Daggæsla

Dagforeldrar veita börnum daggæslu en eru sjálfstætt starfandi. Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings veitir starfsleyfi til dagforeldra og sinnir lögbundnu eftirliti með starfseminni eins og kveðið er á um í reglugerð um daggæslu í heimahúsum nr. 907 frá 2005.

Þegar foreldrar velja dagforeldri fyrir barnið sitt er mikilvægt að þeir kynni sér vel þjónustuna sem í boði er svo sem allan aðbúnað, leikfangakost, hvíldaraðstöðu og leikaðstöðu bæði inni og úti. Ákvörðun um vistun barnsins er á ábyrgð foreldra.

Sameiginlegur þjónustusamningur er gerður milli foreldra, dagforeldra og sveitarfélagsins um vistun barns hjá dagforeldri. Þjónustusamningar og niðurgreiðslur vistunargjalda er í umsjón fræðslu- og menningarfulltrúa sem jafnframt veitir upplýsingar um dagforeldra.

Ekki eru starfandi dagforeldrar í Norðurþingi sem stendur.