Tónlistarskóli
Tónlistarskóli
- Nafn Adrienne Davis
- Starfsheiti Aðstoðarskólastjóri
- Netfang adrienne@tonhus.is
- 464-7290
- adrienne@tonhus.is
- Nafn Guðrún Ingimundardóttir
- Starfsheiti Skólastjóri
- Netfang runaingi@tonhus.is
Guðrún Ingimundardóttir (Rúna) fæddist á Húsavík árið 1963. Hún ólst upp við söng, hljóðfæraleik, leiklist og dans og fór ung að læra söng og á píanó við Tónlistarskóla Húsavíkur. Eftir stúdentspróf á náttúrufræðibraut Menntaskólans á Akureyri, þar sem Rúna jafnframt stundaði nám í píanóleik, flautuleik, söng og tónfræðigreinum við Tónlistarskólann á Akureyri, hóf hún nám á tónfræðibraut Tónlistarskólans í Reykjavík. Hún útskrifaðist þaðan vorið 1987 með bakkalársgráðu í tónlist, lauk meistaragráðu í tónsmíðum/tónfræði frá University of Arizona vorið 1990 og doktorsgráðu í tónsmíðum/tónlistarmannfræði frá sama háskóla vorið 2009.
- 464 7290
- runaingi@tonhus.is