja tengingu við fráveitukerfi sveitarfélagsins, kr. 366.401.

  

IV. KAFLI
 
Byggingarleyfisgjöld.
 
 
10. gr.
Flokkun bygginga og gjaldskrá. 

Samkvæmt samþykkt þessari skal greiða byggingarleyfisgjald fyrir útgáfu á byggingarleyfi sem byggingarfulltrúi/skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir. Innifalið í byggingarleyfisgjaldi er ein yfirferð aðaluppdrátta, byggingarleyfi, útmæling fyrir greftri, útmæling og hæðarsetning fyrir uppslætti og útsetning lóðar, byggingareftirlit, lögbundnar úttektir, fokheldisvottorð og vottorð um lokaúttekt. Fyrir byggingarleyfi nýrra húsa, viðbygginga, breytinga húsa, verulegra breytinga innan lóða og samþykki fyrir breyttri notkun greiðist fast gjald kr. 52.147.

Að auki greiðist fyrir hvern fermetra nýbygginga og viðbygginga skv. eftirfarandi:

Íbúðarhúsnæði, bílskúrar, hótel, verslanir, skrifstofur 488 kr./m² byggingar

Iðnaðarhús, verkstæði, virkjanir 399 kr./m² byggingar

Gripahús, hlöður, vélageymslur, tankar, ker, þrær o.s.frv. 310 kr./m² byggingar

Frístundahús, veiðihús, fjallaskálar o.s.frv. 886 kr./m² byggingar

 

V. KAFLI

Gjöld vegna framkvæmdaleyfa og skipulagsvinnu.

 

11. gr.
Gjöld vegna framkvæmdaleyfa.

Samkvæmt samþykkt þessari skal greiða gjald fyrir veitingu framkvæmdaleyfa vegna þeirra framkvæmda sem afla þarf framkvæmdaleyfis fyrir. Gjaldið má ekki vera hærri upphæð en nemur kostnaði við undirbúning og útgáfu leyfisins auk kostnaðar við tilheyrandi eftirlit með framkvæmdum. Lágmarksgjald vegna veitingar framkvæmdaleyfis er kr. 124.438.

Innifalinn í framkvæmdaleyfisgjaldi er kostnaður sveitarfélagsins vegna útgáfu og undirbúnings leyfisveitingar auk kostnaðar við eftirlit.

 
12. gr.
Gjöld vegna skipulagsvinnu.

Samkvæmt samþykkt þessari skal greiða gjald fyrir grenndarkynningar og deiliskipulagsbreytingar eins og hér greinir:

Umfangslítil grenndarkynning vegna byggingarleyfis kr. 26.685

Almenn grenndarkynning vegna byggingarleyfis kr. 41.479

Lítil breyting á deiliskipulagsuppdrætti eða lóðarblaði kr. 89.872

Grenndarkynning vegna breytingar á deiliskipulagi kr. 41.479

Afgreiðsla deiliskipulagsbreytingar skv. 2. mgr. 43. gr. kr. 124.438

Afgreiðsla deiliskipulagsbreytingar skv. 1. mgr. 43. gr. kr. 165.918

Afgreiðsla nýs deiliskipulags skv. 40. og 41. gr. kr. 165.918

Greitt er fyrir hvern þann lið hér að ofan sem sveitarfélagið þarf að vinna við fullnaðarafgreiðslu deiliskipulags eða deiliskipulagsbreytingar. Afgreiðslur hér að ofan fela í sér kostnað við umfjöllun sveitarfélagsins auk auglýsinga um kynningu skipulagsins og gildistöku.

Landeigandi eða framkvæmdaaðili getur óskað eftir því við sveitarstjórn að gerð sé tillaga að deiliskipulagi eða breytingu á deiliskipulagi á sinn kostnað. Um ferli slíks deiliskipulags fer skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga. 

 

VI. KAFLI

Afgreiðslu- og þjónustugjöld.
 
 
13. gr.
Gjaldskrá.

Greiða skal fyrir þjónustu og leyfisveitingu sem byggingarfulltrúi veitir umfram þá sem innifalin er í byggingarleyfisgjaldi:

Hver endurskoðun aðaluppdrátta kr. 26.685
Afgreiðslugjald og endurnýjun leyfis án breytinga kr. 26.685
Aukavottorð um byggingarstig og stöðuúttekt kr. 26.685
Vottorð vegna vínveitingaleyfa kr. 26.685
Eignaskiptayfirlýsingar, hver umfjöllun kr. 53.232
Gjald fyrir lóðarúthlutun kr. 133.010
Gjald fyrir framlengingu lóðarúthlutunar kr. 53.232
Fyrir breytingu á lóðarsamningi kr. 26.685
Fyrir breytingu á lóðarblaði eða gerð nýs lóðarblaðs kr. 26.685
Húsaleiguúttektir kr. 53.232
Útkall byggingarfulltrúa að óþörfu kr. 26.685
Afgreiðsla stöðuleyfis kr. 26.685
Fyrir hverja auka útsetningu lóðar/húss; pr. mælingu kr. 26.685
Ljósritun: A4: 194 kr./blað, A3: 387 kr./blað
 
 
 

VII. KAFLI

Greiðsluskilmálar, lögveðsréttur og endurgreiðslur.

