Sorphirða

Íslenska Gámafélagið sér um sorphirðu í sveitarfélaginu og hefur gert frá júní 2015.  Við flokkun sorps frá fyrirtækjum og heimilum í stórum hluta Norðurþings er notast við 3ja tunnu kerfi við flokkun.

Opnunartími sorpmóttöku í Víðimóum
Virka daga     kl. 13:00 - 17:00
Laugardaga   kl. 11:00 - 14:00

- Tekið er við öllum úrgangi á gámasvæðinu - Munið eftir klippikortinu -

 
Sorphirðudagatal 2022
 
Skipulag sorphirðu 
 
Ath! Frá og með sumrinu 2020 hefur orðið sú breyting að brúna tunnan er ekki lengur ofan í þeirri svörtu (alm. sorp) heldur sértunna. Hún er eftir sem áður losuð líkt og áður með almenna sorpinu á 2ja vikna fresti. Á einhverjum tímapunkti í haust mun losun brúnu tunnunar verða á 3ja vikna fresti.  Brúna tunnan er orðin að sértunnu vegna þess að brugðist er við tilmælum um holla vinnuhætti í tengslum við burð og sýkingahættu starfsmanna. 

Flokkun í Gráu tunnuna
Almennt sorp er í raun blandaður úrgangur sem ekki flokkast í skilgreindan endurvinnsluferil og er þar af leiðandi óendurvinnanlegt. Dæmi: gler, bleyjur, frauðplast, umbúðir úr blönduðu hráefni (t.d. plastumbúðir með álfilmu sem ekki er hægt að skilja frá), umbúðir sem ekki er hægt að hreinsa o.fl.

Flokkun í Brúnu tunnuna
Brúna tunnan er nú orðin sértunna og ekki lengur ofan í svörtu tunnunni og er ætluð undir lífrænan eldhúsúrgang. Allir matarafgangar sem falla til á heimilinu og annar lífrænn úrgangur má fara í þennan flokk. Dæmi um lífrænan úrgang: afskurður af ávöxtum, kjöti eða fiski, brauðmeti, kaffikorgur, tannstönglar, tepokar og þessháttar. Stór bein eiga ekki að fara í brúnu tunnuna þar sem þau jarðgerast ekki vel.
Mjög mikilvægt er að nota eingöngu maíspoka í lífræna ílátið.
 
Flokkun í grænu tunnuna
Græna tunnan er fyrir endurvinnanlega heimilisúrganginn.
Mikilvægt er að gengið sé frá hráefninu samkvæmt  leiðbeiningum (sjá handbók), annars er hætt við að hráefnið verði óhæft til endurvinnslu og endi í urðun. Hreinsið umbúðir vel og skolið fernur.
Nánari útskýringar á því sem fer í Grænu tunnuna er að finna í leiðbeiningum á opnu handbókarinnar.
- ATH - Rafhlöður og gler má ekki setja í Grænu tunnuna heldur á að skila á gámasvæði og er það gjaldfrjálst.
 

Umhirða og staðsetning íláta:

  • Gott er að hafa í huga að fjarlægð íláta frá götu sé ekki óþarflega mikil eða valdi sorphirðufólki óþarfa álagi við hirðu. Best er að hafa ílát sem næst götu og í sorptunnuskýlum.
  • Yfirfull ílát geta skapað vandræði við losun. Það er hætta á að vargfugl komist í sorpið eða innihald tunnunnar fari að fjúka um. Umfram heimilissorpi má skila á gámasvæði og greiða með klippikortinu.
  • Að vetri er ætlast til að íbúar moki frá tunnum og hálkuverji. Gríðarlega erfitt er að draga ílátin í miklum snjó auk þess sem hálka getur verið varasöm.
  • Íbúar bera ábyrgð á sínum ílátum. Æskilegt er að hreinsa þau eftir þörfum. Það kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist fyrir í ílátinu og skapi t.d. ólykt.
  • Gróðurgámar fyrir tré og runna og annan garðaúrgang s.s. gras, torf og þess háttar eru staðsettir við lóðamörk gámasvæðisins og eru aðgengilegir allan sólarhringinn. Bent er á að ruslapokar úr plasti mega ekki fara í gáminn og óheimilt er að losa þar annað en gróðurúrgang.

Nánari upplýsingar má fá hjá umhverfisstjóra Norðurþings í síma 464-6100