Norðurþing stendur fyrir fjölskylduratleik í tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. júní. Við hvetjum fjölskyldur til þess að njóta samverunnar og fara í skemmtilegan ratleik saman.
Félagsmiðstöðin Tún á Húsavík auglýsir eftir starfsfólki í vaktarvinnu á kvöldin. Unnið er með ungmennum á aldursbilinu 10-16 ára.
Vinnutími getur verið breytilegur en fer að mestu leyti fram eftir kl. 17:00 að frátöldum ferðum sem farnar eru á vegum félagsmiðstöðvarinnar.
Búast má við aukinni umferð hjólreiðamanna í sveitarfélaginu laugardaginn 20.júní en þá standa Hjólreiðafélag Akureyrar og Völsungur að stigamóti í götuhjólreiðum
Fyrirhugaður er 104. fundur Sveitarstjórnar Norðurþings sem verður haldinn í Stjórnsýsluhúsi Norðurþings, þriðjudaginn 16. júní 2020 og hefst kl. 16:15.
Eva Laufey kemur til Húsavíkur föstudaginn, 19. júní nk. með matarvagninn sinn og verður á hafnarstéttinni. Norðurþing vill hvetja matvælaframleiðendur í þingeyjarsýslu að mæta með sína vöru og kynna fyrir gesti og gangandi.
Skólamötuneyti Húsavíkur hefur starfsemi sína 1. ágúst næst komandi. Mötuneyti leikskólans Grænuvalla og mötuneyti Borgarhólsskóla verða þá sameinuð í eitt. Matráður og aðstoðarmatráðar munu starfa sem undirmenn yfirmatráðar sem mun reka mötuneytið sem sérstaka deild innan sveitarfélagsins og vera deildarstjóri hennar. Eldað verður í vel útbúnu eldhúsi í Borgarhólsskóla. Eldað verður daglega fyrir um 550 nemendur og starfsmenn Borgarhólsskóla og Grænuvalla auk starfsmanna stjórnsýsluhúss.