14. gr.
Greiðsluskilmálar.

Gatnagerðargjald skv. 4. gr., tengigjöld fráveitu skv. 9. gr. og byggingarleyfisgjöld skv. 10. gr. skal greiða innan mánaðar frá samþykki byggingaráforma, ella öðlast leyfi ekki gildi.

Heimilt er að semja um greiðslufrest og skal það gert skv. sérstökum greiðslusamningi. Gjöld vegna skipulagsvinnu skv. 12. gr. skal greiða áður en gildistaka skipulags er auglýst. Þjónustugjöld skv. 13. gr. skal greiða innan mánaðar frá því að þjónustan var veitt.

15. gr.
Ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalds.

Lögveðsréttur. Lóðarhafi leigulóðar og eigandi eignarlóðar ber ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalds. Gatnagerðargjald er ásamt áföllnum vöxtum og kostnaði tryggt með lögveðsrétti í viðkomandi fasteign með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði.

16. gr.
Endurgreiðsla gatnagerðargjalds.

Gjöld samkvæmt 4. og 9. gr. samþykktar þessarar skulu endurgreidd ef lóðarhafi skilar úthlutaðri lóð eða ef lóðarúthlutun er afturkölluð. Hafi útsetning skv. byggingarleyfi ekki farið fram og framkvæmdir ekki hafist getur umsækjandi fengið helming byggingarleyfisgjalda skv. 10. gr. endurgreiddan. Þar með fellur byggingarleyfi niður. Endurgreiðslu vegna 4. og 9. gr. er heimilt að fresta þar til lóð hefur verið úthlutað að nýju en þó ekki lengur en í sex mánuði. Gjöld þessi skulu endurgreidd á nafnverði án verðbóta og vaxta og skuldaviðurkenningar skulu ógiltar á sannanlegan hátt. Ekki koma til bætur vegna hugsanlegra framkvæmda á lóðinni. Gjöld vegna skipulagsvinnu skv. 12. gr. og þjónustugjöld samkvæmt 13. gr. eru óendurkræf. Um endurgreiðslu fer að öðru leyti skv. 9. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006. 

 

VIII. KAFLI

Gildistaka.

17. gr.

Samþykktin er samþykkt af sveitarstjórn Norðurþings, 13. desember 2018 skv. heimild í lögum nr. 153/2006 um gatnagerðargjald, skipulagslögum nr. 123/2010, lögum um mannvirki nr. 160/2010 og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Samþykktin öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Jafnframt fellur úr gildi samþykkt sama efnis nr. 810/2016. Húsavík, 1. mars 2019.

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri. __________

B-deild – Útgáfud.: 18. mars 2019

Gjaldskrá Skíðasvæðis í Reyðarárhnjúk

Prenta gjaldskrá

 

Stakan dag verður hægt að greiða í lyftuskúr við Reyðarárhnjúk.
Árskort eru seld í afgreiðslu Sundlaugar Húsavíkur.

Gjaldskrá tekur gildi  1. febrúar 2020.


Gjaldskrá samþykkt á 53. fundi Fjölskylduráðs Norðurþings þann 7. jan 2020 og staðfest í Sveitarstjórn Norðurþings þann 21. janúar 2020.

Stakur dagur:
Fullorðnir
1.000 kr.
Börn 6-17 ára
500 kr.
Eldri borgarar
500 kr.
Öryrkjar
500 kr.
Árskort
Fullorðnir
10.000 kr.
Börn 6 -17 ára
5.000 kr.
Eldri borgarar
5.000 kr.
Öryrkjar
5.000 kr.

Gjaldalisti Hafna Norðurþings

Prenta gjaldskrá

 

Sé ósamræmi á milli þessa gjaldalista og gjaldskrár sem samþykkt var af hafnarstjórn í nóvember 2019, gildir heildar gjaldskrá hafna Norðurþings fyrir árið 2020, sem birt hefur verið á heimasíðu Norðurþings.        

Öll gjöld í gjaldskrá þessari eru án vsk.  

