Staðan á okkar svæði í dag er sem fyrr jákvæð. Nú eru 85 í sóttkví og aðeins 19 virk smit í umdæmi Lögregulstjórans á Norðurlandi eystra. Á Akureyri eru 15 smit, tvö á Húsavík og sitthvor einstaklingurinn smitaður á Siglufirði og Dalvík. Alls hafa verið greind 47 smit á svæðinu, sem hlýtur að teljast með eindæmum vel sloppið m.v. hvað óttast var að gæti gerst fyrir örfáum vikum síðan. Allt bendir því til þess að við séum með stjórn á aðstæðunum og séum með góðan byr í siglunum. Það er hinsvegar mikilvægt að missa ekki sjónar á verkefninu, sem er 100% hlýðni fyrirmæla og að farið sé eftir reglum samkomubannsins. Það getur verið erfið freisting að stytta sér leiðina í markið, en við það ertu dæmdur úr leik. Svo einfalt er það.