Fara í efni

Golfklúbbur Húsavíkur

Golfklúbbur Húsavíkur telur um það bil 150 félaga og af þeim eru um 40 krakkar enda hefur á undanförnum árum verið lögð mikil vinna á sig hjá klúbbnum til að gera enn betur í barna- og unglingastarfi. Golfklúbburinn heldur úti Katlavelli, sem er níu holu golfvöllur og hafa mótin undanfarin ár verið rétt rúmlega 20 talsins og nokkur mót af þeim opin.

Golfklúbburinn hefur einn starfsmann í heilsársstarfi, og er það vallarstjórinn sem hefur umsjón með vellinum. Á sumrin, koma eðlilega fleiri að þeirri vinnu, svo sem við slátt og almenna hirðingu vallarins. Þá rekur klúbburinn sjoppu yfir sumartímann. Golfklúbburinn hefur fimm manna stjórn og undir henni starfa jafnmargar nefndir. Á veturna liggur starfið að mestu niðri, völlurinn er lokaður, en á þeim tíma sitja nefndir og stjórn ófáa fundina til að spá og spekúlera í komandi sumri og alltaf er það markmiðið að gera betur en síðast.

Golfklúbburinn heldur úti Facebook síðu en þar má finna það sem er helst á döfinni hverju sinni hjá klúbbnum.