Garðyrkjudeild

Umhverfisstjóri hefur umsjón með öllu er lýtur að gróðri og ræktun í sveitarfélaginu og veitir íbúum ráðgjöf og upplýsingar um þau mál. Hann undirbýr framkvæmdir á vegum vinnuskóla og sér um umsjón og viðhald á opnum svæðum og stofnanalóðum. Hann sér um útboð og leitar útboða á sviði garðyrkju, hefur eftirlit með garðyrkjuverktökum, umsjón með rekstri vinnuskóla, sér um skólagarða og útleigu garðlanda til íbúa sveitarfélagsins.

Umhverfisstjóri: Smári Jónas Lúðvíksson
Aðsetur: Ketilsbraut 7-9
Sími: 464-6187
Netfang: smari@nordurthing.is