Lestar- og bryggjugjöld
Kr. per. einingu
Lestagjald :
16,9 kr.
Bryggjugjöld per. BT Skip minni en 10.000 BT
9 kr.
Bryggjugjöld per. BT Skip stærri en 10.000 BT
12 kr.
Mánaðargjald per BT föst viðlega per. mán.
114 kr.
Lágmarksgjöld báta 20 BT og stærri per. mán.
12.602 kr.
Lágmarksgjöld báta undir 20 BT per. mán.
7.643 kr.
Bátar í uppistöðu á hafnarsvæðum per. mán.
5.438 kr.
Bátar í uppistöðu lengur en 6 mánuði per. mán.
21.751 kr.
Bátavagnar og kerrur á hafnarsvæðum per. mán.
5.438 kr.
________________________________________________________
Skútugjöld:
Gjald fyrir hvern byrjaðan dag
4.100 kr.
________________________________________________________
Flotbryggjugjöld:
Bátar að 15 BT
9.776 kr.
Bátar að 15-30 BT
30.092 kr.
Bátar að yfir 30 BT
54.156 kr.
________________________________________________________
Vörugjöld:
Vörur sem flokka skal til vörugjalds ( sjá nánar í heildar gjaldskrá )
1. fl. Gjald fyrir hvert byrjað tonn.
373 kr.
1. fl. Gjald fyrir laust efni losað eða lestað af bryggju
746 kr.
2. fl. Gjald fyrir hvert byrjað tonn.
470 kr.
3. fl. Gjald fyrir hvert byrjað tonn.
697 kr.
4. fl. Gjald fyrir hvert byrjað tonn.
1.864 kr.
5. fl. Aflagjald
0,60%
Lágmarksgjald í öllum flokkum
2.500 kr.
________________________________________________________
Úrgangsgjald:
Gjald per. BT. skips samkvæmt lið a.
0,8 kr.
Lágmarksgjald samkvæmt lið a.
5.872 kr.
Hámarksgjald samkvæmt lið a.
52.740 kr.
Gjald per. BT skips samkvæmt lið b.
0,5 kr.
Lágmarksgjald samkvæmt lið b.
5.872 kr.
Hámarksgjald samkvæmt lið b.
26.316 kr.
Fast gjald samkv. lið d.
5.872 kr.
________________________________________________________
Förgunargjöld:
Gjald pr. BT. Farþegaskip
1,60 kr.
Gjald pr. BT. Önnur skip
2,20 kr.
Hver einstök losun:
Gjald per m3 sorps, lágmarksgjald
13.561 kr.
Sorpgjald báta og skipa sem hafa fasta viðlegu í höfn:
Bátar að 15 BT
2.206 kr.
Bátar 15-50 BT
4.411 kr.
Bátar yfir 50 BT
8.821 kr.
________________________________________________________
Vigtargjöld:
Vigtargjald, hvert byrjað tonn
167 kr.
Lágmarksgjald fyrir einstaka vigtun að 10 tonnum
1.596 kr.
Skráningargjald afla, hvert byrjað tonn
113 kr.
Skráningargjald v. endurvigtunar, hver löndun
1.630 kr.
Kranagjald hafnarkrana, hvert byrjað tonn
205 kr.
Kranagjald er innifalið í vigtargjaldi ef afli er undir 1.000 kg.
Vigtun ökutækja, vagna o.fl.
2.527 kr.
Vigtun í yfirvinnu
6.307 kr.
Útkallsvigtun ( Útkall deilist niður á notendur en aldrei minna en 1/4 af útkalli )
23.370 kr.
________________________________________________________
Vatnsgjöld:
Vatnsgjald frá bryggju kalt vatn, hver m3
373 kr.
Vatnsgjald frá bryggju heitt vatn, hver m3
599 kr.
Lágmarksgjald kalt vatn. Miðað við 10 m3
3.730 kr.
Lágmarksgjald heitt vatn. Miðað við 10 m3
5.998 kr.
Bátar með fasta viðlegu, mánaðargjald, að 15 BT
745 kr.
Bátar með fasta viðlegu, mánaðargjald, að 15-50 BT
1490 kr.
Bátar með fasta viðlegu, mánaðargjald, yfir 50 BT
3.511 kr.
Tengigjald í yfirvinnu per klst.
6.307 kr.
Lágmarks útkall 4 klst.
________________________________________________________
Raforkugjöld:
Raforkusala frá bryggju, hver KWh
19,2 kr.
Tengigjald í yfirvinnu per klst.
6.307 kr.
Lágmarksgjald miðast við 300 KWh
6.078 kr.
Mælaleiga, mánaðargjald, lágmark
7.175 kr.
________________________________________________________
Geymslugjöld:
Geymsla á farmverndarsvæði, per. m2 (mánaðargjald)
197 kr.
Geymsla á frágengið Svæði, per. m2 (mánaðargjald)
137 kr.
Geymsla önnur svæði, per. m2 (mánaðargjald)
72 kr.
Gjald fyrir skammtímageymslu gáma á hafnarsvæðum.
Geymsla fyrir 20" gám per. Sólarhring
566 kr.
Geymsla fyrir 40" gám per. Sólarhring
1.131 kr.
Innheimt er raforka af tengdum frystigámum samkvæmt mælingu.
Mánaðarleiga fyrir gáma á tilgreindum gámageymslusvæðum:
Geymsla fyrir 20" gám per. Mánuð
6.150 kr.
Geymsla fyrir 40" gám per. Mánuð
12.300 kr.
Gjald vegna ósamþykktrar geymslu á hafnasvæðum per sólarhring. 6.272 kr.
Gjald fyrir skammtímageymslu veiðarfæra og búnaðar á hafnarsvæðum.
Eftir fyrstu fimm dagana per. Sólarhring
6.272 kr.
Svæði fyrir söluhús án vatns og rafmagns per. Mánuð
41.000 kr.
________________________________________________________
Hafnsögugjöld:
Hafnsögugjald per BT fyrir hverja ferð
9,6 kr.
Hafnsögugjald lágmark
88.223 kr.
Flutningur hafnsögumanns, fast gjald
60.280 kr.
________________________________________________________
Móttaka skipa:
Festargjald per. mann í dagvinnu
14.947 kr.
Festargjald per. mann í næturvinnu
23.698 kr.
Festargjald per. mann á stórhátíðardögum greiðist tvöfalt næturvinnugjald
________________________________________________________
Þjónusta dráttarbáta:
Tímagjald aðstoð dráttarbáts per. klst.
11,1 kr.
Lágmarksgjald fyrir Seif per. klst.
70.725 kr.
Lágmarksgjald fyrir Sleipni per. klst.
64.786 kr.
Hámarksgjald fyrir aðstoð dráttarbáts
298.700 kr.
Fyrir fylgd innan hafnar er tekið hálft gjald.
ATH Seifur er staðsettur á Akureyri og þarf að óska eftir honum með góðum fyrirvara. Kostnaður við siglingu á milli hafna er samkvæmt gjaldskrá Hafnarsamlags Norðurlands og er greiddur af notanda.
________________________________________________________
Farþegagjöld:
Farþegagjald per. farþega
179 kr.
________________________________________________________
Hafnar- og siglingaverndargjald:
Farþegavernd per. farþega farþegaskipa
120 kr.
Farmvernd, álag á vörugjöld
20%
Öryggisgjald vegna hafnarverndar fyrir hverja komu
54.096 kr.
Öryggisgæsla per. Klst. í dagvinnu
6.215 kr.
Öryggisgæsla per. Klst. í næturvinnu per. öryggisvörður
11.513 kr.
________________________________________________________
Önnur gjöld:
Leiga á landgöngum fyrir hverja byrjaða 24 tíma
30.000 kr.
Öll gjöld í gjaldskrá þessari eru án vsk.

