Fara í efni

Fréttir

Fréttatilkynning

Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Húsavíkurbæjar hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu um samstarf söguverkefna í bæjarfélögunum. Annars vegar er um að ræða Garðarshólma á Húsavík og hins vegar Víkingaheim í Reykjanesbæ. Um er að ræða gerð margmiðlunarefnis sem unnið verður fyrir hinar væntanlegu sýningar og gagnkvæmar kynningar í sýningarhúsunum. 
13.12.2005
Tilkynningar

Árbók sveitarfélaga 2005 komin á netið

Á vef Sambands Íslenskra Sveitafélaga er búið að birta árbók sveitarfélaga fyrir árið 2005. Þarna er hægt að nálgast fjölbreyttar upplýsingar varðandi rekstur sveitarfélaga svo sem lykiltölur úr rekstri, íbúafjölda, álögð gjöld og margt fleira. Til að sjá árbókina má smella hér.
08.12.2005
Tilkynningar

Saga Húsavíkur

SAGA HÚSAVÍKUR TILBOÐSVERÐ KR. 15.000,- ÖLL BINDIN. EINNIG AFSLÁTTUR AF STÖKUM BÓKUM! Bókaverslun Þórarins Stefánssonar Húsavíkurbær
29.11.2005
Tilkynningar

Tvær nýjar lyftur vígðar í skólum Húsavíkurbæjar

Í dag föstudaginn 25. nóvember var vígð ný lyfta í húsnæði leikskólans Bestabæjar. Með tilkomu lyftunnar batnar vinnuaðstaða starfsfólks leikskólans verulega auk þess sem bætt er úr aðgengi fatlaðra.
25.11.2005
Tilkynningar

Næsti fundur bæjarstjórnar Húsavíkurbæjar

Fundur verður haldinn í Bæjarstjórn Húsavíkurbæjar, mánudaginn 28. nóvember 2005 og hefst hann kl. 16.00. Fundarstaður er Blái salurinn í Félagsheimili Húsavíkur.
25.11.2005
Tilkynningar

Breytingar í leikskólamálum í Húsavíkurbæ

Í framhaldi af ákvörðun bæjarstjórnar um sölu Bjarnahúss til sóknarnefndar Húsavíkurkirkju  og endurskipulagningu leikskólamála, með uppbyggingu nýs leikskóla á lóð Bestabæjar, er rétt að fara yfir stöðu leikskólamála og þau áform sem uppi eru.
23.11.2005
Tilkynningar

Kveikt verður á jólatrénu nk. laugardag 26.nóvember

Kl 16:00 mun JÓLAROKKHLJÓMSVEIT KELDUNNAR byrja að spila jólalög og Soroptimistaklúbbur Húsavíkur vera með kakósölu hjá jólatrénu ( Ef veður leyfir ).
22.11.2005
Tilkynningar

Fullveldishátið 1. desember

Skólarnir á Húsavík efna til sameiginlegrar samkomu í íþróttahöllinni frmmtudaginn 1. desember kl. 13:00 til 14:00 Með samkomunni minnast skólarnir þess að Ísland varð fullvalda ríki 1. desember 1918. Við hverjum Húsvíkinga til að vera með okkur þessa stund. Framhaldsskólinn á Húsavík, Borgarhólsskóli, Tónlistarskóli Húsavíkur, Leikskólinn Bestibær, Leikskólinn í Bjarnahúsi.
22.11.2005
Tilkynningar

Auglýsing vegna snjóhreinsunar í Reykjahverfi

Umhverfis- og framkvæmdaráð Húsavíkurbæjar óskar eftir tilboðum í snjóhreinsun í Reykjahverfi. Um er að ræða tvö aðskilin verk, annarsvegar mokstur við Hrísateig og hinsvegar snjóblástur af heimreiðum bæja.
17.11.2005
Tilkynningar

Íbúafundir haldnir á tveimur stöðum í Húsavíkurbæ í vikunni

Framkvæmdastjórn Húsavíkurbæjar, þ.e. bæjarstjóri ásamt framkvæmdastjórum þriggja málefnasviða bæjarins boðaði til íbúafunda í Félagsheimilinu Heiðarbæ og Félagsheimili Húsavíkur þ. 14. og 15. nóvember.
16.11.2005
Tilkynningar

Reglur um úthlutun byggðakvóta staðfestar af Sjávarútvegsráðuneytinu

Sjávarútvegsráðuneytið hefur staðfest reglur bæjarstjórnar um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2005/2006. Hefur bæjarráð falið bæjarstjóra að auglýsa eftir umsóknum og er umsóknarfrestur til kl. 15:30 föstudaginn 25. nóv. 2005. Sjá tilkynningu hér til hægri á síðunni.
15.11.2005
Tilkynningar

Námskeið í að takast á við breytingar.

Vegna þeirra breytinga sem standa yfir á stjórn- og starfaskipulagi Húsavíkurbæjar var ákveðið að bjóða starfsfólki upp á námskeið í að takast á við breytingar, og  var það haldið síðastliðinn mánudag í Hvalasafninu á Húsavík. Námskeiðinu er ætlað að auðvelda starfsmönnum að nálgast breytingarnar með jákvæðum huga og stuðla að aukinni samvinnu meðal starfsmanna og stjórnenda. 
08.11.2005
Tilkynningar