Fara í efni

Fjórða tunnan kemur í vikunni

Norðurþing tekur nú næsta skref í innleiðingu á nýju og samræmdu flokkunarkerfi samkvæmt nýjum lögum og færir íbúum fjórðu sorptunnuna. 

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Húsavíkur eru nú á ferðinni með fjórðu tunnuna og er áætlað að hún verði komin við hvert heimili á Húsavík í lok vikunnar. Skilið verður við tunnuna þannig að hún fjúki ekki burt eða renni til. Íbúar eru síðan beðnir um að koma henni haganlega fyrir. 
Einnig fá allar sorptunnur nýjar merkingar og er áætlað búið verði að endurmerkja allar tunnur í lok næstu viku.

Ef íbúar óska eftir tvískiptri tunnu, sem skiptist í almennt sorp og lífrænt, við heimili sitt er hægt að hafa hafa samband við starfsmann Stjórnsýsluhússins á Húsavík í síma 464-6100.

Næsta skref í innleiðingunni er að setja upp grenndargáma á Húsavík og verður það auglýst síðar. 

Innleiðingin á samræmdu flokkunarkerfi á við allt sveitarfélagið. 
Verið er að undirbúa innleiðingu í Kelduhverfi, Öxarfirði, Kópaskeri, Raufarhöfn og nágrenni. Það er unnið í samstarfi við sorphirðuaðila á því svæði og verður kynnt fyrir íbúum fljótlega.


Hér má finna hlekk á gögn sem kynnt voru á íbúafundi þann 28. mars um innleiðingu á samræmdu flokkunarkerfi.