Gjaldskrá tjaldsvæða Norðurþings

Prenta gjaldskrá

Ný gjaldskrá tjaldsvæða Norðurþings var samþykkt á 103. fundi sveitarstjórnar Norðurþings. Þar var einnig samþykkt að færa umsjá tjaldsvæðanna undir fjölskyldusvið Norðurþings og fer fjölskylduráðið með málefni þeirra. 
Umsjónarmaður er íþrótta- og tómstundafulltrúi - Kjartan Páll Þórarinsson. 

Afsláttur er veittur á gistinótt nr. 2 og 3 en kjósi gestir að dvelja fleiri nætur á tjaldstæðinu er rukkað aftur fyrir fjórðu, fimmtu og sjöttu gistinætur með sama hætti og fyrstu þrjár.

Gjaldskrá þessi gildir fyrir tjaldsvæðið á Húsavík, Kópaasker og Raufarhöfn. 

 

Gjaldskrá tjaldsvæða á Húasvík, Kópasker og Raufarhöfn
18 ára og eldri:
1.500 kr. nóttin
Yngri en 18 ára:
Frítt.
Rafmagn:
750 kr. nóttin
Þvottur:
700 kr.
AFSLÁTTUR
2. gistinótt:
50% afsláttur að undanskyldu gjaldi vegna rafmagns og gjalds fyrir þvottaaðstöðu
3. gistinótt:
Frítt að undanskyldu gjaldi vegna rafmagns og gjalds fyrir þvottaaðstöðu