Sorphirða á austursvæði Norðurþings
Sel sf. á Kópaskeri sér um sorphirðu í Kelduhverfi, Öxarfirði, Raufarhöfn og Melrakkasléttu. Um er að ræða endurvinnsluflokkun þar sem heimilissorpi er plasti og pappír er flokkað í sitthvora tunnuna en almennu sorpi í sértunnu. Lífrænn úrgangur er ekki flokkaður.
Gámaplön verða áfram í Höfðabrekku, Þverá, á Kópaskeri og Raufarhöfn.
- Á þessum stöðum verða skúffur undir brotajárn og stærra, gróft almennt sorp, auk lokaðs gáms undir almennt sorp.
- Áríðandi er að flokka rétt í brotajárnsskúffu
- Passa þarf að ekki sé fokhætta af því sem sett er í skúffuna fyrir gróft almennt sorp og að smærra rusl, sem kemst auðveldlega í lokaða gáminn, sé sett í hann.
- Að gefnu tilefni er bent á að, ekki má henda gleri í hana.
- Ekkert rusl á að setja beint á planið - Ef ekki er augljóst ílát undir efnið, er ekki móttaka fyrir því á þessum stað
Umhirða og staðsetning íláta:
- Yfirfull ílát geta skapað vandræði við losun. Það er hætta á að vargfugl komist í sorpið eða innihald tunnunnar fari að fjúka um.
- Að vetri er ætlast til að íbúar moki frá tunnum og hálkuverji. Gríðarlega erfitt er að draga ílátin í miklum snjó auk þess sem hálka getur verið varasöm.
- Íbúar bera ábyrgð á sínum ílátum. Æskilegt er að hreinsa þau eftir þörfum. Það kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist fyrir í ílátinu og skapi t.d. ólykt.