Heimilið Sólbrekku 28

Staðsetning: Sólbrekku 28, 640 Húsavík
Sími: 464-1664
Umsjón: Marzenna K. Cybulska - verkefnastjóri búsetu
netfang: marzenna@nordurthing.is
Sími: 464-6100
 

Sambýlið að Sólbrekku 28 er heimili fyrir fötluð ungmenni sem vilja flytja að heiman og í sjálfstæða búsetu en þurfa stuðning og þjálfun í færni við daglegar athafnir og við félagsleg samskipti. Stöðugildi eru fimm, sem sinnt er af sex starfsmönnum. Íbúarnir stunda flestir vinnu eða nám á starfsbraut Framhaldsskólans á Húsavík. Stefnt er að búsetu í eitt til tvö ár með markvissum einstaklingsmarkmiðum og hæfingu miðað við hæfni í sjálfstæða búsetu. Einstaklingsbundinn samningur með markmiðum viðkomandi íbúa er unnin fyrir inntöku og er jafnframt skilyrði fyrir inntöku á þjálfunarheimilið.