Fara í efni

Ársreikningar og ársskýrsla Hafnasjóðs Norðurþings

Á sveitarstjórnarfundi þann 8. maí sl. var ársreikningur Hafnasjóðs Norðurþings 2024 samþykktur samhljóða. Á fundinum var lögð fram til kynningar ársskýrsla Hafnasjóðs og má finna hana hér.

Árið 2024 var mjög gott í rekstri Hafnasjóðs og munar þar mestu um að verksmiðja PCC Bakkisilicon hf. var á fullum afköstum mest allt árið.

Heildartekjur Hafnarsjóðs voru 398,5 m.kr á árinu 2024 á móti 291 m.kr árið áður.

Stærstu tekjustofnarnir voru: vöru og skipagjöld 214,6 m.kr, tekjur af fiskiskipum 34,4 m.kr, tekjur af skemmtiferðaskipum 80 m.kr og tekjur af ferða- og skemmtibátum 37,8 m.kr.

Rekstrargjöld voru samtals 316,6 millj kr., þar af laun og launatengd gjöld 122 m.kr á árinu á móti 104 m.kr árið áður. Annar rekstrarkostnaður var 112 m.kr og hækkaði um 27 m.kr á milli ára. Afskriftir voru 82 m.kr á móti 77 m.kr árið áður

Hafnarsjóður var með dráttarbát frá Hafnarsamlagi Norðurlands í rekstri yfir sumarið alls í 4 mánuði á árinu 2024. Stöðugildi voru að meðaltali 5,2 yfir árið.

Ársreikning Hafnasjóðs má finna í heild sinni hér