Sveitarstjórn
Sveitarstjórn fer með stjórn sveitarfélagsins samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga. Hún fer með yfirstjórn stofnana og fyrirtækja á vegum sveitarfélagsins, að svo miklu leyti sem hún hefur ekki falið hana öðrum. Á meðal annarra verkefna er kosning í ráð og nefndir á vegum bæjarstjórnar, yfirstjórn á fjárreiðum sveitarfélagsins, gerð samþykkta og ákvörðun gjalda eftir því sem lög mæla fyrir um og þörf krefur.
Fundir Sveitarstjórnar Norðurþings eru að jafnaði þriðja þriðjudag hvers mánaðar í Stjórnsýsluhúsi Norðurþings kl. 16:15. Í leyfi sveitarstjórnar fer Byggðarráð Norðurþings með málefni sveitarstjórnar. Formleg erindi skulu berast á netfangið nordurthing@nordurthing.is
Sveitarstjórn er skipuð níu kjörnum fulltrúum og eru þeir kosnir til fjögurra ára í senn.
Stefnuskrá meirihluta sveitarstjórnar fyrir kjörtímabilið 2018 - 2022
Fundargerðir sveitarstjórnar má finna hér
Aðalfulltrúar
![]() 1. Kristján Þór Magnússon (D)
|
2. Hjálmar Bogi Hafliðason (B)
hjalmar@nordurthing.is |
3. Helena Eydís Ingólfsdóttir (D) |
4. Óli Halldórsson (V) Í leyfi til 1. október 2020. |
5. Silja Jóhannesdóttir (S) |
6. Guðbjartur Ellert Jónsson (E) |
![]() 7. Hrund Ásgeirsdóttir (B)
|
|
9. Bergur Elías Ágústsson (B) |
Forseti sveitarstjórnar er Kolbrún Ada Gunnarsdóttir (í leyfi Óla Halldórssonar) ada@nordurthing.is
Í leyfi Guðbjarts Ellerts Jónssonar tekur Hafrún Olgeirsdóttir sæti í sveitarstjórn sem áheyrnarfulltrúi E listans - hafrun@nordurthing.is