Framkvæmdir eru hafnar við endurnýjun veitulagna og yfirborðsfrágang Reykjaheiðarvegar.
Verksvæði sem undirlagt verður vegna framkvæmdarinnar teygir sig frá norður-enda Brávalla í vestri að Tungu við austur-enda Reykjaheiðarvegar.
Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í september á síðasta ári tillögu B-lista þess efnis að ár hvert, frá og með árinu 2020 yrði listamaður Norðurþings útnefndur á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní. Það er af því tilefni sem við erum hingað komin og er það mér mikill heiður að upplýsa ykkur um hvaða einstaklingur verður útnefndur, hér á eftir.
Vegna COVID-19 er aðsókn í Litluárvötn minni en reiknað var með og því er eigendum heimilt að nýta 10% af veiðidögum ársins án endurgjalds. Norðurþing hefur til ráðstöfunar 10 stangir til veiða í ánni í sumar og er íbúum Norðurþings boðið að senda inn ósk um veiðidaga í samræmi við bókun byggðarráðs í gær.
Á Íslandi er skyldutrygging á öllum húseignum og nemur vátryggingarfjárhæð brunabótamati eignarinnar. Það er því mikilvægt að brunabótamat eignarinnar endurspegli raunverulegt byggingarverð eignarinnar og innifeli viðbætur og endurbætur sem kunna að hafa verið gerðar á eigninni.
Í ljósi alvarleika Covid19 veirufaraldurs, sem geysað hefur á Íslandi og heimsbyggðinni s. l. mánuði hefur Yfirkjörstjórn Norðurþings ákveðið að gefa út eftirfarandi leiðbeiningar um sóttvarnir og tilheyrandi atriði sem gilda á kjörstöðum í Norðurþingi laugardaginn 27. júní 2020.
Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir eftir sálfræðing, uppeldis- og menntunarfræðing eða iðjuþjálfa til að starfa innan Keldunnar
-Um framtíðarráðningu er að ræða.