Sólbrekka - þjálfunarheimili

Forstöðumaður: Líney Björnsdóttir
Netfang: lineyb@nordurthing.is
Sími: 464-1664 
Staðsetning: Sólbrekku 28, 640 Húsavík
 
Sólbrekka þjálfunarheimili er til heimilis í Sólbrekku 28 á Húsavík sem er tveggja hæða einbýlishús með fallegu útsýni yfir bæinn við endann á botnlangagötu.
Heimilið er ætlað ungmennum á aldrinum 16-20 ára með þroskahömlur og    þurfa stuðning og þjálfun í færni við daglegar athafnir og við félagsleg samskipti. Markmið þjálfunarheimilisins er að hjálpa einstaklingunum sem þar búa í að ná færni til sjálfstæðrar búsetu með markvissum einstaklingsmarkmiðum og hæfingu miðað við hæfni. Einstaklingsbundinn samningur með markmiðum viðkomandi íbúa er unnin fyrir inntöku og er jafnframt skilyrði fyrir inntöku á þjálfunarheimilið. Stefnt er að búsetu í Sólbrekku í eitt til tvö ár.
Í Sólbrekku er sólahringsvakt á báðum hæðum og eru 10 stöðugildi sem sinna 6 íbúum.
Unnið er eftir hugmyndafræðinni Þjónandi leiðsögn. Áhersla er lögð á að veita einstaklingsmiðaða þjónustu við íbúana sem tekur mið af aðstæðum, óskum og þörfum hvers og eins með umhyggju, virðingu og vinsemd að leiðarljósi.
Markmið starfsfólks er þjálfun í færni við daglegar athafnir og við félagsleg samskipti. Stuðningur til sjálfshjálpar, samfélagslegar þátttöku og almennrar virkni.
Allir íbúar sækja nám við starfsbraut í framhaldsskólanum á Húsavík og sumir sinna einnig vinnu eftir skóla eða um helgar.
Allir íbúar í Sólbrekku sækja iðju og afþreyingu í Miðjuna hæfingarstöð, 3 – 5 daga vikunnar eftir skóla.