Áhrif rafmagnsleysis á þjónustu stofnana Norðurþings á Húsavík.
Eins og margir hafa orðið varir við þá var ákveðið að engin kennsla yrði í Borgarhólsskóla í dag vegna þess hve óstöðugt rafmagnið er.
Þetta hefur einnig áhrif á leikskólann Grænuvelli en þangað eru nemendur velkomnir en þó er mælst til þess að foreldrar hafi börn sín heima ef mögulegt er, þar sem ekki er hægt að elda mat á staðnum og því eingöngu boðið uppá spónamat í dag.
12.12.2019
Tilkynningar